Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 19

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 19
Hjálpartæki Nýjasta afurð danska fyr- irtækisins R82 er Panda bílstóllinn. R82 var stofnað árið 1982 í Danmörku og er fyrst og fremst þekkt fyrir hönnun og fram- leiðslu á vörum fyrir fötluð börn. Þar má fyrst nefna Panda vinnustólinn, Panther hjólastól- inn, Flamingo salernisstólinn, Tiger 2000 kerruna ásamt miklu úrvali af stand- og göngugrindum. Panda bílstóllinn hefur sömu uppbyggingu og Panda vinnu- stóllinn, en bílstóllinn kemur á nýrri grind með sleða. Vegna góðrar hönnunar á Panda bílstóln- um þá hentar hann flestum gerð- um bifreiða. Á ferð veitir stóllinn mjög þægilegan og góðan stuðn- ing eins og þeir þekkja sem notað hafa Panda vinnustólinn. Bamið þreytist mun síður á ferðalögum og getur notið ferðarinnar betur. Það situr hátt í stólnum og sér auðveldlega út. Hið mikla úrval aukahluta sem í boði er fyrir Panda vinnustólinn er að sjálf- sögðu einnig hægt að fá á Panda bílstólinn, s.s. mismunandi höfuð- púða, hliðarstuðning og fótahvíl- ur. Stóllinn kemur alltaf með höf- uðpúða. Uppsetningin á stólnum er mjög auðveld og að sama skapi er ein- falt að taka stólinn út úr bílnum þegar ekki er þörf á honum. Með stólnum fylgir tveggja punkta belti sem hægt er að skrúfa í fest- ingamar sem eru fyrir í öryggis- belti bílsins. Ekki þarf að bora í bílinn til að festa stólinn. Þar að auki krækist grind stólsins upp fyrir bak sætisins og hæðarstillan- legir fætur em látnir nema við gólf bílsins. Þetta gerir stólinn stöðugri og veitir baminu öryggi og þægilegri ferð. Stóllinn er festur á grindina með sleða. Með einu handtaki er stóll- inn losaður úr læsingu og hann togaður út úr bílnum. I sama handtaki snýst stóllinn um 45° og snýr því beint á móti foreldri og bami eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þá er hægðarleikur einn að lyfta baminu í stólinn, festa það og renna stólnum til baka þar sem í eftirfarandi töflu má sjá skilgreiningu fyrir Panda bílstólinn Panda 2 Swing-Out Panda 2V1 Swing-Out Panda 3 Swing-Out Panda 4 Swing-Out Aldur 0,9 - 2 ára 11/2-4 ára 3 - 6 ára 6 -12 ára Sætisdýpt 24 cm 28 cm 31 cm 36 cm Sætisvídd 22 cm 25 cm 29 cm 32 cm Halli 12-23° 13-23° 13-23° 13-23° Þyngd 19 kg 20 kg 20 kg 21 kg hann læsist aftur. Það er því mjög auðvelt að flytja bamið úr einu sæti í annað. Hægt er að nota öll belti og vesti frá R82 sem ganga við Panda vinnustólinn með þessum stól en R82 hefúr sérhannað 5 punkta belti sérstaklega fyrir þennan stól. Athuga ber þó að alltaf verður að festa bamið í 3 punkta öryggis- belti bílsins, óháð því hvaða belti bamið er fest með í stólinn! Þar sem Panda stóllinn er til í 4 stærðum þá er hægt að nota Panda bílstólinn mjög lengi, eða frá um það bil 9 mánaða til 12 ára aldurs (9-36 kg). Það er hægt að velja hvoru meg- in stóllinn sveiflast út úr bílnum og hann passar bæði í aftursæti og farþegasæti að framan. Þó ber að hafa í huga að ekki skal hafa bam undir 20 kg í farþegasæti að fram- an. Nánari upplýsingar um stólinn er að finna á heimasíður R82, www.r82.dk eða hjá A.Karlssyni hf sem er umboðsaðili fyrir R82 á íslandi. Sigurður H. Jóhannsson sölustjóri A.Karlsson hf. Netfang: sigurdur@akarlsson.is tímarit öryrkjabandalagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.