Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 82
Þetta er venjulega talið sýna að í tengdu setningunni verði sagnfærsla í
beygingarlið — sögnin færist fram fyrir neitunina og tengist þar beyging-
arþáttum sem gefi henni pers ónu- og tölubeygingu. Hliðstætt mynstur
kemur fram í setningum barna á mál töku skeiði (sjá t.d. Sigríði Sigur -
jónsdóttur 2005:644; Höskuld Þráinsson 2010:1070–1072).
Í (84a) er hvorki aukatenging né sagnfærsla; í (84b) er bæði aukateng-
ing og sagn færsla. Þetta má hugsa sér að skýra með því að (84a) hafi
viðaminni formgerð en (84b); það „vanti framan á“ formgerðina í (84a)
miðað við (84b) (sbr. Höskuld Þráins son 1993) þannig að básarnir sem að,
frumlagið og sögnin fylla í (84b) séu ekki fyrir hendi í (84a). Þar af
leiðandi verði frumlagið að standa neðar í formgerðinni í (84a) og sögnin
einnig — neðan við neitunina. Því til stuðnings má benda á að kjarna-
færsla er mögu leg í tengdum persónuháttarsetningum (85a) en ekki í
ótengdum nafnháttar setn ingum (85b):
(85)a. Mér fannst [að [þessa bók]i yrði ég að lesa ti]
b. *Mér fannst [[þessa bók]i verða ég að lesa ti]
Þetta má skýra með því að ótengdu nafnháttarsetningarnar hafi viðaminni
formgerð — básinn sem kjarnafærðir liðir fara í (sem er væntanlega bás-
inn þar sem frumlagið stendur venjulega í tengdu persónuháttarsetning-
unum) sé þar ekki fyrir hendi.
Ef tengingin að hefur sömu stöðu í formgerð blönduðu setninga-
gerðarinnar og hún hefur í tengdu persónuháttarsetningunum þýðir það
að formgerðin er jafn viða mikil í báðum tegundum setninga — sömu básar
ættu að vera til staðar. Þar með mætti búast við sagnfærslu í blönduðu
setningagerðinni. Sú er hins vegar ekki raunin; þegar neitun kemur fyrir
í blönd uðu setningagerðinni hagar hún sér yfirleitt eins og í nafn háttar -
setn ingunni, (84a), þ.e., sagnfærsla virðist ekki verða.26 Þetta má sjá í
eftir far andi dæm um:
Eiríkur Rögnvaldsson82
26 Vissulega má finna dæmi um að neitun standi á undan nafnháttarsögn en ekki eftir:
(i) oss fanst að það vera ekki ein einasta leiðinleg eða þreytandi lína í ritinu.
Lögberg 16. febrúar 1899, bls. 4
(ii) henni fannst nú, í fyrsta sinn í marga mánuði, að hún vera ekki síðri leikkona en
húsmóðir.
Dagur 8. janúar 1947, bls. 6
Þessi dæmi, sem eru sárafá, gætu virst benda til sagnfærslu, en eins og ritrýnir bendir á má
e.t.v. líta svo á að ekki einasta og ekki síðri eigi saman, þ.e. um sé að ræða liðneitun að ræða
fremur en setn ingar neitun.