Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 20
r undanförnum árum hafa komið fram ýmsar nýjungar í framleiðslu hjólastóla sem miða að því að gera þá þjálli og öruggari í notkun og auka notagildi þeirra. Fram til þessa hafa not- endur hjólastóla verið bundnir við það að sitja í stólum sínum eins og öðrum stólum. Mögu- leikarnir til að breyta um stöðu og stellingar hafa verið takmarkaðir og það hefur auðvitað verið baga- legt því að best er að geta hagrætt sér í stólnum og breytt stöðu líkamans oft á dag. Framleiðandi LEVO- hjólastólanna hefur nú sett á markað svokallaða stands- tóla sem eru þannig úr garði gerðir að notandi þeirra get- ur rétt sig upp og "staðið" uppréttur í stól sínum. Not- andanum líður mun betur því að í þessum nýju stólum er auðvelt að breyta um stellingu. Fólk getur hreyft sig mun meira í þessum stólum og dregur þar með úr hættu á ýmsum kyrrsetu- kvillum sem gjarnan hrjá notend- ur hjólastóla. Standstólarnir verða líka án efa til þess að auð- veldara verður fyrir notendur hjólastóla að sinna ýmiss konar verkum í umhverfi ófatlaðra. Það er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að "rísa á fætur" og skrifa á skólat- öflu eða sinna matargerð í eld- húsi með venjulegri innréttingu. Nýju stólarnir hafa því aukið stórlega möguleika hreyfihaml- aðra til að takast á við ýmis störf og stunda frístundaiðju. Framleiðandi LEVO-hjólastól- anna hefur lagt áherslu á að gera allan stjóm- og hreyfibúnað stól- anna þannig úr garði að notand- inn geti sjálfur stýrt stól sínum að öllu leyti og í því skyni er fáan- legur bæði handvirkur búnaður og rafknúinn, eftir því hvað hent- ar best. Önnur nýjung sem hentar vel með LEVO-hjólastólum er e-motion búnaður frá Alber, en það er rafknúinn léttibúnaður sem hjálpar til við akstur stólsins og er forritanlegur í samræmi við kröfur hvers notanda. E-motion hjálparmótorar Notendur hjólastóla kannast vel við það hversu margar hindr- anir verða á vegi þess sem fer um í hjólastól. I augum ófatlaðs fólks eru þær ýmist ekki til eða virðast smávægilegar. Þetta er kannski stutt brekka, ófjöfn gangstétt, malarstígur eða lágur þröskuldur, en allt getur þetta verið örðugur tálmi á för ein- staklings í hjólastól. En það er ekki aðeins við hinar sýnilegu hindranir að eiga, held- ur líka afleiðingar þein’a, sem oft er erfiðara að átta sig á en eru mjög svo raunverulegar fyrir notanda hjólastóls. Flér er um að ræða ýmiss konar álagskvilla sem oft gera vart við sig hjá not- endum hjólastóla. Líkami þeirra er ekki frekar en líkamar annars fólks gerður til að færa sig milli staða með höndunum einum, sitjandi í stól, en það veldur gríðarlegu álagi á efri hluta líkamans, hand- leggi, hendur, liði og vöðva sem getur leitt til þess að það dragi úr hreyfigetu ein- staklinga. Við það geta komið fram önnur vanda- mál, svo sem að dregur úr starfsemi hjarta og lungna og orðið geta varanlegar breytingar á líkamsstöðu sem valdið geta óöryggi og ósjálfstæði fólks. Slíkt getur leitt til félagslegrar einangr- unar. Fram til þessa hefur lausnin á framangreindum hreyf- ivanda hjólastólafólks oftast fal- ist í því að nota rafknúinn hjóla- stól. Það hefur mörgum hjálpað, en er þó ekki alltaf rétta lausnin því að svo kann að fara að not- andi stólsins fái þá of litla hreyf- ingu og tapi styrk og þoli. Einnig eru rafknúnir hjólastólar þungir og komast ekki í óbreytta íjöl- skyldubíla. Þegar um er að ræða hjólastól- afólk sem þarf á hreyfingu að halda en þarf jafnframt að draga úr því álagi sem akstur stólsins veldur á líkama þess hafa hjálp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.