Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 159

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 159
„Chomsky og/eða Halliday?“ er sett fram gagnrýni á þá nálgun Chomskys að málið eigi sér rætur í sálarlífi einstaklingsins og þróist á svipaðan hátt og líffæri, háð erfðabundinni forskrift og talað fyrir nálgun Hallidays sem felur í sér að litið er á tungumálið sem félagslegt táknkerfi, menningarlega sameign sem einstak- lingur getur nýtt sér. Síðasta greinin í þessum fyrri hluta bókarinnar heitir „Er eitthvert vit í algild- ismálfræðinni?“ og er eftir Jóhannes Gísla Jónsson en þar fjallar hann um harða gagn rýni fræðimannanna Nicholas Evans og Stephens Levinsons á kenningu Chomskys um algildismálfræðina og viðbrögð annarra fræðimanna við henni. Með þessari grein lýkur umfjölluninni um kenningar Chomskys innan málvís- inda og hvaða áhrif þær hafa haft á ýmsar undirgreinar málvísinda og sálfræði og þá gagnrýni sem fram hefur komið á þær innan sem utan málvísinda. Síðari hluti bókarinnar er tileinkaður samfélagsrýninum Noam Chomsky og nefnist „Maður og samfélag“. Hann hefst eins og sá fyrri á fyrirlestri Chomskys sjálfs sem hann flutti 2011 í Háskóla Íslands og ber heitið „The Two 9/11s: Their Historic Significance“ en þetta var hinn eiginlegi öndvegisfyrirlestur. Þar fjallar hann um þann tvískinnung og þá hræsni sem að hans mati má finna í málflutn- ingi um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og ber í því skyni meðal annars saman tvo sögulega atburði sem gerðust 11. september og vísað er til í titli fyrirlestrarins, valdaránið í Chile 1973 og árásina á tvíburaturnana 2001. Í kjölfarið koma svo fjórar greinar um hugmyndir Chomskys um samfélagsmál. Sú fyrsta ber heitið „Fjölmiðlar og lýðræði: Kynning á áróðurslíkani“ eftir Maríu Kristjánsdóttur sem fjallar um líkan Chomskys af því hvernig áróðri er dreift í lýðræðisríkjum en það birtist í bók sem hann skrifaði með Edward S. Herman og heitir Manufacturing Consent – The Political Economy of Mass Media. Næsta grein er eftir Sigrúnu Júlíusdóttur og ber heitið „Vitund og valdefling almennings: Um áhrif og ábyrgðar - stöðu sérfræðinga og fagfólks“. Þar er fjallað um Chomsky sem áhrifavald í sam- félagsumróti 1968-bylgjunnar og vægi hans í riti, umræðu og aðgerðum á seinni hluta síðustu aldar á Norðurlöndum. Inn í þetta blandast vangaveltur um hug- myndafræðilegan grunn faglegs starfs og þekkingarfræðilega þróun í meðferðar- starfi með einstaklingum og fjölskyldum. Í greininni „The Caricature of Adam Smith: Noam Chomsky and John McMurtry on Ideal and Actual Free Markets“ fjallar Giorgio Baruchello svo um gagnrýni Chomskys og McMurtrys á frjáls- hyggjuna og að það óhefta viðskiptafrelsi sem leiddi til hrunsins árið 2008 sé skrumskæling á þeim hugmyndum sem Adam Smith setti fram á sínum tíma um hinn frjálsa markað. Síðasta greinin í þessum síðari hluta og um leið bókinni er eftir Guðna Elísson og heitir „Hver er ráðgáta Orwells? Um hlutverk gagnrýnna menntamanna í samfélagsumræðunni“. Hér fjallar Guðni um svör Chomskys við ráðgátu Orwells, sem gengur út á að skýra hvers vegna við vitum svona lítið þó að við höfum svona miklar upplýsingar, og tengir þau við gagnrýni hans á mennta - menn póstmódernismans og hugmyndir hans um samfélagslegt hlutverk hins gagnrýna menntamanns. Ritdómar 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.