Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 41

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 41
Sjálfboðaliðar unnu hundruð mótmælaspjalda og borða fyrir gönguna. Myndir: Þjv. Leifur Magnús Kjartansson var beð- inn að annast framkvæmdastjórn göngunnar og varð hann við þeirri beiðni. Var nú hafist handa við að útvega efni og mála á borða og spjöld. Fjöldi sjálfboða- liða gaf sig fram og var verkið unnið í félagsheimili Sjálfsbjarg- ar og á ýmsum endurhæfmgar- stofnunum. Málaðir voru hátt á annað hundrað borðar til að bera í göngunni. Blaðamannafundir voru haldnir, greinar og viðtöl um málefni fatlaðra birtust í blöðum og útvarpi. Reynt var af fremsta megni að vekja athygli á J afnrétti sgöngunni. Leitað var til félaga, fyrirtækja og einstaklinga og voru undir- tektir yfirleitt mjög góðar og jafnvel kom fyrir að menn þökk- uðu fyrir að þeim skyldi gefínn kostur á að vera með. Bifreiða- stöðvar og ijölmargir einstakl- ingar buðu aðstoð sína við að hjálpa þeim í gönguna sem ekki gátu komist á eigin vegum. A göngudaginn birtust í fjölmiðlum áskoranir frá fjölmörgum félög- um, þar á meðal stéttarfélögum, og var fólk hvatt til að mæta í Jafnréttisgönguna og vinnuveit- endur beðnir að gefa því starfs- fólki frí sem vildi taka þátt í henni. Árangurinn lét ekki á sér standa því að þrátt fyrir rigningu hópaðist fólk að Sjómannaskól- anum þennan dag upp úr hádegi. Meðal göngumanna var fólk frá verkalýðsfélögum sem höfðu tekið að sér að skipuleggja göng- una. Um klukkan tvö e.h. lagði gangan af stað og léku skóla- lúðrasveitir Árbæjar og Breið- holts undir stjóm Olafs L. Krist- jánssonar. Þá var sunginn bragur sem Pétur Þorsteinsson hafði ort í tilefni dagsins. - Fólk í hjóla- stólum fór fremst og kom öllum á óvart hversu sá hópur var fjöl- mennur, enda var þama saman komið fleira fólk en nokkurn hafði órað fyrir eins og sjá má af því að þegar hinir fremstu í göngunni komu að Kjarvalsstöð- um voru þeir síðustu að leggja af stað frá Sjómannaskólanum. Talið er að um tíu þúsund manns hafí tekið þátt í Jafnréttisgöng- unni. Eftir að borgarstjórn og borgar- stjóri höfðu boðið göngufólk vel- komið og boðið upp á veitingar vom flutt ávörp og ræður. Fyrst- ur tók til máls borgarstjórinn Eg- ill Skúli Ingibergsson. Síðan töl- uðu af hálfu Sjálfsbjargar: Rafn Benediktsson, Theódór A. Jóns- son, Amór Pétursson og Magnús Kjartansson. Því næst borgarfull- trúarnir: Sigurjón Pétursson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Kristján Benediktsson. - Að lokum talaði Vilborg Tryggvadóttir af hálfu Sjálfsbjargar og las m.a. fjöl- margar kveðjur sem borist höfðu víðsvegar af landinu. - Borgar- stjóri og borgarfulltrúar tóku í ræðum sínum mjög undir kjörorð dagsins um aukið jafnrétti til handa fötluðum. Jafnréttisgangan og fundurinn að Kjarvalsstöðum ollu ekki neinni byltingu á aðstöðu fatl- aðra enda ekki við því að búast. Að henni lokinni var mörgum mun ljósara en áður hve stóran hóp hér var um að ræða og hve mikil nauðsyn var á að þessi fjöldi gæti átt greiðan aðgang að störfum í þjóðfélaginu. Hvað gerðist eftir Jafnréttis- gönguna? Ekki var langt að bíða þess að borgaryfirvöld tækju ákvörðun um að vinna að úrbótum í mál- efnum fatlaðra og á fundi í borg- arráði þann 26. september voru eftirtalin tilnefnd í nefnd. Adda tímarit öryrkjabandalagsins 41

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.