Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 128

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 128
algeng. Þessi tákn eru hluti af máli ákveðins hóps málhafa ÍTM og eru þau því ekki óæskileg í þeirra hugum. Þótt gagnrýnin umræða um tungumál sé mikilvæg er auk þess brýnt að vekja máls á ólíkri málnotkun og viðhorfum fólks til hennar og er það markmið þessara skrifa. Um leið viljum við stuðla að aukinni þekkingu á ÍTM og sérkennum þess. Gerð verður grein fyrir áðurnefndum þremur aðferðum við tengingu setningarliða og fjallað verður um tilbrigði í notk- un þeirra. Þá verður uppruni táknanna OG, EN og EÐA einnig rakinn og fjallað verður um áhrif hans á það hvaða málhafar nota þessi tákn og hvernig litið er á þau. 2. Aðaltengingar í íslenska táknmálinu Táknum er hægt að skipa í flesta af þeim orðflokkum sem raddmál hafa, þ.e. við getum talað um tákn sem jafngilda nafnorðum, sagnorðum, lýs - ingar orðum o.s.frv., bæði hvað varðar merkingu og formleg einkenni.5 Nafnorð í táknmálum eru t.a.m. heiti á einhverju, geta verið sérnöfn eða samnöfn og þau geta einnig tekið fleirtölu. Þá lýsa sagnorð í táknmálum verknaði eða segja til um ástand einhvers og þau geta falið í sér mál fræði - legu formdeildirnar persóna og tala (sjá t.d. Valli o.fl. 2011:100–110 og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur 2011). Smáorð, eins og samtengingar og forsetningar, eru yfirleitt tjáð með líkamsfærslum, fingraraðhólfum og bendingum fremur en sérstökum táknum (sjá t.d. Rannveigu Sverris - dóttur 2005). Í sumum táknmálum, t.d. ameríska táknmálinu (ASL, e. American Sign Language) og danska táknmálinu (DTS, d. dansk tegnsprog) eru þó til ákveðin tákn til að tengja saman setningarliði og mynda þau tákn því orðflokkinn samtengingar (Valli o.fl. 2011:109 og Kristoffersen (ritstj.) 2008). Í ÍTM er hægt að tengja saman setningarliði með því að nota líkams- færslur og fingraraðhólf en einnig eru til tákn fyrir samtengingar. Þegar Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir128 5 Þrátt fyrir ólíkan miðlunarhátt jafngilda tákn í táknmálum orðum í raddmálum og hugtök sem hafa verið þróuð í rannsóknum á raddmálum nýtast til umræðu um táknmál og við rannsóknir á þeim. Hvert tákn er byggt upp af smærri einingum og táknum er raðað saman til að mynda setningar. Skilgreiningar á íslenskum málfræðihugtökum hafa oftar en ekki skírskotun í hljóð eða orð og gætu því virst óhentug til að lýsa táknmáli. En þótt fjöl- mörg hugtök um íslenska málfræði eigi við um hljóð og orð, fremur en hreyfingu og tákn, eru mörg þeirra almenn málvísindaleg hugtök og eiga því jafnt við um orð og tákn. Hugtök líkt og nafnorð, sagnorð, orðflokkar, orðhlutafræði og hljóðkerfisfræði er því hægt að nota bæði þegar fjallað er um raddmál og táknmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.