Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 20

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 20
r undanförnum árum hafa komið fram ýmsar nýjungar í framleiðslu hjólastóla sem miða að því að gera þá þjálli og öruggari í notkun og auka notagildi þeirra. Fram til þessa hafa not- endur hjólastóla verið bundnir við það að sitja í stólum sínum eins og öðrum stólum. Mögu- leikarnir til að breyta um stöðu og stellingar hafa verið takmarkaðir og það hefur auðvitað verið baga- legt því að best er að geta hagrætt sér í stólnum og breytt stöðu líkamans oft á dag. Framleiðandi LEVO- hjólastólanna hefur nú sett á markað svokallaða stands- tóla sem eru þannig úr garði gerðir að notandi þeirra get- ur rétt sig upp og "staðið" uppréttur í stól sínum. Not- andanum líður mun betur því að í þessum nýju stólum er auðvelt að breyta um stellingu. Fólk getur hreyft sig mun meira í þessum stólum og dregur þar með úr hættu á ýmsum kyrrsetu- kvillum sem gjarnan hrjá notend- ur hjólastóla. Standstólarnir verða líka án efa til þess að auð- veldara verður fyrir notendur hjólastóla að sinna ýmiss konar verkum í umhverfi ófatlaðra. Það er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að "rísa á fætur" og skrifa á skólat- öflu eða sinna matargerð í eld- húsi með venjulegri innréttingu. Nýju stólarnir hafa því aukið stórlega möguleika hreyfihaml- aðra til að takast á við ýmis störf og stunda frístundaiðju. Framleiðandi LEVO-hjólastól- anna hefur lagt áherslu á að gera allan stjóm- og hreyfibúnað stól- anna þannig úr garði að notand- inn geti sjálfur stýrt stól sínum að öllu leyti og í því skyni er fáan- legur bæði handvirkur búnaður og rafknúinn, eftir því hvað hent- ar best. Önnur nýjung sem hentar vel með LEVO-hjólastólum er e-motion búnaður frá Alber, en það er rafknúinn léttibúnaður sem hjálpar til við akstur stólsins og er forritanlegur í samræmi við kröfur hvers notanda. E-motion hjálparmótorar Notendur hjólastóla kannast vel við það hversu margar hindr- anir verða á vegi þess sem fer um í hjólastól. I augum ófatlaðs fólks eru þær ýmist ekki til eða virðast smávægilegar. Þetta er kannski stutt brekka, ófjöfn gangstétt, malarstígur eða lágur þröskuldur, en allt getur þetta verið örðugur tálmi á för ein- staklings í hjólastól. En það er ekki aðeins við hinar sýnilegu hindranir að eiga, held- ur líka afleiðingar þein’a, sem oft er erfiðara að átta sig á en eru mjög svo raunverulegar fyrir notanda hjólastóls. Flér er um að ræða ýmiss konar álagskvilla sem oft gera vart við sig hjá not- endum hjólastóla. Líkami þeirra er ekki frekar en líkamar annars fólks gerður til að færa sig milli staða með höndunum einum, sitjandi í stól, en það veldur gríðarlegu álagi á efri hluta líkamans, hand- leggi, hendur, liði og vöðva sem getur leitt til þess að það dragi úr hreyfigetu ein- staklinga. Við það geta komið fram önnur vanda- mál, svo sem að dregur úr starfsemi hjarta og lungna og orðið geta varanlegar breytingar á líkamsstöðu sem valdið geta óöryggi og ósjálfstæði fólks. Slíkt getur leitt til félagslegrar einangr- unar. Fram til þessa hefur lausnin á framangreindum hreyf- ivanda hjólastólafólks oftast fal- ist í því að nota rafknúinn hjóla- stól. Það hefur mörgum hjálpað, en er þó ekki alltaf rétta lausnin því að svo kann að fara að not- andi stólsins fái þá of litla hreyf- ingu og tapi styrk og þoli. Einnig eru rafknúnir hjólastólar þungir og komast ekki í óbreytta íjöl- skyldubíla. Þegar um er að ræða hjólastól- afólk sem þarf á hreyfingu að halda en þarf jafnframt að draga úr því álagi sem akstur stólsins veldur á líkama þess hafa hjálp-

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.