Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202016 Hafið við Ísland er gjöfult og þar er mörg matarholan. Nokkur óvenjuleg sjávardýr og fiskar, sem frjáls veiði er á, skiluðu samanlagt um milljarði króna í aflaverðmæti á síðasta ári. Umræða um sjávarútveg á Íslandi snýst að vonum einkum um þær fisktegundir sem veiðast í miklu magni og skila mestum verðmætum, svo sem þorsk eða makríl. En fleira er matur en feitt ket. Hér við land veiðast ýmsar tegundir sjávardýra, flestar í smáum stíl en skapa samt vinnu og verðmæti sem vert er að huga að. Hér verður fjallað um nokkrar þessara tegunda og sjónum beint að sjávardýrum sem ekki tilheyra hinu eiginlega kvótakerfi. Um veiðar á nokkrum þeirra gilda mismunandi sérreglur og þær eru háðar leyfi frá Fiskistofu ár hvert. Veiðar á öðrum eru frjálsar að því gefnu að skip hafi veiðileyfi á annað borð. Meðfylgjandi er listi yfir tíu tegundir í þessum flokki sem skiluðu mestu aflaverðmæti á síðasta ári. Aflaverðmæti þeirra losaði samanlagt um einn milljarð króna. Einnig er litið á árin 2017 og 2018 til samanburðar. Upplýsingarnar eru fengnar hjá Fiskistofu. Ekki verður fjallað um grásleppu hér þótt hún sé utan kvótakerfisins, enn sem komið er að minnsta kosti, þar sem hún nýtur jafnan mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum. Ekki eru heldur teknar aflatölur fyrir lúðu. Veiðar á henni eru í raun bannaðar. Þó er heimilt að koma með í land lúðu sem fæst sem meðafli ef ekki er hægt að sleppa henni lifandi í sjóinn. Sæbjúgu gáfu mest verðmæti Sæbjúgu eru afar sérstök dýr og eru ættbálkur innan skrápdýra. Þau eru sívöl og bjúglaga, lengd fullorðinna dýra er allt að 30 sentímetrar. Sæbjúgu gáfu mest verðmæti á síðasta ári af þeim tegundum sem hér eru til umfjöllunar. Um 5.600 tonn komu á land að verðmæti um 406 milljónir króna. Tilraunaveiðar á sæbjúgum hófust hér við land árið 2003. Aflinn var lítill í fyrstu en hann náði hámarki á síðasta ári. Markaðir fyrir sæbjúgu eru víða í Asíu. Þau er meðal annars reykt eða þurrkuð. Holdið er einnig notað sem bragðbætir í súpur. Sæbjúgu eru veidd í plóg. Í fyrstu voru þau veidd í Breiðafirði og Faxaflóa. Síðan fundust fengsæl mið til viðbótar fyrir austan land og víðar. Á síðasta ári veiddu átta skip sæbjúgu og mestur afli fékkst á suðursvæði Austurlands. Hlýri ekki lengur frjáls Veiðar á hlýra koma næstar í röðinni. Reyndar á hlýrinn ekki lengur heima í þessari upptalningu því hann var settur í kvóta í fyrsta sinn fiskveiðiárið 2018/2019. Hann fær þó að fljóta með þar sem veiðar voru frjálsar árið 2017 og átta mánuði af árinu 2018. Á síðasta ári voru veidd um 1.400 tonn af hlýra að aflaverðmæti tæpar 290 milljónir króna. Þetta er svipað magn og verðmæti og árið 2017 þegar veiðar voru alfrjálsar. Hlýri veiðist sem meðafli í troll eða á línu. Einnig hefur hann verið veiddur í beinni sókn í takmörkuðum mæli. Hlýri er náfrændi steinbítsins og ekki er alltaf gerður greinarmunur á þessum tegundum í vinnslu. Lengi vel var hlýraaflinn um og innan við þúsund tonn á ári en hann jókst jafnt og þétt í lok síðustu aldar og fyrstu ár þessarar aldar. Hæst fór aflinn í 3.600 tonn árið 2006. Lýsa vinsæl hjá Vestmannaeyjabátum Lýsa er smár eða miðlungsstór fiskur af þorskfiskaætt, algeng stærð um 40 sentímetrar. Hún er einn fárra hvítfiska sem eitthvað kveður að og sem veiðar eru frjálsar á. Á síðasta ári veiddust um 830 tonn af lýsu að verðmæti tæpar 90 milljónir króna. Aflinn hefur yfirleitt verið um og yfir þúsund tonn á ári en fór mest í tæp 3 þúsund tonn árið 2011. Lýsa fæst á svipuðum slóðum og ýsa og kemur mest sem meðalfli í botnvörpu. Sum skip sækja beint í lýsu, einkum skip frá Vestmannaeyjum. Lýsa hefur verið flutt út að stórum hluta óunnin í gámum flest árin, aðallega til Bretlands. Öfugsnúinn flatfiskur Öfugkjafta er utankvótafiskur og veiðist suður af landinu sem meðafli í humartroll, botnvörpu og dragnót. Á síðasta ári veiddust 333 tonn af öfugkjöftu að aflaverðmæti tæpar 80 milljónir króna. Mestur afli Íslendinga á öfugkjöftu var 419 tonn árið 1996. Öfugkjafta, öðru nafni stórkjafta, er flatfiskur af hverfuætt. Hún heitir svo af því að augu og kjaftur snúa öfugt (þ.e. eru á vinstri hlið) miðað við aðra þekktari flatfiska svo sem kola og lúðu sem skarta báðum augum á hægri hlið eins og áður hefur verið fjallað um í Bændablaðinu. Hörpudiskur, hruninn stofn Á síðasta ári veiddust 482 tonn af hörpudiski að verðmæti tæpar 49 milljónir króna. Veiðin var töluvert minni en tvö árin á undan. Hörpudiskur er veiddur í plóg. Þegar best lét veiddust um 17 þúsund tonn af hörpudiski árið 1985. Aðalveiðisvæðið er í Breiðafirði. Þar fengust mest 12.700 tonn árið 1986. Hörpudiskur má muna tímana tvenna því hann var einn af helstu nytjastofnum okkar og snar þáttur í kvótkerfinu. Það er liðin tíð. Stofn hörpudisks í Breiðafirði hrundi á árunum 2000 til 2004. Hnignun stofnsins hefur einkum verið rakin til frumdýrasýkingar. Veiðar voru bannaðar í nokkur ár en tilraunaveiðar hófust haustið 2014. Einn til tveir bátar hafa stundað tilraunaveiðar síðustu ár en alls óvíst er hvort og hvenær atvinnuveiðar geti hafist á ný. Ígulker, verðmætasta sjávarafurðin Ígulker er ein gerð skrápdýra líkt og sæbjúgun. Þau eru hnöttótt með brodda. Fullorðin dýr geta mest orðið 8 til 9 sentímetrar í þvermál. Á síðasta ári veiddust 345 tonn af ígulkerum að verðmæti rúmar 47 milljónir króna. Heimilt er að gefa út þrjú veiðileyfi fyrir ígulker á ári. Ígulkeraveiðar hófust hér við land árið 1993. Í byrjun tóku kafarar stóran hluta aflans en fljótlega hófust plógveiðar. Veiðarnar náðu hámarki 1994 þegar landað var um 1.500 tonnum. Á árunum 1997 til 2003 lágu veiðarnar á ígulkerum að mestu niðri vegna erfiðleika á mörkuðum. Þær hófust að nýju í Breiðafirði árið 2004. Frá 2007 hefur árlegur afli verið 130 til 340 tonn. Aðeins hrogn ígulkera eru nýtt. Hrognin eru verðmætasta Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Útlit er fyrir að margir hafi góðan tíma í sumar til að taka til í garðinum og fara í nýframkvæmdir. Hellulagnir eru eitt af því sem vefst stundum fyrir garðeigendum en ekkert er því til fyrirstöðu að helluleggja sjálfur sé vilji fyrir því. Til þess að hellulögn takist vel þarf að vanda allan undirbúning og gæta vel að undirvinnunni. Fjarlægja verður allt lífrænt efni sem getur frosið og setja í staðinn ólífrænt efni, sand og grús, sem ekki verður fyrir rúmmálsbreytingum við það að frjósa. Þetta er gert til þess að hellurnar fari ekki af stað í næsta frosti. Jarðvegsskipti eru bæði erfið og seinvirk og ætti fólk því ávallt að notast við vinnuvélar, sé þess nokkur kostur. Áður fyrr var algengt að nota náttúrulega steina í hellulagnir. Lagnir úr náttúrusteinum geta verið mjög fallegar en þær eru vandasamar og tímafrekar í lagningu. Á undanförnum árum hefur framboð á hellum aukist gríðarlega og garðeigendur geta valið á milli stærða, þykkta og lita. Einnig er hægt að fá einingar sem raða má í hringi eða alls kyns munstur. Ráðlegt er að hafa minni og þykkari hellur í bílastæði en í göngustíga þar sem litlar og þykkar hellur þola þunga betur en stórar. Undirlag fyrir hellur þarf að minnsta kosti að vera 60 til 70 sentímetrar, nema komið sé niður á fast, og gæta verður þess að breiddin sé nokkuð meiri en breiddin á hellunum. Slíkt er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frostlyftingu frá hlið. Þegar búið er að moka burt öllu lífrænu efni eru settir 50 til 60 sentímetrar af góðri grús í skurðinn. Kornastærð grúsarinnar á að vera misjöfn því að þá fæst góð þjöppun. Þegar búið er að sturta grúsinni í skurðinn á að bleyta hana vel og þjappa með jarðvegspressu. Til að þjöppunin verði sem best er ráðlegt að þjappa grúsina í lögum. Ofan á grúsina er síðan sett um það bil 10 sentímetra lag af fínum sandi og ef setja á snjóbræðslurör undir lögnina skal hafa sandlagið ríflegt. Sandurinn er notaður til að slétta undirlagið og hellurnar eru lagðar á hann. Þegar sandurinn er jafnaður skal gera ráð fyrir þykkt hellnanna. Ef hellurnar eru 5 sentímetra þykkar þarf yfirborðið á sandinum að vera 4 sentímetra fyrir neðan endanlegt yfirborð þeirra. Þessi munur er hafður til að jafna út sigið sem verður í undirlaginu með tímanum. Þegar búið er að ákvarða hæð hellnanna eru járnrör sett samsíða í sandinn með 1 til 1,5 metra millibili, svokallaðir leiðarar. Hæð leiðaranna er stillt þannig að efri brún þeirra sé í sömu hæð og neðri hliðin á hellunum. Síðan er réttskeið dregin eftir þeim og þegar búið er að slétta út sandinn eru leiðararnir fjarlægðir, sandur settur í raufarnar og hellurnar lagðar ofan á. Til að fá beinar línur í lögnina er gott að strengja hornréttar snúrur út frá húsinu og leggja eftir þeim. Að lokum er svo fínum pússningarsandi sópað í rifurnar milli hellnanna. Gangi ykkur vel. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Hellulagnir og undirvinna Tegund Magn Verðmæti Magn Verðmæti Magn Verðmæti Röð Tonn Millj. kr. Tonn Millj. kr. Tonn Millj. kr. 1. Sæbjúga 3.222 204 5.987 417 5.606 406 2. Hlýri 1.458 277 1.395 276 1.407 287 3. Lýsa 550 45 807 79 826 89 4. Öfugkjafta 440 83 370 73 333 79 5. Hörpudiskur 1.071 102 667 61 482 49 6. Ígulker 350 49 378 53 345 47 7. Beitukóngur 160 21 195 25 351 45 8. Tindaskata 501 10 531 11 885 18 9. Stinglax 294 29 142 18 65 11 10. Skata 126 8 116 8 175 9 Samtals 8.172 828 10.588 1.023 10.475 1.041 Heimild: Fiskistofa 2017 2018 2019 Veiðar á nokkrum tegundum sem frjáls veiði er á við Ísland feitt ket Þessar myndir voru teknar fyrir nokkrum árum um borð í Særúnu frá Stykkishólmi þegar verið var að sýna ferðamönnum og leyfa þeim að smakka á þeim fjölbreyttu tegundum sjávardýra sem lifa í Breiðafirði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.