Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 13
„séð“ inn í samsett orð og á þann hátt breytt röð einstakra liða samsettra
orða eða vísað til liða inni í samsettum orðum (sjá t.d. Anderson 1992:84
og Katamba 1993:299–300).5 Á sama hátt hefði orðhlutafræðin ekki
aðgang að setningafræðinni.
Hinn skólinn gekk undir nafninu orðasafnskenningin hin minni (e.
the weak lexicalist hypothesis). Hann gerði ráð fyrir ákveðnum tengslum
milli orðasafnsins og setningafræðinnar, þannig að a.m.k. hluti beyging -
ar inn ar og e.t.v. einhver orðmyndun færi fram í setningafræðinni. Hins
veg ar voru menn ekki á eitt sáttir um það hversu mikil þessi tengsl væru.
Anderson (1982, 1992) og Perlmutter (1988) voru helstu fylgismenn þess
að orðmyndunin væri í sérstökum hluta, orðasafni, en að beygingin fylgdi
setn inga fræðinni, sbr. (2). Upp úr þeim jarðvegi spratt síðan kenningin
um klofna orðhlutafræði, þ.e. um strangan aðskilnað orðmyndunarinnar
og beyg ingarinnar þar sem hinn reglulega og virka hluta beygingarinnar
væri að finna í setningafræðinni og að beygingin tæki þar af leiðandi ekki
þátt í orð mynduninni (sjá t.d. Booij 2007:120–122). Hins vegar bentu
aðrir, eins og Sato (2010), á dæmi sem virtust sýna að orðmyndunin gæti
haft aðgang að setningafræðinni. Þannig gætu ýmsar setningagerðir, þ.e.
setningahlutar og jafnvel heilar setningar, staðið sem fyrri liðir samsettra
orða og það benti sterklega til þess að einhver tengsl hlytu að vera á milli
orðmyndun ar inn ar (orðasafnsins) og setningafræðinnar.6 Fylgismenn sterku
orða safns kenningarinnar, eins og Bresnan og Mchombo (1995), vísuðu
hins vegar slíkum hugmyndum á bug og bentu á að samsett orð með slíka
bygg ingu í fyrri lið segðu ekkert um þetta samband vegna þess að setn-
ingarnar eða setningahlutarnir væru föst orðasambönd sótt í orða safnið
og ekki mynd uð með virkum reglum í setningafræðinni.
Perlmutter (1988) rökstyður skiptingu orðhlutafræðinnar í annars vegar
orðmyndun (samsetningu og afleiðslu) og hins vegar beygingu með dæm -
um úr jiddísku. Meginþættir kenningar hans um klofnu orð hluta fræð ina
eru eftirfarandi (sjá Perlmutter 1988:95):
(4)a. Afleiðsla (þ.e. myndun afleiddra orða) fer fram í orðasafni.
b. Orðstofnar eru geymdir í orðasafni. Á sama hátt eru stofnbrigði
einnig geymd þar.
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 13
5 Áhrifamikil kenning innan þessa skóla allan 9. áratuginn og fram á þann 10. var
orðhlutahljóðkerfisfræðin (e. lexical phonology), sjá t.d. Kiparsky (1982) og Mohanan
(1986) og Þorstein G. Indriðason (1994) um íslensku.
6 Samanber eftirfarandi haft eftir Lady Gaga í fréttaþættinum 60 minutes (2011): „I’m
not one of these vomiting-in-a-bar-kind-of-girls, believe it or not“.