Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 30

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 30
Opnugrein ari stefnumótun þó markmiðin liggi víðast fyrir. Hvað atvinnumál fatlaðs fólks varðar þá er þessi stefnumótun í samræmi við 23. grein Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar er kveðið mjög skýrt á um réttindi allra til at- vinnu. Þar segir að allir skuli eiga rétt á að hafa atvinnu og til að velja sér starfsvettvang. Vinnuaðstæður í fyrirtækjum eiga að vera góðar og réttlátar og stjómvöldum ber að vemda alla þegna samfélagsins fyrir at- vinnuleysi. Þar segir einnig að allir eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu. A grundvelli þessa hafa ýmis ríki á síðari ámm leitast við að innleiða virkari atvinnumála- stefnu en áður tíðkaðist. Megin- markmiðið hefur verið að vinna markvisst gegn lítilli atvinnu- þátttöku fatlaðra einstaklinga og að því að auka hlutdeild þeirra í atvinnulífinu. Alþjóða vinnu- málastofnunin hefur nýverið gef- ið út rit ( The Right to Decent Work of People with Disabil- ities) sem ætlað er að vera efni- viður til undirbúnings að yfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra einstaklinga. í þessu riti er meðal annars gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem þær þjóðir beita sem innleitt hafa virka atvinnumálastefnu til að tryggja sem flestum atvinnu. Þessar aðgerðir hafa einkum beinst að nokkmm þáttum. I fyrsta lagi hefur verið unnið gegn því að bótakerfið hindri það að einstaklingar sækist eftir störfum á almennum vinnumark- aði, þ.e. breyta kerfinu úr vinnu- letjandi bótakerfi í atvinnuhvetj- andi bótakerfi. í öðru lagi er unnið að því á öll- um sviðum að samþætta (mains- treaming) þjónustu við fatlaða einstaklinga og þjónustu við aðra þjóðfélagsþegna. Þetta á einnig við um atvinnumál. Ekki er leng- ur litið á það sem ásættanlegan hlut að atvinnumál fatlaðra séu aðgreind frá atvinnumálum ann- arra. I þriðja lagi er unnið markvisst að því að auka menntun og þjálf- un til að styrkja möguleika fatl- aðs fólks á almennum vinnu- markaði. I fjórða lagi er það talið gmnd- vallaratriði að vinnuveitendur og samtök þeirra verði virkari og taki fullan þátt í að vinna að því markmiði að auka atvinnuþátt- töku fatlaðra einstaklinga. Vinnuaðstæður í fyr- irtækjum eiga að vera góðar og réttlátar og stjórnvöldum ber að vernda alla þegna sam- félagsins fyrir atvinnu- leysi. Þar segir einnig að allir eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu. í fimmta lagi er talið mikilvægt að styrkja og efla það stuðnings- kerfi sem er til staðar og hefur það að markmiði að styðja fatl- aða einstaklinga í atvinnu á al- mennum vinnumarkaði. I sjötta lagi em löndin annað- hvort að ræða það að setja lög sem banna mismunun og að- skilnað (anti-discrimination leg- islation) eða að leita leiða til ár- angursríkari framkvæmdar á þegar settri löggjöf í þessa vem. I sjöunda lagi og að lokum má nefna að ríki sem búa við kvóta- kerfi sem skyldar fyrirtæki yfir ákveðinni stærð að ráða ákveðið hlutfall starfsmanna úr hópi fatl- aðra einstaklinga, leita nú allra leiða til að gera þetta kvótakerfi virkara en það hefur reynst til þessa. Leirgerðarmenn á Vinnustofu Svæðisstjórnar Suðurlands. Helstu niðurstöður Hér verður reynt að draga sam- an nokkur meginatriði sem fram koma í rannsókninni á stöðu at- vinnumála fatlaðra einstaklinga á Islandi. Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er sú að mikið skort- ir á að stjómvöld fylgi eftir þeirri stefnu sem fram kemur í lögum og reglugerðum. Stjómvöld taka á málum þegar vandamál koma upp en láta þá sem vinna í mála- flokknum afskiptalausa þess á • milli. Stjómvöld em ekki ger- endur í stefnumótun og enn síður aðilar sem skapa nýjungar og hrinda þeim í framkvæmd. Fmmkvæðið er hjá einstakling- um og samtökum fatlaðra. Hjá stjómvöldum er ekki að sjá að hugmyndafræði skipti máli eða þá að hún sé lögð til gmndvallar. Stjórnvöld bregðast við við- brögðum umhverfisins með að- ferðum smáskrefakenningarinnar x.wnxmw 3 www.obi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.