Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 10
sem hún er, geti ekki komið fyrir í fyrri liðum í samsettum orðum eða
afleidd um vegna þess að hún hafi ekki aðgang að innri gerð slíkra orða.
Segja má að þessi tvískipting orðhlutafræðinnar í annars vegar samsetn -
ingu og afleiðslu og hins vegar beygingu sé megininntakið í kenningunni
um klofna orðhlutafræði (e. the split morphology hypothesis); sjá Perlmutt -
er (1988). Fylgismenn hennar halda því fram að beygingin sé einkum bund -
in setn ingafræðinni og að sambandi beygingarinnar og setninga fræð innar
megi lýsa með eftirfarandi hætti (sjá Anderson 1982:587):
(2) Inflectional morphology is what is relevant to the syntax.
Í setningunni í (2) felst að allar formbreytingar á orðum sem hafa með
stöðu þeirra að gera í setningunni flokkist undir beygingu. Beyging orða
stjórn ast sem sagt af því hvort orðið er frumlag, andlag, hluti af forsetn -
ing ar lið eða eitthvað annað. En beygingin virðist geta stjórnast af fleiri
hlut um. Í (1a) og (1b) sjáum við að fyrri liðirnir hesta- og ræfils- eru fall-
beygðir þótt þeir hafi ekkert sýnilegt hlutverk í setningunni og enga sýni-
lega fall stjórn. Slíkir fyrri liðir eiga ekki að geta komið fyrir samkvæmt
klofnu orð hluta fræðinni nema hægt sé að túlka þá þannig að þarna sé um
eitthvað annað en beygingu að ræða, t.a.m. afleiðslu. Hins vegar er ekki
hægt að horfa fram hjá því að beygðir fyrri liðir eru fremur algengir í
ýmsum tungu málum eins og t.d. færeysku, ensku, hollensku og norsku.
Algengast er að þeir séu tölubeygðir eða stigbeygðir en fallbeyging eins og
í (1) er sjald gæf ari. Seinni liðirnir í (1) -mennirnir og -legur, eða höfuð (e.
head) sam setta og afleidda orðsins,4 hafa því hlutverki að gegna að sýna
beyg ing ar sam ræmi á milli annars vegar frumlagsins hestamennirnir og
aðal sagn ar inn ar syntu og hins vegar frumlagsins maðurinn og sagnfylling-
arinnar ræfils legur, og eru því mikilvægir fyrir setningafræðina.
Booij (1994, 1996) setti fram kenninguna um klofna beygingu (e. split
inflection) til höfuðs kenningunni um klofna orðhlutafræði. Þar er gerð ur
greinarmunur á beygingu í fyrri liðum (e. inherent inflection) og sam -
Þorsteinn G. Indriðason10
4 Höfuð er sá hluti samsetningarinnar sem ber þá beygingu sem ræðst af setn ingarlegu
umhverfi. Í germönskum málum er það seinni eða síðasti liður sam settra orða sem ber
beyginguna. Fyrri liðurinn er þá nefndur non-head sem á íslensku gæti útlagst andhöfuð
(sjá t.d. Booij 1994). Andhöfuðið er oft einhvers kon ar ákvæðisorð með höfðinu en vísar
ekki til einhvers sérstaks eins og höfuðið gerir. Þetta sést vel í eignarfallssamsetningunni
hesta-mennirnir í (1a). Fyrri lið ur inn vísar ekki til ákveðinna hesta heldur hefur hann
almenna (e. generic) vísun. Í róm önskum málum er þetta dálítið öðruvísi því að þar er fyrri
liðurinn yfirleitt höfuð samsetningarinnar (sjá t.d. umfjöllun hjá Fanselow 1988 og Scalise
1988).