Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 128
algeng. Þessi tákn eru hluti af máli ákveðins hóps málhafa ÍTM og eru
þau því ekki óæskileg í þeirra hugum.
Þótt gagnrýnin umræða um tungumál sé mikilvæg er auk þess brýnt
að vekja máls á ólíkri málnotkun og viðhorfum fólks til hennar og er það
markmið þessara skrifa. Um leið viljum við stuðla að aukinni þekkingu á
ÍTM og sérkennum þess. Gerð verður grein fyrir áðurnefndum þremur
aðferðum við tengingu setningarliða og fjallað verður um tilbrigði í notk-
un þeirra. Þá verður uppruni táknanna OG, EN og EÐA einnig rakinn
og fjallað verður um áhrif hans á það hvaða málhafar nota þessi tákn og
hvernig litið er á þau.
2. Aðaltengingar í íslenska táknmálinu
Táknum er hægt að skipa í flesta af þeim orðflokkum sem raddmál hafa,
þ.e. við getum talað um tákn sem jafngilda nafnorðum, sagnorðum, lýs -
ingar orðum o.s.frv., bæði hvað varðar merkingu og formleg einkenni.5
Nafnorð í táknmálum eru t.a.m. heiti á einhverju, geta verið sérnöfn eða
samnöfn og þau geta einnig tekið fleirtölu. Þá lýsa sagnorð í táknmálum
verknaði eða segja til um ástand einhvers og þau geta falið í sér mál fræði -
legu formdeildirnar persóna og tala (sjá t.d. Valli o.fl. 2011:100–110 og
Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur 2011). Smáorð, eins og samtengingar og
forsetningar, eru yfirleitt tjáð með líkamsfærslum, fingraraðhólfum og
bendingum fremur en sérstökum táknum (sjá t.d. Rannveigu Sverris -
dóttur 2005). Í sumum táknmálum, t.d. ameríska táknmálinu (ASL, e.
American Sign Language) og danska táknmálinu (DTS, d. dansk tegnsprog)
eru þó til ákveðin tákn til að tengja saman setningarliði og mynda þau
tákn því orðflokkinn samtengingar (Valli o.fl. 2011:109 og Kristoffersen
(ritstj.) 2008).
Í ÍTM er hægt að tengja saman setningarliði með því að nota líkams-
færslur og fingraraðhólf en einnig eru til tákn fyrir samtengingar. Þegar
Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir128
5 Þrátt fyrir ólíkan miðlunarhátt jafngilda tákn í táknmálum orðum í raddmálum og
hugtök sem hafa verið þróuð í rannsóknum á raddmálum nýtast til umræðu um táknmál
og við rannsóknir á þeim. Hvert tákn er byggt upp af smærri einingum og táknum er raðað
saman til að mynda setningar. Skilgreiningar á íslenskum málfræðihugtökum hafa oftar en
ekki skírskotun í hljóð eða orð og gætu því virst óhentug til að lýsa táknmáli. En þótt fjöl-
mörg hugtök um íslenska málfræði eigi við um hljóð og orð, fremur en hreyfingu og tákn,
eru mörg þeirra almenn málvísindaleg hugtök og eiga því jafnt við um orð og tákn. Hugtök
líkt og nafnorð, sagnorð, orðflokkar, orðhlutafræði og hljóðkerfisfræði er því hægt að nota
bæði þegar fjallað er um raddmál og táknmál.