Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 59
(7) a. Sýnist mér að eg sé eigi meir vanvirður í þessu máli en Hallvarður.
Ögmundar þáttur dytts, Íslendinga sögur (1985:1986:2338)
b. Þorsteini sýndist maðurinn vera hinn fríðasti.
Vatnsdæla saga, Íslendinga sögur (1985:1986:1844)
(8) a. að svo litlum sökum sem mönnum virtist að Þorgils hefði til gert við
biskup.
Þorgils saga skarða, Sturlunga saga (1988:719)
b. eg vildi gjarna að þú hefðir góða kosti en mér virðist hann vera vel
til þín.
Harðar saga og Hólmverja, Íslendinga sögur (1985–1986:1256)
Hins vegar eru engin dæmi í fornu máli um blönduðu setningagerðina.
Það er ekki fyrr en snemma á 19. öld sem fara að sjást setningar með til-
finninga- og skynj unar sögn um þar sem aukasetningin er tengd með að
þrátt fyrir að sögn hennar standi í nafn hætti, eins og í (2) og (3) hér að
framan. Elstu dæmin sem ég hef fundið um þetta eru frá 1829, með þykja
og finnast (í (10) er raunar leppur í frumlagssætinu en það kemur út á eitt):
(9) og þókti hønum ad eg vera knár og lagligur á verkum á þeim aldri.
Ármann á Alþingi (1829:15)
(10) Að sönnu finnst mér stundum að það vera farinn að lifna í mér ofur-
lítil Musa.
Brynjólfur Pétursson (1964:7) Bréf (bréfritari úr Skagafirði, f. 1810)
Þegar leitað er að dæmum um blönduðu setn ingagerðina skjóta brátt upp
koll inum dæmi sem í fljótu bragði virðast annars eðlis en taka þó til sömu
sagna að hluta til — sagn anna sýnast og virðast. Það eru tengdar frumlags-
lausar nafn háttar setn ingar, eins og (11)–(15). Sú setningagerð er væntanlega
ótæk að flestra mati í nútíma máli, en allt frá upp hafi 19. aldar og nokkuð
fram á 20. öld má finna fjölda dæma um hana í bréfum, blöðum, tímaritum
og bókum, rétt eins og um blönduðu setn inga gerðina. Reyndar koma áþekk
dæmi fyrir þegar í fornu máli og verður komið að þeim í 3.2, en úr blöðum
og tíma ritum frá fyrstu ára tugum 19. aldar má nefna þessi dæmi:
(11) Þessi fridur sýnist einasta ad vera gjørdur til málamindar.
Minnisverð tíðindi (1803:67)
(12) svo sèrlegar tídarinnar kríngumstædur sýnast ad hafa giört slík
óhöpp óum flýan leg medal flestra þióda.
Íslensk sagnablöð (1816:33)
Setningarugl? 59