Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 114

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 114
sé merkt þegar hljómendur eiga í hlut en ekki þegar um önghljóð er að ræða. Þess vegna er eðlilegt að málnotandi leiti „hljóðkerfislegra skýringa“ á því ef orð virðist hefjast á órödduðum hljómanda og þá er það nærtæk- asta skýringin að þessi orð hefjist í raun á /h/ sem veldur síðan afröddun hljómandans. Ef Magnús Pétursson (1976, 1978) og fleiri hafa síðan rétt fyrir sér um það að [h] komi a.m.k. stundum fyrir í sumum þessara hl-, hn-, hr-orða myndi þessi hljóðkerfislega greining málnotandans líka fá stuðning af því. Og ef /j/ er hálfsérhljóð í íslensku, eins og ýmsir hafa talið (þar á meðal Gunnar Ólafur Hansson 2013:201n og jafnvel líka Haukur sjálfur) gildir sama um það og /l, m, n, r/ að þessu leyti: Það er hljómandi (ekki „hindrunarhljóð“ (e. obstruent) eins og önghljóð) og þess vegna er eðlilegt að málnotandinn leiti líka hljóðkerfislegra skýringa á því, ef svo má segja, ef orð virðist byrja á órödduðu /j/ og þá er greiningin /hj/ það sem helst kemur til greina.29 Þar með væri samstuðlunin skýrð á hljóðkerfisleg- an hátt. Samstuðlun hv-orða við [h] í hv-framburði verður hins vegar ekki skýrð á sama veg með einföldu móti. Helst virðist koma til greina að segja sem svo að fónemið /h/ hafi afbrigðið [x] á undan /v/ í máli þeirra sem hafa hv-framburð, en síðan er það mismunandi eftir einstaklingum hvernig þetta /v/ kemur fram í framburði, þ.e. hvort við fáum [xv], [xw] eða hvort /v/ hverfur alveg og eftir verður bara [x] eins og tíðkast í svokölluðum ókringdum hv-framburði. Hljóðin [x] og [h] eru auðvitað býsna lík og ekki aðgreind í öllum málum. Kannski hefði mátt búast við því að /hv/ þróaðist í [f] fremur en [xv], en e.t.v. hefur mikill fjöldi f-orða í málinu hindrað sam- fall [xv] og [f].30 5. Samantekt Eins og hér hefur verið rakið leitar Haukur oft á náðir hefðarreglna og stafsetningar til að skýra stuðlun þegar honum sýnist að hljóðfræðilegar Höskuldur Þráinsson114 29 Það er hins vegar rétt, eins og yfirlesari bendir á, að óraddaða afbrigðið af /j/ í framstöðu verður oft býsna önghljóðskennt, enda oftast táknað með [ç], sem er tákn fyrir óraddað framgómmælt önghljóð. Það /l/ sem verður til við afröddun á undan /t/ til dæmis getur líka orðið önghljóðskennt í framburði (þ.e. [ɬ]), eins og Gunnar Ólafur bendir á (2013:201) en óraddaða /l/-ið í framstöðu orða eins og hlátur hljómar yfirleitt ekki þannig. 30 Reyndar mun ekki dæmalaust að orð rituð með hv- séu borin fram með [f] í fram - stöðu. Til þess bendir a.m.k. vísubrot sem ég heyrði fyrir löngu og hefst einhvern veginn svona: Fur fjandinn hóar og fað gengur á …, þ.e. Hvur fjandinn hóar og hvað gengur á … Þarna var, að ég held, verið að herma eftir framburði einhvers eða einhverra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.