Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202026 Applestone Meat Company með kjötsjálfsala í New York: Bjóða svæðisbundið kjöt allan sólarhringinn Árið 2016 opnaði Applestone Meat Company tvo sölustaði í New York með sjálfsala þar sem neytendur geta keypt svæðisbundið lífrænt ræktað kjöt allan sólarhringinn og viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér. Eftir að kórónukrísan skall á hefur salan aukist til muna enda örugg leið fyrir fólk að kaupa sér matvæli. Kjötið sem selt er í sjálfsölunum kemur frá bændum á svæðinu sem eru himinlifandi með viðtökurnar. Á sölustöðunum eru fjórir sjálfsalar, einn fyrir nautakjöt, einn fyrir svínakjöt, einn fyrir kjúklingakjöt og einn fyrir lambakjöt. Neytendur velja sér kjöt á einfaldan hátt og borga með korti. Langaði að hjálpa bændum „Þegar ég seldi fyrrum rekstur minn árið 2013 var ég ekki alveg viss hvað ég ætlaði að gera en mig langaði að hjálpa bændum með að slátra dýr- unum sínum en á þann hátt að þeir gætu þénað meira. Mig langaði ekki að opna venjulega verslun sem seldi kjöt yfir búðarborðið því það er mikil vinna og þar verður maður að binda sig við ákveðinn afgreiðsluíma. Mig langaði líka að útrýma ákveðnum streituvaldi í hversdagsleika fólks að þurfa að drífa sig til slátrarans eftir vinnu,“ útskýrir eigandinn, Joshua Applestone, og segir jafnframt: Þegar ég vissi hvað ég vildi fékk ég þessa hugmynd um að geta keypt vöruna án þess að hafa andlit á bak- við, það er framtíðin. Èg er mikill kjötmaður og ég veit hvernig maður selur kjöt en ekki óraði mig fyrir því að kórónuvírusinn myndi koma.“ Salan jókst á meðan aðrir lokuðu vegna COVID-19 „Fyrstu vikuna í mars fóru sölutölur upp hjá okkur á meðan aðrar kjöt- verslanir lokuðu. Þegar fólk byrjaði að hamstra varð mjög mikill erill hjá okkur. Núna slátrum við sjö daga vikunnar og opnum nýtt pakkhús sem þýðir að við aukum mannafl- ann um helming og sköpum ný störf. Sjálfsalarnir virðast vera hin full- komna lausn fyrir fólk.“ /ehg – Nationen UTAN ÚR HEIMI Joshua Applestone, eigandi Applestone Meat Company, vildi hjálpa bændum að fá til sín meira fyrir sitt kjöt og opnaði verslun með kjötsjálfsölum í New York sem opin er allan sólarhringinn. Myndir / Jennifer May/Applestone Meat Company KJötsjálfsalar í röð í verslun Applestone Meat Company. Joshua Applestone stoltur fyrir framan búð slátrarans. Þýskaland: Sláturhús á hjólum Í Þýskalandi er leyfilegt að slátra gripum í færanlegum slátur- húsum og selja síðan afurðirn- ar ferskar á matarmörkuðum. Heimaslátrum er sögð hafa þann kost að ekki þurfi að flytja gripi langar leiðir fyrir slátrun. Umræða um heimaslátrun hefur verið talsvert í umræðunni undan- farna mánuði og unnið er að mótun tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem líklega mun fara af stað í haust. Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa komið upp sýkingar af völdum COVID-19 í sláturhús- um og afurðastöðvum með þeim afleiðingum að loka hefur þurft vinnslunum. Kjötið alltaf ferskt Þýskur slátrari tók skrefið í hina áttina og innréttaði sendibíl sem lítið sláturhús og afurðastöð á hjólum og hefur haft yfirdrifið nóg að gera í framhaldinu. Til þess að tryggja að kjötið sé alltaf ferskt heimsækir slátrarinn býli og slátrar dýrunum á staðnum. Að því loknu eru afurðirnar unnar í bílnum og ekið með þær á matarmarkaði og seldar þar. Margir kostir við heimaslátrum Að sögn þeirra sem að verkefninu standa hefur heimslátrun ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Þess í stað eru dýrin heima við og á fóðrum til hins síðasta. Reynslan af sláturbílnum hefur verið góð og á einu ári hefur hann unnið á 350 býlum og slátrað og unnið einn til fjóra nautgripi, tvö til þrjú svín og allt að 38 kindur á hverju býli. Löng hefð er fyrir minni slátur- húsum og heimaslátrun í Þýskalandi og víða í Evrópu en litlum slátur- húsum og kjötkaupmönnum hefur þrátt fyrir það fækkað mikið og orðið undir í baráttunni við stærri afurðastöðvar. /VH Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Kálfakjöt fellur í verði Eftir að stórir hlutar af Evrópu lokuðust um miðjan mars vegna alheimsfaraldursins hefur verð á hollensku kálfakjöti fallið um sjö krónur á kílóið. Orsakir þess má finna í að hollensk nautgripaframleiðsla er mjög háð útflutningi. Níu af hverjum tíu kílóum sem framleidd eru fer á markaði í öðrum löndum Evrópusambandsins. Stærstu kaupendur á hollensku nautakjöti eru Ítalía, Þýskaland og Frakkland, en eftir að kaffihúsum og veitingastöðum í landinu var lokað féll eftirspurnin eftir kjötinu frá Hollandi til muna. Árlega er slátrað um einni og hálfri milljón kálfa í Hollandi. Þessi snögga breyting á markaði hefur einnig fleiri þætti í för með sér eins og í sæðingum sem hefur verið hægt verulega á og sláturhús hafa hægt á sinni starfsemi. Útflutningur á kálfum frá Danmörku til Hollands heldur áfram þrátt fyrir breyttar aðstæður. Það sem af er ári hafa Danir nú flutt út rúmlega 16 þúsund gripi, en í fyrra var heildarútflutningur rúmlega 43 þúsund kálfar. Útflutningur á kálfum er um 59 prósent af heildarútflutningi nautgripa hjá Dönum. /ehg-Landbrugsavisen Misjafn markaður með kornvörur og baunir Eftir að Kínverjar keyptu sojabaunir frá Bandaríkjunum hefur það skapað bjartsýni á mörkuðum en vegna fleiri samliggjandi þátta hefur verð á repjufræjum farið upp á við. Rússar spá einnig örlitlu falli í sinni hveitiframleiðslu, úr 76,2 milljónum tonna í 75,6 milljónir. Hveitimarkaðurinn á sínar sveiflur eins og aðrir markaðir og fer staða hans jafnan eftir veðurfari og eftirspurn. Kórónukrísan hefur reynst þessum markaði ágæt þar sem sérstaklega gætir aukinnar einkaneyslu með heimabakstri fólks. Ríkisstjórn Úkraínu samþykkti á dögunum að ekki yrðu gerðar takmarkanir á hveitiútflutningi frá landinu eins og útlit var fyrir fyrr á árinu. Þó er líklegt að flutt verði minna út vegna minni framleiðslu en reiknað er með um 20 prósent minni uppskeru í ár enn á sama tíma í fyrra vegna veðuraðstæðna á vaxtartímanum, það er skorti á úrkomu. Í Kanada er byrjað planta repjutegundinni Canola en menn óttast strax útkomuna vegna skorts á rigningu. Bandaríkin hafa gefið út að þeir muni selja 264.000 þúsund tonn af amerískum sojabaunum til Kína sem gaf ákveðna bjartsýni inn á markaði. Pálmaolía er á sama tíma að ná sér aftur á strik eftir að hafa fallið nokkuð í verði frá áramótum. /ehg - Landbrugsavisen Verðfall og samdráttur í kjötsölu vegna COVID-19 faraldursins COVID-19 faraldurinn í Evrópu og Bandaríkjunum leiddi til víð- tækra lokana veitingastaða og sláturhúsa sem og minnkandi eftirspurnar og lækkunar á kjöt- verði. Samkvæmt fréttum frá Hollandi hefur kílóverðið á lifandi grísum lækkað um 12 evrusent í Hollandi og 4 sent í Danmörku með snöggum áhrifum til lækkunar á verði svínakjöts og annarra kjöttegunda á markaði. Sláturfyrirtækið Westfort skapaði nýlega talsverðan þrýsting á verð- skráninguna í Hollandi með því að tilkynna Beursprijs kauphöllinni 15 sent lægra viðmiðunarverð fyrir grísi til slátrunar. Lækkaði kjötverð þá snarlega á hollenska markaðn- um og talsvert niður fyrir það sem var í öðrum ESB-ríkjum. Þá voru sláturhús í Þýskalandi líka að draga úr slátrun vegna lítillar eftirspurnar. Þessi staða er þó ekki ein- skorðuð við Evrópu því sláturhús í Bandaríkjunum hafa verið að berjast við niðursveiflu og hefur ástandið þar bara versnað. Slátruð dýr eru færri en áður hefur sést í kjölfar fækkunar starfsmanna vegna veik- inda og uppsagna og lokana slátur- húsa. Er þetta farið að valda veruleg- um áhyggjum, enda hvorki hægt að trygja afhendingaröryggi á kjötvör- um né tryggja fæðuöryggi almenn- ings. Þá hefur alþjóðleg samkeppni milli svínakjötsútflytjenda aukist umtalsvert. Er nú beðið eftir hvaða reglugerð Trump forseti spili út næst út af þessu ástandi. Síðast til- kynnti hann að ríkið myndi kaupa kjötbirgðir til að tryggja áfram- haldandi framleiðslu bænda. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.