Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 22
Kenningin um klofnu beyginguna spáir því sem sagt að allt sem flokkast
undir innri beygingu geti komið fyrir í fyrri liðum samsettra orða (og
afleiddra) en allt sem flokkast undir ytri beygingu geti ekki komið þar
fyrir. Í köflum 4.2 og 4.3 verður nánar rætt um einkenni hvorrar beyging-
ar um sig.
4.2 Nánar um innri beygingu
Eins og áður hefur komið fram voru helstu rök Booijs (1994) fyrir því að
skipta beygingunni upp í innri og ytri beygingu þau að ýmis göt væru í
innri beygingunni og að henni svipaði að mörgu leyti til afleiðslu. Ef við
skoðum hvað felst í innri beygingu í töflu 1 og berum saman við íslensku
þá finnast þar einnig ýmis göt. Þó er sérstakt við íslensku að sjaldgæft
virðist að sagnmyndir geti komið fyrir sem fyrri liðir, t.d. samanborið við
norsku þar sem finna má bæði nafnhátt og lýsingarhátt (sjá (15)). Dæmi
eins og hugsa-legur og tjá-legur (sbr. Þorstein G. Indriðason 2008:116) eru
mögu lega dæmi um nafnhátt, en annars er ekki um mörg dæmi að ræða.
Varðandi tölubeyginguna má finna ýmis göt eins og áður var á minnst.
Þannig hafa magnorðin í (21) ekki samsvarandi fleirtölumyndir:
(21) bensín, kaffi, mjólk, hveiti, skyr, sykur, te
Ekki er heldur hægt að mynda fleirtölu af eftirfarandi nafnorðum:24
(22) áræði, fjöldi, hugrekki, málstaður, reiði
Og á sama hátt þá eru nafnorðin í (23) einungis til í fleirtölu:
(23) buxur, dyr, hjón, lög, mistök, mæðgur, skyndikynni, verðlaun
Formdeildin tala virðist þannig vera líklegur kandídat fyrir innri beygingu
sam kvæmt þessum dæmum.
Eins og fram kom í 3. kafla er fallbeyging fyrri liðar í samsettum orð -
um algeng í íslensku og færeysku. Fallbeyging fyrri liðar kemur einnig
fyrir í öðrum málum eins og tyrknesku, rússnesku og huallaga quechua
(perúsku máli). Í þeim málum er hins vegar ekki um eignarfall að ræða
eins og í íslensku og færeysku heldur svonefnd merkingarleg föll, þ.e.
staðar fall, verkfærisfall og sviptifall sem tilheyra innri beygingu, „[…]
Þorsteinn G. Indriðason22
24 Eins og áður var minnst á í neðanmálsgrein þá virðist auðveldara að mynda fleirtölu
af eintöluorðum. Má í því sambandi nefna fleirtölu orða eins og verð og þjóðerni þó sumum
þyki það vont mál.