Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 5

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 5
Yfirlit formanns Yfirlit formanns Öryrkjabandalags íslands Garðars Sverrissonar - frá aðalfundi ÖBÍ 9. október 2003 Evrópuár fatlaðra Vegna þess alvarlega ágrein- ings sem upp kom milli stjóm- valda og Öryrkjabandalags ís- lands vegna undirbúnings Evr- ópuárs fatlaðra fór vemleg vinna i það á fyrri hluta þessa árs að fínna farsæla lausn á þeim ágreiningi. í stuttu máli snerist málið um það að við höfnuðum því algerlega að eiga nokkurt samstarf við stjómvöld um þetta ár nema þau ábyrgðust einhverj- ar þær lágmarksaðgerðir sem skila myndu öryrkjum raunhæf- um kjarabótum. Ekki væri um það að ræða af okkar hálfu að taka þátt í veislu- og ræðuhöld- um, sitjandi fyrir á ljósmyndum með ráðamönnum, ef ekki væri að fullu tryggt að um áþreifan- legar kjarabætur yrði að ræða - kjarabætur sem okkar fólk gæti vegið og metið í krónum og aur- um. Fyrstu viðbrögðin við þessari afstöðu bandalagsins vom þau að reynt var ítrekað að reka fleyg í samstöðu okkar, reynt að lokka ýmis aðildarfélög til þátttöku í einni eða annarri mynd. En eins og áður, þegar við höfum átt und- ir högg að sækja, sýndu aðildar- félögin og forystumenn þeirra aðdáunarverða staðfestu og höfnuðu algerlega hvers kyns samstarfi á meðan lágmarks- kröfu Öryrkjabandalagsins væri ekki svarað skýrt og skilmerki- lega. Af hálfu annarra Evrópu- landa var ítrekað leitað eftir upp- lýsingum frá íslenskum stjóm- völdum um það hvernig þau hygðust vinna með heildarsam- Formaður Öryrkjabandalagsins var vígreifur á aðalfundinum. tökum fatlaðra á Evrópuárinu. Við þessari málaleitan var vita- skuld ekki nokkur leið að bregð- ast án þess að geta þess um leið, sem formaður ÖBI hafði raunar gert á vettvangi Evrópusamtaka fatlaðra, að íslensk stjórnvöld hefðu ekki enn treyst sér til að koma til móts við lágmarkskröfu Öryrkjabandalagsins um að bæta lífsgæði öryrkja með raunhæfum aðgerðum. Þegar við bættist að á sjálfu Evrópuári fatlaðra voru nú einnig að fara í hönd Alþingis- kosningar í landinu mátti ríkis- stjóm Islands ljóst vera hvað til hennar friðar heyrði ef ekkert yrði aðhafst. Það hafði Öryrkja- bandalagið sýnt Qómm ámm áð- ur, fyrir þingkosningamar 1999, að þótt öryrkjar hefðu ekki verk- fallsrétt gætu þeir beitt áróðurs- aðferðum sem erfíðara gæti reynst að verjast en nokkm verk- falli - áhrifavaldi sem óhugsandi væri að beita nema því aðeins að okkur hefur, hvað sem öðm líður, tekist að virkja almenningsálitið og fá drjúgan meirihluta þjóðar- innar til fylgis við okkar málstað, eins og staðfest hefur verið í fleiri en einni skoðanakönnun. Fyrir bragðið má segja að hér hafí því verið um eins konar verkfallsástand að ræða, þar sem þrýstingurinn fór sívaxandi og stjómvöldum orðið ljóst að ef ekkert yrði aðhafst kæmist Ör- yrkjabandalagið ekki hjá því að blanda sér beint í kosningabarátt- una með fullum og áður óþekkt- um þunga. Til viðbótar hafði því skýrt verið komið til skila að ef fullnægjandi svör bæmst ekki frá stjómvöldum myndi bandalagið leita samstarfs við verkalýðs- hreyfínguna um Evrópuár fatl- aðra, en fyrirheit um slíkt sam- starf lágu þá þegar fyrir af hálfu forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar. Þótt formlega bæri ráðherra fé- lagsmála ábyrgð á Evrópuárinu tók málið óhjákvæmilega að flytjast yfír á herðar trygginga- málaráðherra. Eftir að birst hafði heilsíðuauglýsing með áskomn ÖBI til ríkisstjórnar Islands var formaður bandalagsins kallaður á fund tryggingamálaráðherra þar sem fram kom að ráðherra hefði fullan skilning á því að vilji Öryrkjabandalagsins stæði til þess að Evrópuár fatlaðra yrði annað og meira en ræðuhöld og veisluglaumur. Vandinn væri hins vegar sá að gengið hefði verið frá fjárlögum og því erfítt að koma með úrbætur sem köll- uðu á umtalsverð fjárútlát. For- tímarit öryrkjabandalagsins viiiiMwwwwrtiMHiwp.i" .........- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.