Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 44

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 44
Reykj avíkuryfirlýsingin „Barátta fyrir fullum rétti til atvinnu" Evrópudeild Alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálfun (Workabil- ity International - Europe) eru stærstu samtök vinnuveitenda sem veita fólki með fötlun störf, þjónustu og stuðning til starfa í Evrópu. Reykjavíkur- yfirlýsingin er framlag Evr- ópudeildar Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun (WI- E) á Evrópuári fatlaðra, 2003. Aðilar samtakanna veita ár hvert yfir 800.000 fötluðum Evr- ópubúum atvinnu eða styðja þá til atvinnuþátttöku. Við teljum að í sameiningu búi sambandsaðilar yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði sem sé einstök. I Reykja- víkuryfirlýsingunni er dregin upp framtíðarsýn okkar í at- vinnumálum fatlaðra einstakl- inga, starfsaðferðir okkar og til- lögur sem vísa veginn til sam- skipunar í atvinnumálum í Evr- ópu. Við öxlum ábyrgðina á því að berjast fyrir réttinum til atvinnu fyrir þá sem njóta þjónustu okkar - fólk með fötlun. Við ætlum að beita okkur á öllum sviðum sam- félagsins, hvarvetna í Evrópu: A Evrópuþinginu, í Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hjá ríkisstjómum aðildarríkjanna og annarra Evrópulanda, í heilbrigð- isþjónustu, félagsþjónustu og hjá endurhæfingarstofnunum, í menntakerfinu og hjá atvinnu- rekendum, verkalýðsfélögum og samtökum fatlaðra og allra þeirra sem vinna að málefnum þeirra. Við tölum einni röddu og leit- umst við að tryggja að öll okkar áform miði að einu meginmark- miði: Að ryðja hvers konar hindmnum úr vegi svo að jöfn- uður til atvinnu ríki. Inngangur í mars 2002 var samin og gefin út svokölluð Madrídaryfirlýsing á Evrópuráðstefnunni um mál- efni fatlaðra, "Afnám mismun- unar og jákvæðar aðgerðir leiða til félagslegrar samþættingar". Madrídaryfirlýsingin hefur verið höfð til hliðsjónar við samningu þessarar yfirlýsingar. I henni er mælt fyrir munn yfir 50 milljóna fatlaðra Evrópubúa og sett fram framtíðarsýn um sam- virkt evrópskt samfélag byggt á mannréttindum, afnámi hvers kyns mismununar og jöfnun tækifæra. Litið er svo á að at- vinna sé grundvallaratriði þegar stefnt er að félagslegri samþætt- ingu Evrópu: "Beita veróar sértækum að- gerðum til að tryggja aðgang fatlaðra einstaklinga að atvinnu, sérstaklega á almennum vinnu- markaði. Það er ein mikilvæg- asta aðferðin til að berjast gegn félagslegri mismunun og til að styrkja fólk með fötlun í að lifa sjálfstætt og með reisn. Þetta út- heimtir ekki aðeins að virkja þurfi í meira mœli stuðningsað- ila, heldur verða stjórnvöld að mtAtounoppoRTUNines JotWWtDM* a* l'a( Forseti Workability International Eur- ope Hans Vrind afhendir Árna Magn- ússyni félagsmálaráðherra Reykja- víkuryfirlýsinguna fyrstum stjórn- málamanna í Evrópu. styrkja enn frekar þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og eru til staðar." Evrópudeild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun styður heilshugar Madrídaryfirlýsing- una. Einkum styðjum við þá nýju sýn sem fatlaðir einstaklingar setja fram um samfélag þar sem allir hafa hlutverki að gegna og við ætlum okkur að vinna í sam- ræmi við hana í samskiptum okkar og þjónustu við fatlaða einstaklinga. Rödd fatlaðra einstaklinga heyrist nú betur en nokkru sinni fyrr. I Evrópu hafði Fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins frumkvæði að því að sett voru á stofn Evrópusamtök fatlaðra (The European Disability For- um) og hefur stutt þau æ síðan. Nú eru þau orðin að helsta vett-

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.