Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Þótt fyrirhuguðu Landsmóti hestamanna 2020, sem fram átti að fara á Hellu, hafi verið frestað til 2022, þá verður þar eigi að síður haldin vegleg sýning á úrvali kynbótahrossa og stóðhestum í lok júní. Þátttökurétt á þessari sýningu eiga meðal annars tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins í öllum flokkum hryssna og stóðhesta. Félag hrossabænda, RML, Horses of Iceland og Rangárbakkar með stórsýningu á Hellu 27. júní: Landssýning kynbótahrossa í beinu streymi – Áttatíu hæst dæmdu kynbótahross landsins ásamt stóðhestum með afkvæmaverðlaun Félag hrossabænda, Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðar ins, Horses of Iceland og Rangár bakkar, þjóðarleikvangs íslenska hests­ ins, blása til Landssýningar kyn­ bótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu laugardaginn 27. júní og verður beint streymi frá við­ burðinum. Þátttökurétt í sýningunni eiga tíu hæst dæmdu kynbótahross vorsins í öllum flokkum hryssna og stóðhesta, alls 80 bestu hross landsins. Hrossin verða kynnt ítarlega og verðlaunuð á grunni dóma vorsins. Hestaáhugafólk um víða veröld getur horft á streymið heima í stofu og hlustað á lýsingar á íslensku, ensku eða þýsku. Hæst dæmdu hross sýninga vorsins 2020 munu lýsa upp tölvu- og sjónvarpsskjái heimsbyggðar- innar! Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir: „Það er mikilvægt fyrir hrossaræktend- ur að geta kynnt þá gripi sem hafa verið í tamningu og þjálfun og búið að leggja mikla vinnu í og stefnt var með á Landsmót.“ Landsmóti hestamanna 2020 hefur verið fre- stað um tvö ár vegna COVID-19 faraldursins, en hæst dæmdu kyn- bótahross landsins eru ávallt sýnd á Landsmóti, sem haldið er annað hvert ár. Á Landssýningu kynbótahrossa verða einnig afkvæmasýningar stóðhesta, en þeir stóðhestar sem eiga rétt á fyrstu og heiðursverð- launum fyrir afkvæmi geta komið fram og verða verðlaunaðir. Allir þeir verðlaunagripir sem veittir eru á Landsmótum í einstaklingssýn- ingum og fyrir afkvæma hesta verða veittir við þetta tilefni. Þorvaldur Kristjánsson, ráðu- nautur í hrossarækt, segir: „í ljósi aðstæðna og niður fellingar Lands móts er mikilvægt að veita ræktendum og hestaeigendum vettvang til að stefna að og kynna sína ræktun. Þarna verða efstu hross vorsins í hverjum flokki heiðruð og afkvæmahestar kynnt- ir og verðlaunaðir – þetta er afar gott framtak. Það er nauðsynlegt að við sameinumst öll um þennan dag íslenska hestinum og íslenskri hrossarækt til heiðurs og fram- dráttar; sýna heiminum að Ísland, upprunaland íslenska hestsins, er sannarlega uppspretta gæða í hrossavali.“ Vonast er til þess að hægt verði að fylgjast með á staðnum, en það mun taka mið af þeim samkomu- takmörkunum sem verða þegar að viðburðinum kemur. Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland, segir: „Beint streymi frá viðburðinum er stórt tækifæri fyrir okkur til að ná til miklu stærri markhópa en þeirra sem hefðu mætt á staðinn í eigin persónu. Þannig getum við jafnvel vakið athygli iðkenda hestaíþrótta á öðrum hrossakynjum og sýnt fram á gæði í íslenskri hrossarækt og íslenskum hestaíþróttum.“ Um Horses of Iceland Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og út- breiðslu hestsins á heimsvísu. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verk- efnastjórn sem skipuð er full trúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossa- bænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH), Félagi tamningamanna (FT), auk útflutn- ingsaðila og fulltrúa frá atvinnu- vega- og nýsköpunar ráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðu- neyti og Samtökum ferðaþjón- ustunnar. Vefsíða: www.horsesoficeland.is Samfélagsmiðlar: Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Tumblr Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland, jelena@islandsstofa.is. Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is 2,2% 5,2% 9,1% 5,8% 19,0% 21,9% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.