Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 76
(64) Þau vor verk sem fyrir vorum dómi sýnast að vera réttlát.
Gerhard (2004:15) Fimmtíu heilagar hugvekjur, 1630
(65) sá sami virðist ekki að hafa brest á nokkri gjöf.
Guðmundur Andrésson (1947:7) Deilurit, um 1650
(66) Þeirra sjálfræði sýndist að vera í annarra valdi.
Jón Ólafsson (1946:118) Reisubók, 1661
(67) eitt grenistykki, hér um 6 al., virðist að vera af brotnri siglurá.
Alþingisbækur Íslands 11, 1721–1730 (1969:284), 1725
(68) Þeir [...] sýndust at hafa meðaumkan með minne ólukku.
Holberg (1948:105) Nikulás Klím, 1745
Þótt lyfting úr ótengdum nafnháttarsetningum komi vissulega fyrir í
fornu máli (a.m.k. með kveðast og látast, sjá Eirík Rögn valdsson 1995,
1996) þarf samt ótví ræðar merkingarlegar og/eða setningafræðilegar vís -
bend ingar til að óhætt sé að túlka setn ing arnar í (64)–(68) sem lyftingar-
setningar vegna þess að sýnast og virðast voru ekki lyftingar sagnir í forn-
máli, að því er séð verður.21
Undir lok 18. aldar fara að koma fram dæmi sem erfitt er — a.m.k. frá
sjónar miði nútíma málnotanda — að túlka öðruvísi en sem frumlagslyft-
ingu þar sem ekki verður betur séð en sagn irnar sýnast og virðast séu
notaðar í nútímamerkingu og merki það sama:
(69) og ein á medal þeirra, sem allar sérdeilislega sýndust ad þjóna, og
kalladist Drottníng, lagdi egg í nockur rúm.
Campe (1799:78) Stuttur siðalærdómur fyrir góðra manna börn
(70) Allt virðist að vera herramannasetur; á alla vega stór- og smástaðir.
Magnús Stephensen (2010:25) Ferðadagbækur, 1807
Það er þó e.t.v. hugsanlegt að líta svo á að sýnast í (69) merki ‘lögðu sig
fram um’ eða ‘leit uðust við’ eða eitthvað í þá átt og sé stýrisögn, sbr. (58b);
Eiríkur Rögnvaldsson76
21 Ritrýnir spyr hverjar slíkar vísbendingar gætu verið. Merkingarlegar vísbendingar
eru flestar háðar túlkun og huglægu mati, en ótvíræð setningafræðileg vísbending væri t.d.
ef dæmi fyndust um að sýnast eða virðast tæki aukafallsfrumlag sem hlyti að vera ættað úr
aukasetningu, eins og (i). En engin slík dæmi finnast fyrr en á 19. öld.
(i) Honum virðist vera kalt