Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 158
Í kjölfar þessa fyrirlestrar Chomskys koma síðan greinar ellefu fræðimanna,
aðallega úr málvísindum en einnig sálfræði og mannfræði. Fyrst er greinin „Mál -
fræðibylting Chomskys“ eftir Höskuld Þráinsson sem er nokkurs konar inngangs-
grein um málvísindakenningar Noams Chomskys og áhrif þeirra. Annars vegar er
þar fjallað um hugmyndir Chomskys, úr hverju þær eru sprottnar og hver sérstaða
hans var á sínum tíma, og hins vegar um áhrif hugmynda hans á hin ýmsu svið mál-
vísinda og hvernig þau tengjast við ýmis önnur fræðasvið. Í næstu grein, „Chomsky
og hugfræðibyltingin“, rekur Jörgen Pind hvaða þátt Chomsky átti í þeim miklu
umskiptum innan vísindalegrar sálfræði sem urðu á sjötta áratug síð ustu aldar þegar
atferlishyggjan þokaði að miklu leyti fyrir hugrænni sálfræði en þar ber helst að
nefna frægan ritdóm hans gegn skrifum atferlissálfræðingsins B.F. Skinners. Í kjölf-
arið ræðir Árni Kristjánsson í grein sinni enn frekar um áhrif Chomskys innan
sálfræði, nánar tiltekið innan vísinda sjónskynjunar, en grein hans nefnist „Meðfædd
hugartæki: Noam Chomsky og nútímakenningar um sjónskynjun“. Sigríður Sigur -
jóns dóttir fjallar síðan í grein sinni „Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki“ um
hvaða áhrif kenning Chomskys um með fæddan málhæfileika manna hefur haft á
rannsóknir á máltöku barna og gildi slíkra rannsókna.
Í næstu grein, „Örkin hans Nóa: Nim Chimpsky og við hin“, kveður við svo-
lítið annan tón þar sem Gísli Pálsson setur fram rök gegn kenningunni um
meðfæddan málhæfileika og aðgreiningu milli manna og annarra dýra en í því
skyni fjallar hann um rannsóknir á simpönsum og þá sérstaklega einum sérstök-
um, Nim Chimpsky. Nánar er farið í helstu hugmyndir og kenningar Chomskys
í grein Þórhalls Eyþórssonar, „Málmyndun, málkunnátta og algildismálfræði“, en
hann byggir hana einkum á fyrirlestri Chomskys sem birtist í 1. kafla en einnig
öðrum nýlegum fyrirlestrum sem Chomsky hefur haldið, skrifum hans og annarra
fræði manna. Þar kemur meðal annars fram að ein af meginhugmyndum Chomskys
um mannlegt mál sé að setningamyndunin sé miðlæg og óháð merkingarlegri
túlkun setningarinnar og merkingarfræðin sé eins konar „húshjálp“ setninga -
fræðinnar. Það er einmitt þessi „húshjálp“, merkingarfræðin og viðhorf Chomskys
til hennar sem vísindalegs viðfangsefnis, sem er umfjöllunarefni greinar Matthews
Whelptons, „Chomsky: Hostile to Semantics?“ Niðurstaða hans er sú að Chomsky
álíti að ekki sé hægt að nálgast merkingarfræðina á vísindalegan hátt nema í gegn-
um setningafræðina.
Vegna áherslu Chomskys á sálarlífið sem uppsprettu tungumáls hefur hann
haft litla trú á textasöfnum sem grunni fyrir rannsóknir á mannlegu máli en í
greininni „Chomsky og gagnamálfræði“ fjallar Eiríkur Rögnvaldsson um þessa
van trú Chomskys og hvaða neikvæðu áhrif hún hefur haft á þessa undirgrein
málvísinda en einnig hvernig viðsnúningur er að verða í afstöðu til hennar meðal
þeirra sem starfa í anda Chomskys. Því næst kemur greinin „Chomsky og kenn-
ingar um tileinkun annars máls og erlendra mála“ þar sem Birna Arnbjörnsdóttir
leitast við að skýra áhrif hugmynda Chomskys um eðli tungmáls og máltöku á
kenningar og rannsóknir á sviði annarsmálsfræða. Í grein Kristjáns Árnasonar
Ritdómar158