Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 114
sé merkt þegar hljómendur eiga í hlut en ekki þegar um önghljóð er að
ræða. Þess vegna er eðlilegt að málnotandi leiti „hljóðkerfislegra skýringa“
á því ef orð virðist hefjast á órödduðum hljómanda og þá er það nærtæk-
asta skýringin að þessi orð hefjist í raun á /h/ sem veldur síðan afröddun
hljómandans. Ef Magnús Pétursson (1976, 1978) og fleiri hafa síðan rétt
fyrir sér um það að [h] komi a.m.k. stundum fyrir í sumum þessara hl-,
hn-, hr-orða myndi þessi hljóðkerfislega greining málnotandans líka fá
stuðning af því. Og ef /j/ er hálfsérhljóð í íslensku, eins og ýmsir hafa talið
(þar á meðal Gunnar Ólafur Hansson 2013:201n og jafnvel líka Haukur
sjálfur) gildir sama um það og /l, m, n, r/ að þessu leyti: Það er hljómandi
(ekki „hindrunarhljóð“ (e. obstruent) eins og önghljóð) og þess vegna er
eðlilegt að málnotandinn leiti líka hljóðkerfislegra skýringa á því, ef svo má
segja, ef orð virðist byrja á órödduðu /j/ og þá er greiningin /hj/ það sem
helst kemur til greina.29 Þar með væri samstuðlunin skýrð á hljóðkerfisleg-
an hátt.
Samstuðlun hv-orða við [h] í hv-framburði verður hins vegar ekki skýrð
á sama veg með einföldu móti. Helst virðist koma til greina að segja sem
svo að fónemið /h/ hafi afbrigðið [x] á undan /v/ í máli þeirra sem hafa
hv-framburð, en síðan er það mismunandi eftir einstaklingum hvernig
þetta /v/ kemur fram í framburði, þ.e. hvort við fáum [xv], [xw] eða hvort
/v/ hverfur alveg og eftir verður bara [x] eins og tíðkast í svokölluðum
ókringdum hv-framburði. Hljóðin [x] og [h] eru auðvitað býsna lík og ekki
aðgreind í öllum málum. Kannski hefði mátt búast við því að /hv/ þróaðist
í [f] fremur en [xv], en e.t.v. hefur mikill fjöldi f-orða í málinu hindrað sam-
fall [xv] og [f].30
5. Samantekt
Eins og hér hefur verið rakið leitar Haukur oft á náðir hefðarreglna og
stafsetningar til að skýra stuðlun þegar honum sýnist að hljóðfræðilegar
Höskuldur Þráinsson114
29 Það er hins vegar rétt, eins og yfirlesari bendir á, að óraddaða afbrigðið af /j/ í
framstöðu verður oft býsna önghljóðskennt, enda oftast táknað með [ç], sem er tákn fyrir
óraddað framgómmælt önghljóð. Það /l/ sem verður til við afröddun á undan /t/ til dæmis
getur líka orðið önghljóðskennt í framburði (þ.e. [ɬ]), eins og Gunnar Ólafur bendir á
(2013:201) en óraddaða /l/-ið í framstöðu orða eins og hlátur hljómar yfirleitt ekki þannig.
30 Reyndar mun ekki dæmalaust að orð rituð með hv- séu borin fram með [f] í fram -
stöðu. Til þess bendir a.m.k. vísubrot sem ég heyrði fyrir löngu og hefst einhvern veginn
svona: Fur fjandinn hóar og fað gengur á …, þ.e. Hvur fjandinn hóar og hvað gengur á … Þarna
var, að ég held, verið að herma eftir framburði einhvers eða einhverra.