Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 51

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 51
 I áS>fcóIafer&alag tíl ^anartepía að er spenna og eftir- vænting í loftinu. Flug- vélin stendur við enda flugbrautarinnar og hreyflarn- ir eru komnir á fullt. Hinn glæsilegi farkostur brunar af stað og tekst á loft. Fjórir ung- ir framhaldsskólanemar og kennarar þeirra halda á vit ævintýranna. Ferðinni er heit- ið til Kanaríeyja. Margra mánaða undirbúningi er nú lokið og langþráð stund runnin upp. I Safamýrarskóla, sem er sér- skóli fyrir alvarlega þroskahefta og fjölfatlaða nemendur, hefur undanfarin ár verið starfrækt framhaldsdeild. Vorið 2002 kom upp sú hugmynd hjá kennurum framhaldsdeildar GG að fara í skólaferðalag á sólarströnd líkt og gert er í öðrum framhaldskól- um. Um haustið var hafist handa við að undirbúa ferðina. Að mörgu var að hyggja. Ljóst var að ferðin yrði nemendum dýr þar sem hver þeirra þyrfti sinn fylgdarmann. Fjáröflun var sett í gang í byrjun hausts og var beitt jafnt hefðbundnum sem óhefð- bundnum aðferðum. Nemendur og kennarar seldu klósettpappír, kaffi og fleira í stórum stíl. Fjár- öfiunin gekk svo vel að kennur- unum voru boðin störf hjá ónefndu fyrirtæki úti í bæ! Einnig útbjuggum við myndræna félags- hæfnisögu sem fjallaði um væntanlega flug- ferð og dvölina á Kan- arí en félagshæfnisög- ur ganga meðal annars út á það að undirbúa nemendur undir að- stæður sem eru nýjar fyrir þeim og gætu ver- ið óþægilegar. Einnig settu nemendur bekkjar- ins upp myndlistarsýningu í and- dyri skólans þar sem seld voru málverk eftir þá. Nutu nemend- ur og kennarar þar ómældrar að- stoðar Þuríðar Guðmundsdóttur myndmenntakennara. Ohætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn og var ágóði seldra mynda stór hluti af fjáröfluninni. Auk ættingja og vina var starfsfólk Safamýrarskóla einstaklega vilj- ugt að styðja við bakið á fjáröfl- uninni og eru því og öðrum sem studdu okkur færðar bestu þakk- ir. í framhaldsdeild GG eru ein- staklega hressir og skemmtilegir strákar á aldrinum 18-19 ára. Þeir eru: Bjarki Fannar Viktors- son, Garðar Reynisson, Guðfinn- ur Omarsson og Skúli Már Jóns- son. Mikil áhersla var lögð á að undirbúa þá vel undir ferðina þar sem fæstir þeirra höfðu farið til útlanda áður og óþekktar aðstæð- ur gætu valdið þeim óöryggi. Á haustönn byrjuðum við á því að fjalla um muninn á heitum og köldum löndum, meðal annars með því að sýna myndir, lesa sögur, horfa á myndbönd og út- búa töfluverkefni. Einnig út- bjuggum við myndræna félags- hæfnisögu sem fjallaði um vænt- anlega flugferð og dvölina á Kanarí en félagshæfnisögur ganga meðal annars út á það að undirbúa nemendur undir að- stæður sem eru nýjar fyrir þeim og gætu verið óþægilegar. Síð- ustu dagana fyrir ferðina var sag- an lesin aftur og aftur og eins var bókin höfð með í för og má segja að hún hafi verið okkar biblía í ferðinni. Við teljum að þessi tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.