Bændablaðið - 04.06.2020, Page 28

Bændablaðið - 04.06.2020, Page 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202028 Barnamenningarsjóður Ísl ands ætlar að styrkja Hand bendi brúðuleikhús í Húna þingi vestra um tvær milljón ir króna til að standa að alþjóðlegri brúðu­ listahátíð á Hvammstanga dag­ ana 9.–12. októ ber næstkom­ andi. Handbendi brúðuleikhús hefur veg og vanda af hátíðinni og verður boðið upp á þrjú sýning­ arpláss við höfnina og í miðbæ Hvammstanga. Hátíðin heitir Hvammstangi International Puppetry Festival og er ætlað það hlutverk að auka fjölbreytni menningar í Húnaþingi vestra og gefa börnum á svæðinu tækifæri til að taka þátt í vönduð­ um listviðburðum á hátíð þar sem íslenskar og alþjóðlegar brúðu­ listamenn bjóða upp á brúðusýn­ ingar, vinnustofur og fyrirlestrar haldnir. Hátíðin er einnig styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra, Húnaþingi vestra og Seal Travel. Þetta kemur fram á vefsíðu Húna. /MÞÞ LÍF&STARF Hér er Rut Guðmundsdóttir til vinstri ásamt Sigríði Þorbjörnsdóttur, deildar- stjóra leikskólans, og þrem leikskólabörnum. Leikskóladeild Kerhólsskóla: Fékk mikið af prjónuðum dúkkufötum að gjöf Rut Guðmundsdóttir, forstöðu­ maður íþróttamiðstöðvar inn ar á Borg í Grímsnes­ og Grafnings­ hreppi kom færandi hendi til leikskóladeildar Kerhólsskóla nýlega. Afhenti hún leikskólanum að gjöf fullan poka af dúkkufötum, sem hún hefur prjónað á síð­ ustu mánuðum. Fjölbreytt úrval af fötum var í pokanum, sem eru strax farin að vekja mikla lukku hjá leikskólabörnunum. „Við þökkum Rut af heilum hug fyrir þessa frábæru gjöf, börnin eru dugleg, aðallega stelpurnar þó, að klæða dúkkurnar okkar í fötin frá Rut, þetta er frábær gjöf,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, deildar­ stjóra leikskólans. /MHH UTAN ÚR HEIMI Alþjóðaorkustofnunin ræðir afleiðingar COVID-19: Sögulegt hrun í fjárfestingum í orkugeiranum á heimsvísu – Óttast afturkipp í þróun sjálfbærra orkukerfa og kolanotkun eykst Heimsfaraldur COVID­19 hefur leitt til mesta hruns í fjárfestingum í orkugeiranum í sögunni, bæði hvað varðar fyrirtæki sem nýta jarðefnaeldsneyti sem og endur­ nýjanlega orkugjafa. Þetta kom fram á vefsíðu Alþjóðaorkustofnunarinnar (Inter­ national Energy Agency – IEA) þann 27. maí. Þar segir að búist sé við umtalsverðu hruni í fjárfestingum í öllum geirum orkuiðnaðarins á þessu ári, allt frá kola­ og olíuiðnaði til endurnýjanlegra orkuverkefna. Vekur þetta athygli þegar horft er á umleitanir erlendra orkufyrirtækja fyrir að fá að reisa fjöldann allan af vindorkuverum á Íslandi í skjóli reglna sem innleiddar voru með samþykkt orkupakka 3 á Íslandi. Af fregnum IEA má leiða líkum að því að ef sæstrengur hefði verið kom­ inn í gagnið frá Íslandi til Evrópu þá sætu menn uppi með gríðarlegar fjárfestingar hérlendis án tekna. Slík staða hefði stórskaðað íslensk orkuframleiðslufyrirtæki og þar með íslenska þjóðarbúið. Óviðjafnanleg og yfirþyrmandi hnignun „Þessi óviðjafnanlega hnignun er yfirþyrmandi bæði að umfangi og hversu hratt þetta dynur yfir,“ segir í frétt IEA. Þetta geti hugsanlega haft alvarlegar afleiðingar fyrir orkuöryggi og verkefni við að framleiða hreina orku. Í byrjun árs 2020 var orku­ fjárfesting á heimsvísu á réttri braut að mati IEA, eða með um 2% vöxt. Það hefði orðið mesta aukning útgjalda síðastliðin sex ár ef svo hefði haldið áfram. Eftir að COVID­19 kreppan skall á stöðvað­ ist stór hluti efnahagslífs heimsins á nokkrum mánuðum. Nú er gert ráð fyrir að fjárfesting á heimsvísu muni dragast saman um 20%, eða um tæplega 400 milljarða dollara, sam­ anborið við síðasta ár, samkvæmt skýrslu IEA um fjárfestingar 2020. Sögulegt hrun í orku- fjárfestingu á heimsvísu „Þetta sögulega hrun í orku­ fjárfestingu á heimsvísu er mjög mikið áhyggjuefni af mörgum ástæðum,“ sagði dr. Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. „Það þýðir glötuð störf og efnahagsleg tækifæri í dag, auk glataðs orkuframboðs sem við gætum vel þurft á að halda þegar efnahagslífið hefur náð sér á strik. Samdráttur í útgjöldum til lykilfyrirtækja í hreinorkutækni, hættir einnig til að grafa undan uppbyggingu sjálfbærari orkukerfa.“ Matið í skýrslunni World Energy Investment 2020 á þróuninni það sem af er ári, er byggt á nýjustu fyrirliggjandi fjárfestingargögnum og tilkynningum stjórnvalda og fyrirtækja um miðjan maí. Einnig mælingum á framvindu einstakra verkefna, viðtölum við leiðandi aðila í iðnaði, fjárfesta og nýjustu greiningum frá öllum 30 aðildar­ ríkjum IEA. Áætlanirnar fyrir árið 2020 reikna síðan út hugsanlegar afleiðingar fyrir eyðslu heilsársins út frá forsendum um tímalengd lokunar og lögun hugsanlegrar endurheimtar. Útgjöld almennings vegna olíu orðin lægri en raforkuútgjöld Þá segir í skýrslu WEI að sambland lækkandi eftirspurnar, lægra verðs og hækkunar kostnaðar á tilfellum þar sem ekki er staðið við greiðslu víxla, þýði að orkutekjur sem fara til stjórnvalda og iðnaðar munu lækka um rúman milljarð dollara árið 2020. Olía er stærstur hluti þessarar lækkunar, þar sem útgjöld til neytenda á heimsvísu vegna olíu eru í fyrsta skipti orðin minni en varið er í kaup á rafmagni. Skapar verulega áhættu fyrir fjárfestingar í orkugeiranum Fyrirtæki með skertan efnahags­ reikning og óvissar horfur í eft­ irspurn skera niður fjárfestingar á meðan framkvæmdir eru hind­ raðar vegna lokana og truflana í birgðakeðjum. Til lengri tíma litið mun þetta þýða hærri skuldir eftir kreppuna og skapa varan­ lega áhættu fyrir fjárfestingu í orkugeiranum. Þetta gæti verið sérstaklega skaðlegt fyrir sum þróunarríki, þar sem fjármögn­ unarvalkostir fjárfesta eru tak­ markaðri. Ný greining í skýrslu þessa árs sýnir fram á að rík­ isfyrirtæki standa fyrir rúmlega Vindmylluskógur í Kenía. Sandsteinn sem mettaður er af olíu (Shale oil). Gríðarlega stór svæði, m.a. í Bandaríkjunum og Kanada, eru með slíkum olíuríkum sandsteini. Olíunni er náð úr berginu með því að dæla heitu gasi, lofti eða vökva niður í sand- steinsjarðlögin undir miklum þrýstingi. Sandsteinsolíu- og gassvæði (Shale oil) í heiminum. Rauðu svæðin eru þau sem talin eru vinnanleg. Handbendi brúðuleikhús fær styrk úr Barnamenningarsjóði Handbendi brúðuleikhús í Húnaþingi vestra fær um tvær milljónir króna til að standa að alþjóðlegri brúðu- lista hátíð. Skaftárhreppur: Kjarval selji vörur úr heimabyggð Verslunin Kjarval á Kirkjubæjar­ klaustri, sem er hluti af Krónunni sem er í eigu Festi hf., er nú hvött til að leggja áherslu á vörur fram­ leiddar í heimabyggð. Atvinnumálanefnd Skaftár­ hrepps og atvinnufulltrúi sveitar­ félagsins hafa sent frá sér tillögu þar sem skorað er á rekstraraðila verslunarinnar Kjarval á Kirkju­ bæjar klaustri að leggja áherslu á sölu og kynningu á vörum úr heimabyggð. Sveitarstjórn hefur samþykkt tillöguna og undirstrikar mikilvægi þess að áskorunin eigi við alla sölu­ og rekstraraðila í Skaftárhreppi. Festi, sem á Krónuna og Kjarval, er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Einkafjárfestar eru með um 26% eignarhlut, líf­ eyrissjóðir eru með um 31% hlut, tryggingafélög og sjóðir eiga síðan 15% í félaginu. /MHH/HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.