Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 8

Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 20208 FRÉTTIR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bregst við óskum BÍ um tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta: Taldi ekki heimilt að falla frá úthlutun á tollkvótum í maí – Ráðist verður í úttekt á samningnum til að meta hvort óskað verði eftir viðræðum um endurskoðun tollasamnings Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á um í samningi við ESB um við- skipti með landbúnaðarafurðir. Samtökin fóru fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum í maí fyrir tímabilið júlí til desember 2020 á þeim forsendum að gjörbreytt staða væri uppi á Íslandi vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Mikil fækkun ferðamanna hefði áhrif á neyslu matvæla hér á landi en stækkun tollkvótanna með samningi árið 2015 hefði ekki síst verið rétt- lætt með vaxandi fjölda ferðamanna sem innlend framleiðsla gæti ekki annað. Kvótarnir sem um ræðir og verða boðnir út eru 1.426 tonn af kjöti og 245 tonn af osti. Þeir gilda fyrir seinni hluta ársins 2020. Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé heimilt að falla frá úthlutun á tollkvótum í maí fyrir tímabilið júlí til desember 2020. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ákveðið að ráðast í úttekt á samningnum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun tollasamningsins. BÍ telja að forsendurnar séu að engu orðnar núna fyrir úthlutuninni: „BÍ bentu ráðherra á að úthlutun tollkvóta með óbreyttum hætti, þegar eftirspurn er verulega minni en áður, myndi grafa undan innlendri framleiðslu og mögulega veikja stoðir hennar verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti ekki á því að halda í þeirri djúpu efnahagslægð sem landið er nú í,“ segir í tilkynningu á vef samtakanna. Óþarfi að flytja inn erlendar búvörur Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ, að forsendur fyrir tolla- samningnum séu brostnar og þess vegna hafi samtökin farið fram á aðgerðir ríkisvaldsins. „Að okkar mati er lands lagið gjörbreytt eftir að kórónuveiru- faraldurinn reið yfir. Ferðamenn munu ekki halda uppi aukinni neyslu á landbúnaðarvörum og nú er mikilvægt að styðja innlenda matvælaframleiðslu. Það er einfaldlega óþarfi að flytja inn erlendar búvörur við þessar aðstæður þegar innlendir framleiðendur geta annað markaðnum. Við höfum líka bent á að verð á aðföngum hefur hækkað umtalsvert, m.a. vegna gengisbreytinga. Það þarf á tímum sem þessum að standa vörð um íslenska framleiðslu og því telja Bændasamtökin óhjákvæmilegt að bregðast skjótt við. Við erum óánægð með að rík- isvaldið leggi ekki í þá vegferð að hætta við tollaútboð en fögnum þeirri viðleitni sem kemur fram í svarbréfi ráðherra að gera eigi úttekt á þeim hagsmunum sem felast í tollasamningnum. Í okkar huga er hann innlendri framleiðslu í óhag,“ segir Gunnar og bætir við að von- andi verði samningurinn um við- skipti með landbúnaðarvörur tekinn til endurskoðunar sem allra fyrst,“ segir enn fremur í viðbrögðum BÍ á vef samtakanna. /smh Fram kemur í svari ráðherra að ríkisstjórnin hafi ákveðið að ráðast í úttekt á tollasamningnum og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun hans. Vaxtarsprotar í garðyrkjunni: Gúrkuframleiðendur færa út kvíarnar Á dögunum var skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garð- yrkjubænda milli stjórnvalda, Sambands garðyrkjubænda og Bændasamtaka Íslands. Í samkomulaginu er stefnt að 25 prósenta aukningu í framleiðslu á íslensku grænmeti. Nokkrir græn- metisframleiðendur hafa þegar ákveðið að nota tækifærið, með auknum stuðningi stjórnvalda, til að færa út kvíarnar. Tveir íslenskir gúrku fram- leiðendur hafa ákveðið að auka umsvif sín í sinni ræktun, auk þess sem frést hefur af áformum tómata- framleiðandanna í Friðheimum um stækkun á þeirra ræktunarrými, þar sem áður var tekið á móti erlendum ferðamönnum. Framleiðslan fer í þúsund tonn í Gufuhlíð á Flúðum Í Gufuhlíð á Flúðum hafa gúrkur verið ræktaðar allan ársins hring frá 1997. Undanfain ár hefur ræktunin verið á 4.000 fermetra gróðurhúsa- grunnfleti, sem hefur skilað um 700 tonnum af gúrkum á ári. Nú í sumar verður stöðin stækkuð í 6.000 fermetra sem áætlað er að skili þúsund tonnum. Framleiðendurnir eru Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson, en þau segjast alltaf hafa verið eingöngu í gúrkuræktun. Nú fari þau út í stækk- un þar sem það var orðinn skortur á gúrkum á markaðnum og meðbyr með íslenskri framleiðslu væri mikill. Ekki skemmi fyrir að stjórnvöld ætli að liðka til fyrir íslenskri garðyrkju, þar sem stuðningur varðandi flutn- ingskostnað á rafmagni sé lykilatriði því sá kostnaðarliður hafi verið stór. Þau segja að tækifærin séu mikil þar sem neysla á íslensku grænmeti sé alltaf að aukast ár frá ári og við búum svo vel hérlendis að hægt sé að vökva plönturnar með hágæða drykkjarvatni sem eykur gæði fram- leiðslunnar. Mikil vitundarvakning sé fyrir sjálfbærni á innlenda framleiðslu. Stækkun í nokkrum áföngum Ræktun í Gufuhlíð hefur verið stunduð um áratugaskeið. „Tengdaforeldrar mínir, Jakob Helgason og Birna Guðmundsdóttir, koma í Biskups- tungurnar 1965 og hefja þá ræktun á bæði tómötum og gúrkum en sneru sér síðan alfarið að gúrkurækt,“ segir Hildur. Árið 1997 var svo garðyrkjustöðin stækkuð þegar Helgi kom inn í rækt- unina með foreldrum sínum og var þá farið úr sumarræktun yfir í heilsárs- ræktun með því að setja upp lýsingu í garðyrkjustöðinni. Það er því frá árinu 1997 sem hafa verið ræktaðar gúrkur allan ársins hring í Gufuhlíð. Garðyrkjustöðin hefur svo verið stækkuð í nokkrum áföngum; fyrst 1997, þá á árunum 2000–2001, síðan 2007 og svo verður hún enn og aftur stækkuð í ár,“ bætir hún við. Sérhannað hús í Laugalandi í Borgarfirði Í Laugalandi, í Stafholtstungum Borgarfjarðar, stendur garðyrkjan á gömlum merg. Hlutafélag var stofnað um framleiðsluna árið 1942, en núver- andi eigendur, Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnarsdóttir, komu inn í reksturinn árið 1986 þegar þau keyptu hlut afa Þórhalls. Þau tóku svo alveg við árið 2001 þegar þau keyptu af foreldrum Þórhalls. „Við framleiðum um 350 tonn af gúrkum – og svolítið að auki af smágúrku,“ segir Þórhallur. „Það er fyrirhugað að stækka stöðina í sumar fyrir aukna ræktun á gúrku, þannig að framleiðslan aukist um 200 tonn á ári. Ég tel að þessi framkvæmd auki arðsemi rekstrarins í heild. Ég hef fengið hvatningu um stækkun vegna aukinnar sölu á gúrkum, lífs- stílsbreytingar sem mér finnst ganga hraðar fyrir sig en áður og sennilega vega ferðamenn talsvert í aukinni sölu sem hefur verið. Sölufélag garðyrkjumanna hefur hvatt okkur til að prófa aðrar tegundir sem skortur er á af íslenskum upp- runa og við ætlum í það minnsta að prófa ræktun á smápapriku fyrst í stað,“ segir Þórhallur. „Bæði eru aðstæður hagstæðar núna til að stækka við okkur, en einnig var kominn tími á fram- kvæmdir vegna afskrifaðra gróð- urhúsa hér á Laugalandi. Þetta hús sem við byggjum núna er 1.300 fermetra nýtísku hús – byggt fyrir heilsársræktun,“ bætir hann við. Gúrkuframleiðslan á Íslandi heldur sinni markaðshlutdeild Í skýrslu samráðshóps um endur- skoðun búvörusamninga, sem gefin var út í júní á síðasta ári, kemur fram að af öllum grænmetistegundum sem eru í ræktun hér á landi er það einungis í gúrkuframleiðslu sem markaðshlutdeild íslenskra framleiðenda hefur haldið sínu á árunum 2008 til 2018 – og raunar heldur aukist. Gúrkuframleiðslan á Íslandi á síðasta ári var í sögulegu hámarki samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands, eða 1.927 tonn. /smh Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð á Flúðum. Mynd / Úr einkasafni Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnarsdóttir í Laugalandi, Stafholtstungum. Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.