Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 107

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 107
un sem ekki hefur neitt hljóðkerfislegt gildi og í báðum tilvikum er þessi hljóðfræðilega aðlögun skýrt aðgreind frá „raunverulegri framgómun“ í mál un um. Vegna þess að hin hefðbundna framgómun í færeysku er (eða var) ennþá róttækari en sú íslenska er auðveldara að heyra muninn á hljóð - fræðilegu framgómuninni og þeirri hefðbundnu í færeysku. Í því sambandi skiptir í raun engu máli hvort hefðbundna framgómunin er ennþá lifandi regla í færeysku eða ekki eða hvar hún á heima í lagskiptingu málkerfis- ins.19 Hljóðfræðilega aðlögunin er augljóslega annars eðlis. 4. Að heyra málhljóð stuðla saman Síðasta, og í raun mikilvægasta, rannsóknarspurningin sem var nefnd hér framar var þessi: (1) c. Skipa málnotendur málhljóðum í jafngildisflokka vegna þess að þeir „heyra þau stuðla saman“ eða heyra málnotendur hljóð stuðla saman af því að þau tilheyra sama jafngildisflokki? Hér held ég að svarið hljóti að vera það að málnotendur „heyra málhljóð stuðla saman“ vegna þess að þau tilheyra sama jafngildisflokki en ekki öfugt. Þetta á þó væntanlega bara við um þá sem hafa svokallað brag - eyra. Það er reyndar ekki auðskýrt fyrirbæri en þó er staðreynd að sumir eiga auðvelt með að heyra hvað stuðlar saman og hvað ekki, hvenær stuðlar standa á réttum stað og hvenær ekki en aðrir gera sér enga grein fyrir þessu. Þessi tilfinning hefur síast inn í þá sem hafa brageyra án þess að þeim hafi verið kennt nokkuð um þetta. Trúlega fer þeim nú fækkandi sem hafa brageyra. Ágæta lýsingu á eðli brageyrans og mikil- vægi þess má lesa hjá Heimi Pálssyni (2006:39). Af henni má ráða að það að heyra og hlusta á hefðbundinn kveðskap, jafnvel læra hann utan að, skapi þessa tilfinningu og bein kennsla komi þar ekkert við sögu.20 Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 107 19 Hér má hins vegar nefna að í færeysku koma hálflokhljóðin [ʧh, ʧ] ekki bara fyrir þar sem framgómun uppgómmæltra lokhljóða verður (eða hefur orðið) heldur líka í orðum þar sem ritað er tj- (tjaldur) og dj- (djór ‘dýr (no.)’). Miðað við þá tilgátu um stuðlun sem lýst er hér framar gæti þetta valdið því að hálflokhljóðin stuðluðu ekki við /k, g/ í fær- eysku. Því miður er örðugt að prófa það því að Færeyingar hafa að mestu týnt niður hefðbundinni stuðlasetningu og þar með brageyra. 20 Brageyrað, eða tilfinning fyrir stuðlum, er líka til umræðu í nýlegum bragfræðirit- um, svo sem doktorsritgerð Ragnars Inga Aðalsteinssonar (2010:59–61) og bragfræðiriti Kristjáns Árnasonar (2013:176 o.áfr.), eins og yfirlesari bendir á. Þar kemur þó að sumu leyti fram meiri trú á lærðar reglur en hjá Heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.