Bændablaðið - 04.06.2020, Side 46

Bændablaðið - 04.06.2020, Side 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202046 FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Það er búið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum Áhættumat erfðablöndunar felur í sér erfðablöndun á villt- um íslenskum laxastofnum, sér- staklega í veiðiám á eldissvæð- um. Í þessu samhengi má benda á athugasemd eins veiðiréttarhafa með fiskeldisfrumvarpinu: ,,Það er raunar með nokkrum ólík- indum að veitt sé lagaheimild fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax.“ Ísland nýtur þeirrar vafasömu sérstöðu að virðist vera eina landið þar sem búið er að staðfesta í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga að heimila erfðablöndun á villt- um laxi. Ekkert viðmið Hvorki er til staðar nothæft viðmið fyrir hlutfall eldislaxa í veiðivatni eða erfðablöndun. Viðmiðið, ákv. hlutfall eldislaxa í veiðivatni, er á undanhaldi þar sem talið er að það sýni ekki alltaf rétta mynd á mögulegri erfðablöndun. Þróunin hefur verið að fjarlæga eldislax úr veiðivatni fyrir hrygningu í staðinn fyrir að velta fyrir sér hve mikla erfðablöndun viðkomandi laxastofn þolir. Með Áhættumati erfðablöndunar er verið að fara þá leið á Íslandi sem í raun er búið að hafna í Noregi. Aðferðir við að greina eldislax Það eru einkum tvær leiðir til að aðgreina eldislax frá villtum laxi: • Sjónmat: Metið út frá útliti og atferli fisksins í veiðiám. Þessi aðferð er notuð með góðum árangri í Noregi og er búið að gefa út sérstakan staðal. Einhverjar efasemdir er þó um notagildi sjónmats á Íslandi af óskiljanlegum ástæðum. Þegar fiskurinn er veiddur er staðfest með hreistursaflesn- ingu hvort um hafi verið að ræða eldislax. • Erfðarannsóknir: Taka sýni úr laxi eða seiðum í veiðiám og meta út frá erfðafræðilegum aðferðum hvort um sé að ræða eldislax. Sjónmat er mun ódýrari og skil- virkari aðferð en erfðafræðilegar aðferðir sem jafnframt gefur möguleika á að koma í veg fyrir tjón, þ.e.a.s. erfðablöndun. Hvert er viðmiðið fyrir erfðablöndun? Það er ekki þekking til staðar til að setja viðmið fyrir erfða- blöndun sem byggir á vísinda- legum grunni. Eða eins og Hafrannsóknastofnun lýsir stöð- unni: ,,Enn er þol villtra stofna gagnvart erfðablöndun við eld- isfisk ekki vel þekkt, né heldur hvernig blendingum reiðir af.“ Vandamálið er að ekki eru til nein viðmið fyrir ,,ásættanlega erfðablöndun“ og hljóta því ákvarðanir að byggjast á ,,geð- þóttaákvörðunum“. Ekki er fyr- irséð að upplýsingar um ,,ásætt- anlega erfðablöndun“ liggi fyrir á næstu árum eða jafnvel áratugum. Það mun alltaf vera andstaða við erfðablöndun og óþarfi í raun að gera ráð fyrir henni þar sem hægt er að fjarlægja áhættuna, þ.e. eldislaxinn úr veiðivatninu fyrir hrygningu, og þannig koma í veg fyrir eða draga verulega úr líkum á erfðablöndun. Fjögurra prósent viðmið varhugavert Í Áhættumati erfðablöndunar er miðað við að hlutfall eldislaxa í veiðivötnum sé lægra en 4%. Fjögurra prósenta viðmið getur þó verið varhugavert vegna þess að: • Þegar um er að ræða veikan laxastofn, með fáum villtum hrygningarfiskum, er tiltölulega auðvelt fyrir eldislaxinn að hrygna vegna lítillar samkeppni frá þeim villta. Er verið að ræða um 4% af sterkum laxastofni eða stofni sem er í mikilli lægð? • Eldislax er að öllu jöfnu stærri en villtur lax og þegar miðað er við lífmassahlutfall getur hlutfallið verið töluvert hærra en þegar miðað er við fjölda fiska, sérstaklega í tilfelli smálaxastofna eins og algengt er á Íslandi. Hvað með núll-regluna? Viðmiðið, ákv. hlutfall eldislaxa í veiðivatni, er á undanhaldi erlendis og í staðinn ætti að vera lögð áhersla á 0-regluna hér á landi, þ.e.a.s. fjarlægja eldislax úr veiðiám áður en hrygning á sér stað. Í Noregi er hlutfall eldislaxa mælt í flestum veiðiám með náttúrulegum stofni laxa, einkum með því að kafa á haustin og telja fjölda villtra laxa og eldislaxa. Vöktun er aftur á móti þannig háttað í Áhættumati erfðablöndunar að ekki verður hægt að reikna út hlutfall eldislaxa í flestum veiðiám á Íslandi og þannig er viðmiðunin um ákveðið hlutfall eldislaxa marklaus. Fjallað verður nánar um þetta atriði í grein um vöktun. Úrelt vinnubrögð Í Áhættumati erfðablöndunar er megináhersla lögð á að vakta erfðablöndun, þ.e.a.s. staðfesta að atburðurinn erfðablöndun hafi átt sér stað. Hér er ,,lokaafurð“ mæld og metin, aðferðafærði sem var lögð af í sjávarútvegi fyrir áratugum. Af hverju er verið að spá í hve mikil erfðablöndunin má vera? Látum náttúruna njóta vafans og leggjum alla áherslu á að koma í veg fyrir að norskættaður eldislax nái að hrygna í íslenskum veiðiám. Það er ekkert viðmið til staðar sem er stór áskorun fyrir Hafrannsóknastofnun þegar veita á ráðgjöf til stjórnvalda. Fjallað verður seinna um grundvöll ákvörðunartöku í grein um viðbrögð. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs­ fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Haffjarðará á Snæfellsnesi rennur úr Oddastaðavatni um 20 km leið í Haffjörð. Áin er ein þekktasta laxveiðiá landsins. Valdimar Ingi Gunnarsson. BÆKUR&MENNING „Frjáls eins og fuglinn“ – mynda- og minningabók Mats Wibe Lund er nú komin í nýrri útgáfu þar sem hann hefur bætt við fjölda mynda og sett inn nafna- skrá sem vantaði í frumútgáfuna. Mats er þekktur fyrir átthaga- myndir sínar sem skreyta heimili, fyrirtæki og stofnanir um land allt. Myndirnar hafa sögulegt heimilda- gildi, einkum þær sem eru meira en hálfrar aldar gamlar. Bókin sem hér um ræðir var fyrst gefin út af forlaginu Skruddu í sambandi við sýninguna sem Mats hélt í Norræna húsinu haustið 2018 og vakti mikla athygli. Líklegt má telja að nýja útgáfan á „Frjáls eins og fuglinn“ verði ekki síður vinsæl en sú fyrri enda til hennar vandað eins og Mats er þekktur fyrir. Bókina má panta beint frá höf- undinum á mats@mats.is. Fyrir þá sem sem vilja kynna sér myndasýninguna frá 2018 er slóðin https://mats.photoshelter.com/port- folio/G0000gN7gpecKVrM Í bókinni „Fráls eins og fuglinn“ rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sínar, en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meira enn 60 ár. Mats fæddist í Ósló í Noregi 1937. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við forn- leifauppgröftinn í Skálholti. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett í sama húsi og sendiráð Íslands í Ósló. Ljósmyndamenntun sína fékk Mats í norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Hann fluttist alkominn til Íslands árið 1966 ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, en hafði þá margsinnis dvalist hér um lengri eða skemmri tíma. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni, fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Um tíma rak Mats ljósmynda- verslun og portrettstúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þétttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi. Úr tölvuvæddu ljósmyndasafni sínu dreifir hann landkynningar- og skreytingamyndum um allan heim. Mats hefur oft sýnt myndir sínar á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.Mats Wibe Lund. Morsárjökull. Fagranes. Frjáls eins og fuglinn – bók Mats í nýrri útgáfu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.