Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 51

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 51
 I áS>fcóIafer&alag tíl ^anartepía að er spenna og eftir- vænting í loftinu. Flug- vélin stendur við enda flugbrautarinnar og hreyflarn- ir eru komnir á fullt. Hinn glæsilegi farkostur brunar af stað og tekst á loft. Fjórir ung- ir framhaldsskólanemar og kennarar þeirra halda á vit ævintýranna. Ferðinni er heit- ið til Kanaríeyja. Margra mánaða undirbúningi er nú lokið og langþráð stund runnin upp. I Safamýrarskóla, sem er sér- skóli fyrir alvarlega þroskahefta og fjölfatlaða nemendur, hefur undanfarin ár verið starfrækt framhaldsdeild. Vorið 2002 kom upp sú hugmynd hjá kennurum framhaldsdeildar GG að fara í skólaferðalag á sólarströnd líkt og gert er í öðrum framhaldskól- um. Um haustið var hafist handa við að undirbúa ferðina. Að mörgu var að hyggja. Ljóst var að ferðin yrði nemendum dýr þar sem hver þeirra þyrfti sinn fylgdarmann. Fjáröflun var sett í gang í byrjun hausts og var beitt jafnt hefðbundnum sem óhefð- bundnum aðferðum. Nemendur og kennarar seldu klósettpappír, kaffi og fleira í stórum stíl. Fjár- öfiunin gekk svo vel að kennur- unum voru boðin störf hjá ónefndu fyrirtæki úti í bæ! Einnig útbjuggum við myndræna félags- hæfnisögu sem fjallaði um væntanlega flug- ferð og dvölina á Kan- arí en félagshæfnisög- ur ganga meðal annars út á það að undirbúa nemendur undir að- stæður sem eru nýjar fyrir þeim og gætu ver- ið óþægilegar. Einnig settu nemendur bekkjar- ins upp myndlistarsýningu í and- dyri skólans þar sem seld voru málverk eftir þá. Nutu nemend- ur og kennarar þar ómældrar að- stoðar Þuríðar Guðmundsdóttur myndmenntakennara. Ohætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn og var ágóði seldra mynda stór hluti af fjáröfluninni. Auk ættingja og vina var starfsfólk Safamýrarskóla einstaklega vilj- ugt að styðja við bakið á fjáröfl- uninni og eru því og öðrum sem studdu okkur færðar bestu þakk- ir. í framhaldsdeild GG eru ein- staklega hressir og skemmtilegir strákar á aldrinum 18-19 ára. Þeir eru: Bjarki Fannar Viktors- son, Garðar Reynisson, Guðfinn- ur Omarsson og Skúli Már Jóns- son. Mikil áhersla var lögð á að undirbúa þá vel undir ferðina þar sem fæstir þeirra höfðu farið til útlanda áður og óþekktar aðstæð- ur gætu valdið þeim óöryggi. Á haustönn byrjuðum við á því að fjalla um muninn á heitum og köldum löndum, meðal annars með því að sýna myndir, lesa sögur, horfa á myndbönd og út- búa töfluverkefni. Einnig út- bjuggum við myndræna félags- hæfnisögu sem fjallaði um vænt- anlega flugferð og dvölina á Kanarí en félagshæfnisögur ganga meðal annars út á það að undirbúa nemendur undir að- stæður sem eru nýjar fyrir þeim og gætu verið óþægilegar. Síð- ustu dagana fyrir ferðina var sag- an lesin aftur og aftur og eins var bókin höfð með í för og má segja að hún hafi verið okkar biblía í ferðinni. Við teljum að þessi tímarit öryrkjabandalagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.