Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 44

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 44
Reykj avíkuryfirlýsingin „Barátta fyrir fullum rétti til atvinnu" Evrópudeild Alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálfun (Workabil- ity International - Europe) eru stærstu samtök vinnuveitenda sem veita fólki með fötlun störf, þjónustu og stuðning til starfa í Evrópu. Reykjavíkur- yfirlýsingin er framlag Evr- ópudeildar Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun (WI- E) á Evrópuári fatlaðra, 2003. Aðilar samtakanna veita ár hvert yfir 800.000 fötluðum Evr- ópubúum atvinnu eða styðja þá til atvinnuþátttöku. Við teljum að í sameiningu búi sambandsaðilar yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði sem sé einstök. I Reykja- víkuryfirlýsingunni er dregin upp framtíðarsýn okkar í at- vinnumálum fatlaðra einstakl- inga, starfsaðferðir okkar og til- lögur sem vísa veginn til sam- skipunar í atvinnumálum í Evr- ópu. Við öxlum ábyrgðina á því að berjast fyrir réttinum til atvinnu fyrir þá sem njóta þjónustu okkar - fólk með fötlun. Við ætlum að beita okkur á öllum sviðum sam- félagsins, hvarvetna í Evrópu: A Evrópuþinginu, í Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hjá ríkisstjómum aðildarríkjanna og annarra Evrópulanda, í heilbrigð- isþjónustu, félagsþjónustu og hjá endurhæfingarstofnunum, í menntakerfinu og hjá atvinnu- rekendum, verkalýðsfélögum og samtökum fatlaðra og allra þeirra sem vinna að málefnum þeirra. Við tölum einni röddu og leit- umst við að tryggja að öll okkar áform miði að einu meginmark- miði: Að ryðja hvers konar hindmnum úr vegi svo að jöfn- uður til atvinnu ríki. Inngangur í mars 2002 var samin og gefin út svokölluð Madrídaryfirlýsing á Evrópuráðstefnunni um mál- efni fatlaðra, "Afnám mismun- unar og jákvæðar aðgerðir leiða til félagslegrar samþættingar". Madrídaryfirlýsingin hefur verið höfð til hliðsjónar við samningu þessarar yfirlýsingar. I henni er mælt fyrir munn yfir 50 milljóna fatlaðra Evrópubúa og sett fram framtíðarsýn um sam- virkt evrópskt samfélag byggt á mannréttindum, afnámi hvers kyns mismununar og jöfnun tækifæra. Litið er svo á að at- vinna sé grundvallaratriði þegar stefnt er að félagslegri samþætt- ingu Evrópu: "Beita veróar sértækum að- gerðum til að tryggja aðgang fatlaðra einstaklinga að atvinnu, sérstaklega á almennum vinnu- markaði. Það er ein mikilvæg- asta aðferðin til að berjast gegn félagslegri mismunun og til að styrkja fólk með fötlun í að lifa sjálfstætt og með reisn. Þetta út- heimtir ekki aðeins að virkja þurfi í meira mœli stuðningsað- ila, heldur verða stjórnvöld að mtAtounoppoRTUNines JotWWtDM* a* l'a( Forseti Workability International Eur- ope Hans Vrind afhendir Árna Magn- ússyni félagsmálaráðherra Reykja- víkuryfirlýsinguna fyrstum stjórn- málamanna í Evrópu. styrkja enn frekar þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og eru til staðar." Evrópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun styður heilshugar Madrídaryfirlýsing- una. Einkum styðjum við þá nýju sýn sem fatlaðir einstaklingar setja fram um samfélag þar sem allir hafa hlutverki að gegna og við ætlum okkur að vinna í sam- ræmi við hana í samskiptum okkar og þjónustu við fatlaða einstaklinga. Rödd fatlaðra einstaklinga heyrist nú betur en nokkru sinni fyrr. I Evrópu hafði Fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins frumkvæði að því að sett voru á stofn Evrópusamtök fatlaðra (The European Disability For- um) og hefur stutt þau æ síðan. Nú eru þau orðin að helsta vett-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.