Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 20204 FRÉTTIR Tækifæri fyrir íslenskan landbúnað að auka hlutdeild sína á matvælamarkaði – Hátt í 40% af neyslu landsmanna koma frá íslenskum bændum Hátt í 40% af neyslu landsmanna á uppruna sinn í matvælum frá innlendum búvöruframleiðend- um. Gunnar Þorgeirsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, telur að í þessu felist mikil tæki- færi fyrir íslenska bændur, bæði til að auka framleiðslu og ekki síður fjölbreytni. Uppruni matvæla er flestum hug- leikinn þegar vá steðjar að. Þetta kom í ljós í efnahagskreppunni haustið 2008 og aftur núna þegar heimsfaraldur af völdum COVID- 19 hefur raskað heimsmarkaði fyrir matvæli. Nú eins og þá spyrja margir hve mikið af fæðu okkar Íslendinga við framleiðum sjálf. Þar getum við horft annars vegar til frumframleiðslu (mjólk, kjöt, fiskur, egg, grænmeti, ber, ávextir og korn) eða matvælaiðnaðar sem notar ýmist innflutt eða innlend hráefni. Öll þessi framleiðsla er háð aðföngum sem mörg hver eru innflutt. Eigi að síður getur öflug innlend matvælaframleiðsla ásamt eðlilegum birgðum af matvælum og aðföngum gegnt mikilvægu hlutverki þegar truflanir verða á viðskiptum landa í milli eða hefð- bundnum framleiðsluferlum. Rannsóknir á matarvenjum og fæðuframboði Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafa skoðað rannsóknir á matarvenjum og fæðu- framboði sem Landlæknis embættið gerir. „Þegar litið er á fæðuframboð er horft til innlendrar framleiðslu að frádregnum útflutningi og innflutt- um matvælum bætt við. Í rannsókn Landlæknisembættisins sem gerð var árið 2007 kom í ljós að heildar fæðuframboð pr. íbúa var 3.200 kkal á mann á landinu án áfengis. Innlend matvæli voru þá talin nema 1.100 kkal á dag af framboðinu, eða 34%. Mikill fjöldi ferðamanna á síð- ustu árum skekkir hins vegar tölur um heildar fæðuframboð og því hafa þær ekki verið reiknaðar síðustu ár. Þá ber einnig að hafa í huga að innflutningur á vörum eins og kjöti og ostum hefur vaxið hröðum skref- um síðastliðin ár. „Árið 2020 gefur möguleika á að leggja mat á fæðuframboð að nýju vegna mikillar fækkunar ferða- manna. Það verður áhugavert að fylgjast með niðurstöðum slíkrar rannsóknar.“ Önnur leið er til að nálgast upplýsing ar um hve mikið af matn- um sem við neytum er framleiddur hér á landi. „Landlæknisembættið gerir reglulega rannsóknir á matar- venjum Íslendinga. Slík rannsókn leiðir í ljós samsetningu á því sem við borðum af hinum mismunandi fæðuflokkum og fæðutegundum. Nýjasta rannsóknin sem er til er frá 2010–2011. Í þeirri rannsókn var neyslunni skipt milli fæðu- flokka og fæðutegunda,“ segir Erna. Þau Gunnar og Erna settu saman töflu upp úr þessum upp- lýsingum þar sem fyrstu tveir dálkarnir eru beint úr rannsókn Landlæknisembættisins. „Sá fyrri sýnir hlutfall við- komandi fæðuflokks í neyslu á hitaeiningagrunni. Þriðji dálkur- inn sýnir svo nánari sundurliðun nokkurra flokka. Þannig má nefna að smjör nemur 4/7 hlutum af feit- metisneyslu. Við leyfðum okkur síðan að áætla gróflega hlut inn- lendra búvara í neyslunni í hverj- um fæðuflokki og er sú skipting sýnd í tveimur öftustu dálkunum. Hér er t.d. reiknað með að 92% kjötneyslunnar sé innlent kjöt og sama hlutfall fyrir osta. Þá er áætlað að 40% grænmetisneyslu sé innlent grænmeti og 2/3 af neyslu á kartöflum. Þessi einfalda aðferð gefur ívið hærri niðurstöðu en fyrri, eða að um 40% neyslunn- ar miðað við orku, sé innlendar búvörur.“ /HKr. Könnun á matarræði Íslendinga 2010-2011 Hlutfall orku í % Sundur- liðun flokka Íslenskt hlutfall í % Erlent hlutfall í % Mjólk og mjólkurvörur 10 10 Ostar 5 5 Ís 1 1 Kornvörur 29 29 -Brauð 12 -Morgunkorn 3 -Kökur og kex 9 Grænmeti 2 1 1 Kartöflur 3 2 1 Ávextir, ber og hnetur 6 6 Kjöt og kjötvörur 13 12 1 Fiskur og fiskafurðir 3 3 Egg 1 1 Feitmeti (þ.m.t. smjör) 7 5 2 -lýsi 1 Sósur og súpur 3 3 Drykkir 9 9 -Óáfengir 6 -Áfengir 3 Snakk 1 1 Sælgæti og sykur 4 4 Megrunar og próteindrykkir og próteinstykki 1 1 Samtals 98 40 58 Heimild: Hvað borða Íslendingar. Könnun á matarræði Íslendinga 2010-2011. Öftustu tveir dálkarnir eru áætlun um skiptinguna milli innlendra og erlenda matvæla. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda samtaka Íslands. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. Lágmarksverð til kúabænda hækkar um 5,5 prósent – Heildsöluverð á tilteknum mjólkurvörum hækkar líka Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð fyrir mjólk kúabænda sem er í fyrsta flokki. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júní 2020. Verðið hækkar um 5,5 prósent, úr 92,74 krónur á lítrann í 97,84 krónur. Nefndin hækkar líka heildsölu- verð á tilteknum mjólkurafurð- um, en þær hækka um 4,28 pró- sent. Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöru- frameiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verð- ákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Heildsöluverð á mjólk og á eftirtöldum mjólkurvörum; rjóma, undanrennu, skyr og osti (40% og 30% fituinnihald) hækkar um 4,28 prósent, en sérstök hækkun er á smjöri, eða 12 prósent. Kostnaðarhækkanir Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við fram- leiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting átti sér stað 1. jan- úar 2020. „Við síðustu verðlagn- ingu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020. Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlags- grundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verð- hækkun í janúar 2020,“ segir í til- kynningu frá verðlagsnefndinni. Tvenns konar forsendur verðlags Forsendur fyrir verðlags ákvörðuninni hverju sinni eru annars vegar verð- lagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verð- breytingar á einstökum kostnað- arliðum verðlagsgrundvallar. Nefndin er skipuð eftirtöld- um sjö fulltrúum: Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefnd- ur af sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, Guðrún Lárusdóttir, til- nefnd af Bændasamtökum Íslands, Pálmi Vilhjálmsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkur- iðnaði sf., Jóhanna Hreinsdóttir, til- nefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf., Ragnar Árnason, tilnefndur af félags- og jafnréttis- málaráðherra og Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismála- ráðherra. Að auki er Hálfdán Óskars- son, fram kvæmda stjóri mjólkur- vinnslunnar Örnu, skipaður af sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra sem áheyrnarfulltrúi minni vinnslu- fyrirtækja mjólkur. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.