Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 164
félag. Höfundinum er hins vegar sá vandi á höndum að þessum viðtölum verður
að koma til skila á tiltölulega hlutlausu máli sem er ekki bundið neinni tiltekinni
mállýsku. Til þess hefur Gunhild valið nokkuð íhaldssamt bókmál og ekki er
alveg víst að allir Norðmenn verði hrifnir af því. Það er þó erfitt að gagnrýna þá
ákvörðun með rökum.
Bókin er ekki skrifuð sem venjuleg viðtalsbók þar sem stjórnandi viðtalsins
heldur sér til hlés og lætur viðmælandann ráða ferðinni. Allt í kringum það sem
haft er eftir viðmælendunum eru hugleiðingar Gunhild sjálfrar, umræður um mál,
mállýskur, sjálfsmynd, félagslegar og menningarlegar aðstæður o.s.frv. Að því
leyti sver bókin sig í ætt við fræðibækur um félagsleg málvísindi. Þótt framsetn-
ingin sé alþýðleg og bókin ekki skrifuð fyrir málvísindamenn sérstaklega er vísað
er til rita ýmissa fræðimanna á sviði mállýskufræða og félagsmálvísinda. Þar eru
t.d. nefndir til sögunnar þekktir fræðimenn eins og Lars-Gunnar Andersson
(Svíþjóð), Pierre Bourdieu (Frakklandi), Tove Bull (Noregi), Karl-Hampus
Dahlstedt (Svíþjóð), Tore Kristiansen (Noregi/Danmörku), Gjert Kristoffersen
(Noregi), Brit Mæhlum (Noregi), Martin Ringmar (Svíþjóð), Unn Røyneland
(Noregi), Helge Sandøy (Noregi), Ulf Teleman (Svíþjóð), Arne Torp (Noregi),
Peter Trudgill (Bretlandi), Lars Vikør (Noregi), o.s.frv. Þetta eru allt kunnugleg
nöfn fyrir þá sem hafa fengist við norræn mál og mállýskur. Viðmælendurnir eru
hins vegar ýmist þekktir sem listamenn (einkum af sviði leiklistar og tónlistar),
íþróttamenn, blaðamenn, rithöfundar, eða stjórnmálamenn. Ég verð reyndar að
viðurkenna að ég þekki ekki til margra í þeim hópi — kannast þó við nöfn eins
og Vegard Ulvang (skíðagöngukappi) og Egil Drillo Olsen (knattspyrnuþjálfari)
til dæmis. En þessi ókunnugleiki minn segir auðvitað mest um takmarkaða þekk-
ingu mína á norsku menningarlífi og ekkert um val höfundar á viðmælendum.
Nafn Prøysens kemur víða við sögu í bókinni, einkum í tengslum við hug-
myndir um mál, mállýskur og afstöðu til þeirra, eins og vænta má, en auk þess
eru birtir birtir söngtextar (vísur) eftir hann, einn á undan hverju viðtali. Bókin
er skreytt fallegum landslagsmyndum, enda ekki erfitt að finna slíkar myndir frá
Noregi. Á Noregskorti fremst í bókinni má sjá að viðmælendurnir koma frá ólík-
um stöðum, svo sem eðlilegt er, allt frá Fredrikstad og Stavanger í suðri til
Kirkenes í norðri. Eins og góðum Íslandsvini sæmir víkur höfundur oft að Íslandi
og íslensku í bókinni (í næstum hverjum kafla, held ég), ekki síst íslenskum mál -
aðstæðum og þeim litla málfarsmun sem er að finna á Íslandi miðað við Noreg.
Þetta er skemmtileg og fróðleg bók — og reyndar falleg líka.
Höskuldur Þráinsson
Íslensku- og menningardeild
Háskóla Íslands
IS-101 Reykjavík
hoski@hi.is
Ritfregnir164