Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 45
Í töflu 6 má sjá dæmi um frumlagslausar (ópersónulegar) þolmyndarsetn-
ingar í íslensku (sjá Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og Heimi
Frey Viðarsson væntanl.):
% yngsti hópur % elsti hópur
(159 málhafar) (261 málhafar)
já ? nei já ? nei
(68) Eigendurnir segja að hafi verið
unnin skemmdarverk 34,8 29,3 35,9 25,6 25 49,4
(69) Í blöðunum segir að hafi verið
bjargað þremur sjómönnum 37,7 26,5 35,8 3,8 18,5 77,7
(70) Allir vissu að hafði verið stolið
skartgripum 33 27,2 39,8 12,8 26,3 60,9
Tafla 6: Frumlagseyða í skýringarsetningum í íslensku.
Þetta tilbrigði fær dræmar undirtektir en jákvæðari þó í yngri hópnum.
Tafla 7 sýnir dæmi um spurnarsetningar, annars vegar með frumlags -
eyðu (71 og 73) og hins vegar með það-innskoti (72 og 74) (sjá Höskuld
Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og Heimi Frey Viðarsson væntanl.):
% yngsti hópur % elsti hópur
(159 málhafar) (261 málhafar)
já ? nei já ? nei
(71) Þau vita ekki hvort hafa verið rottur
undir gólfinu 27,4 23,6 49 17,9 25,6 56,4
(72) Þau vissu ekki hvort það væru
komnir gestir 76,4 17,4 6,2 70,1 14 15,9
(73) Hvern hélst þú að hefði verið talað
við? 48,2 24,9 26,8 58,5 21,4 20,1
(74) Hvaða máli hélst þú að það hefði
verið sagt frá? 48,8 29,5 21,7 28,9 26,3 44,7
Tafla 7: Frumlagseyða og leppinnskot í spurnarsetningum í íslensku.
Í spurnaraukasetningum tengdum með hvort (71)–(72) líkar flestum vel að
hafa það-innskot en mun síður að skilja frumlagsplássið eftir autt og þar
Um stílfærslu og skyld orðaraðartilbrigði í íslensku og færeysku 45