Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 49 draga úr losun og í þriðja lagi er hægt að gróðursetja fljótsprottnar viðartegundir t.d ösp og ná þannig meiri kolefnisbindingu heldur en losuninni nemur. Sýnt hefur verið fram á með tilraun sem gerð var á Suðurlandi, að þriðji kosturinn er raunhæfur möguleiki, en honum hefur lítið verið haldið á lofti. Með þeirri aðferð geta myndast umtalsverð verðmæti í trjáviði til viðbótar kolefnisbindingunni, en einnig skjól fyrir menn, dýr og gróður. Land án uppskeru Fólk sem hefur fastar mánaðar­ tekjur á e.t.v. erfitt með að setja sig í spor þeirra sem lifa af uppskeru af landi. Við sem erum háð því að landið gefi eitthvað af sér, getum varla sætt okkur við að hafa land án uppskeru, eða með gróður­ og jarðvegseyðingu. Til samanburðar myndi fólk í fjármálageiranum varla vilja eiga stóra innistæðu án vaxta, eða jafnvel með neikvæðum vöxtum. Sjálfbærni Trjáplöntur sem geta fjölgað sér sjálfar á Íslandi hafa sannað gildi sitt og má þar nefna lítil furutré sem sjást meðfram þjóðvegum, á svæðum friðuðum fyrir beit. Það þarf að bregðast við lofts­ lagsvandanum strax og við höfum ekki efni á að nota plöntur sem þurfa mikinn tilbúinn áburð. Auk þess fylgir því kolefnislosun að framleiða tilbúinn áburð í fjarlæg­ um löndum, flytja hann hingað og dreifa á lítt gróið land. Birkiskóga er hægt að rækta á svæðum þar sem birkið þrífst vel, er sjálfbjarga. En það á ekki að einblína á þessa trjátegund til landgræðslu, hún bindur minna kolefni en margar aðrar. Fjöldi trjátegunda hafa þann augljósa kost framyfir birkið, að geta myndað verðmætar timburafurðir. Að sjálfsögðu eigum við að leggja áherslu á að framleiða það timbur í landinu sem við getum, minnka innflutning. Sjálfbærni ætti að vera leiðarljós í mörgum greinum. Vaninn hamlar aðgerðum til hjálpar Það virðist ríkt í huga margra, að gróðurfar eigi að vera eins og þeir muna eftir því frá æskuárum sínum. Jafnvel þó að um sé að ræða óviðunandi ástand gróðurs. Þeim „hjólförum“ þurfum við að komast uppúr. Hvað getum við gert? Landgræðslan, Skógræktin, félaga samtök og einstaklingar hafa um langt skeið unnið mikið starf við að bæta gróðurfar lands­ ins, en engu að síður þarf þjóðin að horfast í augu við það, að næstum helmingur flatarmáls Íslands er eyðimörk og það er óviðunandi ástand. Þar sem auðnirnar eru að einhverju leyti af mannavöldum ber okkur skylda til að koma upp gróðri þar sem víðast. – Það er tímabært að taka þessi störf, land­ græðslu og skógrækt alvarlega, ekki bara sem tómstundagaman, þótt margir hafi gert góða hluti á þeim forsendum. Ekki ætti að líta þannig á, að skógrækt þvælist fyrir hefðbundnum búgreinum, heldur að hún sé eðlilegur hluti af land­ búnaði nútímans. Í flestum lands­ hlutum er nægilegt ræktanlegt land eftir, þótt eitthvað sé tekið undir skógrækt, Ísland er jú að mestu skóglaust land. – Kolefnisbinding er nauðsyn og möguleikar Íslands eru miklir af því að landið er í tötrum. Á þessum óvissutímum finnst mér að stjórnvöld ættu að fara í stórfellt átak í landgræðslu og skógrækt, ríkið á t.d jarðir víða um land. Upplagt að nýta vinnuafl sem losnar t.d úr ferðaþjónustunni til að skapa verðmæti til framtíðar. Landgræðslan þyrfti nú að fram­ leiða mikið magn af lúpínufræi til að sá í auðnir landsins og einnig til að hafa lúpínuna sem hjálp­ arplöntu með trjátegundum sem hentar sambýli við hana. Þannig mætti spara mikinn tilbúinn áburð, enda fylgir notkun hans töluverð kolefnislosun, ásamt hættu á upp­ gufun og útskolun. Nú er bara að hefjast handa, græða upp, gróðursetja (tveggja metra reglan) og passa að ekki fari allur tíminn í umræður og skrif­ finnsku. Líf eða dauði, hvort viljum við heldur? Björn Halldórsson Valþjófsstöðum geispur & burðaráhöld VORVERK.IS Þverholt 2, Mosfellsbæ sími 665 7200 vorverk@vorverk.is LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Mynd 7. Á stórum landsvæðum víða á Íslandi má sjá gróðurfar líkt og það sem sést á myndinni. Það er alltof algengt og er í raun neyðarástand þar sem jarðvegurinn er að hverfa burt með vindum og vatni. Ætlum við að skila landinu svona til næstu kynslóða, eða ætlum við að gera eitthvað róttækt í landbótum? Við gætum gert svo miklu meira í því að auka gróður, binda þannig jarðveg og mynda nýjan. Mynd 8. Í forgrunni sést, að þegar ekki eru lengur rætur sem binda jarðveginn, þá eru jafnvel steinarnir farnir að fjúka og sverfa þann gróður sem eftir er. Svo eru líka auknar frosthreyfingar. Aftar á myndinni var sáð lúpínu fyrir nokkrum árum. Hún er okkar áburðarverksmiðja. Engin önnur planta virðist ráða við aðstæðurnar. NÝR VALKOSTUR - SMÁHÝSI ÚR STÁLGRIND 5 X 8 M - ÓEINANGRAÐ SMÁHÝSI - 1.400.000 KR. M/VSK. 5 X 8 M - EINANGRAÐ SMÁHÝSI - 1.800.000 KR. M/VSK. Smáhýsi úr Z - stálgrind. Fæst með tvenns konar klæðningum. Stærð grunngerðar er 5 x 8 m / 40 m². Vegghæð 2,8 m. Stærð á hurðargati 3 x 2,5 m. EINFÖLD HÚS - AUÐVELD UPPSETNING GRÓÐURHÚS Tryggðu þér gróðurhús í sumar! SMÁHÝSI - 40 M² - 100 M² TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Margar gerðir gróðurhúsa - fást í ál lit, svörtu og grænu. 4 mm hert gler eða 10 mm ylplast Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Hvað er í boði fyrir ferðamenn? Verið velkomin í viðskipti Nýtt auglýsingapláss í Bændablaðinu beinir sjónum að fjölbreyttri ferðaþjónustu innanlands. Býður þú upp á gistingu, mat eða afþreyingu? Komdu þinni þjónustu á framfæri á auðveldan og hagkvæman hátt í Bændablaðinu. Auglýsingastjóri Bændablaðsins gefur nánari upplýsingar um birtingar í síma 563-0303 og netfangið gudrunhulda@bondi.is Þín auglýsing birtist í 32 þúsund eintökum Bændablaðsins sem kemur út á tveggja vikna fresti. Pakkatilboð: Birtingar í þremur tölublöðum Bændablaðsins á kr. 30.000 + vsk. Stærðin er 81 mm (breidd) x 40 mm (hæð). Við aðstoðum við uppsetningu ef þarf gegn vægu gjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.