Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 158

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 158
Í kjölfar þessa fyrirlestrar Chomskys koma síðan greinar ellefu fræðimanna, aðallega úr málvísindum en einnig sálfræði og mannfræði. Fyrst er greinin „Mál - fræðibylting Chomskys“ eftir Höskuld Þráinsson sem er nokkurs konar inngangs- grein um málvísindakenningar Noams Chomskys og áhrif þeirra. Annars vegar er þar fjallað um hugmyndir Chomskys, úr hverju þær eru sprottnar og hver sérstaða hans var á sínum tíma, og hins vegar um áhrif hugmynda hans á hin ýmsu svið mál- vísinda og hvernig þau tengjast við ýmis önnur fræðasvið. Í næstu grein, „Chomsky og hugfræðibyltingin“, rekur Jörgen Pind hvaða þátt Chomsky átti í þeim miklu umskiptum innan vísindalegrar sálfræði sem urðu á sjötta áratug síð ustu aldar þegar atferlishyggjan þokaði að miklu leyti fyrir hugrænni sálfræði en þar ber helst að nefna frægan ritdóm hans gegn skrifum atferlissálfræðingsins B.F. Skinners. Í kjölf- arið ræðir Árni Kristjánsson í grein sinni enn frekar um áhrif Chomskys innan sálfræði, nánar tiltekið innan vísinda sjónskynjunar, en grein hans nefnist „Meðfædd hugartæki: Noam Chomsky og nútímakenningar um sjónskynjun“. Sigríður Sigur - jóns dóttir fjallar síðan í grein sinni „Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki“ um hvaða áhrif kenning Chomskys um með fæddan málhæfileika manna hefur haft á rannsóknir á máltöku barna og gildi slíkra rannsókna. Í næstu grein, „Örkin hans Nóa: Nim Chimpsky og við hin“, kveður við svo- lítið annan tón þar sem Gísli Pálsson setur fram rök gegn kenningunni um meðfæddan málhæfileika og aðgreiningu milli manna og annarra dýra en í því skyni fjallar hann um rannsóknir á simpönsum og þá sérstaklega einum sérstök- um, Nim Chimpsky. Nánar er farið í helstu hugmyndir og kenningar Chomskys í grein Þórhalls Eyþórssonar, „Málmyndun, málkunnátta og algildismálfræði“, en hann byggir hana einkum á fyrirlestri Chomskys sem birtist í 1. kafla en einnig öðrum nýlegum fyrirlestrum sem Chomsky hefur haldið, skrifum hans og annarra fræði manna. Þar kemur meðal annars fram að ein af meginhugmyndum Chomskys um mannlegt mál sé að setningamyndunin sé miðlæg og óháð merkingarlegri túlkun setningarinnar og merkingarfræðin sé eins konar „húshjálp“ setninga - fræðinnar. Það er einmitt þessi „húshjálp“, merkingarfræðin og viðhorf Chomskys til hennar sem vísindalegs viðfangsefnis, sem er umfjöllunarefni greinar Matthews Whelptons, „Chomsky: Hostile to Semantics?“ Niðurstaða hans er sú að Chomsky álíti að ekki sé hægt að nálgast merkingarfræðina á vísindalegan hátt nema í gegn- um setningafræðina. Vegna áherslu Chomskys á sálarlífið sem uppsprettu tungumáls hefur hann haft litla trú á textasöfnum sem grunni fyrir rannsóknir á mannlegu máli en í greininni „Chomsky og gagnamálfræði“ fjallar Eiríkur Rögnvaldsson um þessa van trú Chomskys og hvaða neikvæðu áhrif hún hefur haft á þessa undirgrein málvísinda en einnig hvernig viðsnúningur er að verða í afstöðu til hennar meðal þeirra sem starfa í anda Chomskys. Því næst kemur greinin „Chomsky og kenn- ingar um tileinkun annars máls og erlendra mála“ þar sem Birna Arnbjörnsdóttir leitast við að skýra áhrif hugmynda Chomskys um eðli tungmáls og máltöku á kenningar og rannsóknir á sviði annarsmálsfræða. Í grein Kristjáns Árnasonar Ritdómar158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.