Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202038 Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ ríkjum Norður­Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19. Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni. Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í götu- ræsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi. Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa sam- band við meindýraeyði og fjar- lægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður. Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðal- götu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér. Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúru- hamfara og farsótta. /VH UTAN ÚR HEIMI Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitinga- hús, á götum og í göturæsum í kjöl- far þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. COVID-19 og meindýr í Bandaríkjunum: Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts Gríðarleg aukning í tilfellum svínapestar Tilfellum afrískrar svínapestar hefur fjölgað gríðarlega undan­ farin ár og fer pestin eins og eldur í sinu um heiminn. Skráð tilfelli í apríl á þessu ári eru álíka mörg og allt árið 2019. Árið 2018 barst afrísk svínapest til Kína með þeim afleiðingum að tugþúsundir svína drápust og í fram- haldinu var, samkvæmt opinberum tölum í Kína, 1,1 milljón svínum slátrað og hræin annaðhvort urðuð eða brennd. Óopinberar tölur segja að talan sé of lág og að hún sé nær 200 milljónum svína. Samkvæmt tölum hollenska bankans Rabobank, sem hefur fjárfest mikið í kínversk- um matvælaiðnaði, gæti svo farið að 40% af 360 milljón svínum í Kína verði fargað á þessu ári. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin, OIE, hefur gefið út að sú tala sé ekki fjarri lagi þeirra áætlunum. Auk þess sem stofnunin hefur gefið út að skráð tilfelli svínapestar í apríl á þessu ári, 5,4 milljónir, séu hratt að nálgast sama fjölda og allt árið 2019, eða 6,9 milljón dýr. Svína-ebóla Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínapest sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það, þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum. Pestin berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum. Sjúkdómurinn er stundum kallaður svína-ebóla. Áhersla á COVID-19 Ein ástæða mikillar aukningar í til- fellum svínapestar er sögð vera að yfirvöld í Kína og víðar í heiminum hafi dregið úr árvekni sinni gagn- vart pestinni og lagt alla áherslu á að draga úr útbreiðslu COVID-19. Afrísk svínapest, ASF, er bráð- smitandi sjúkdómur sem berst hratt milli svína, bæði villtra og eldis- gripa, og er dánartíðni dýranna vegna sjúkdómsins nánast 100%. Vírusinn sem veldur pestinni er mun öflugri en sá sem veldur COVID- 19 að því leyti að hann getur lifað í frosnum afurðum svína í marga mánuði. Afrísk svínapest hefur verið þekkt í um 100 ár en ekki hefur tekist að finna bóluefni gegn vírusnum. Hröð útbreiðsla um heiminn Útbreiðsla svínapestar um heiminn hefur aukist hratt undanfarin ár og þekkist hún í nánast öllum heims- álfum og er talið að eins og staðan er í dag sé ekki lengur hægt að stöðva útbreiðslu hennar. Fyrr á þessu ári greindist pestin í fyrsta sinn í norðurhluta Indlands og Papúa Nýju-Gíneu. Samkvæmt Alþjóðadýra heil- brigðis stofnuninni greinast mörg ný tilfelli svínapestar í hverri viku og alls óvíst er hvort öll ný tilfelli séu skráð og er þar vísað til takmarkaðra upplýsinga frá Kína. Mikil verðhækkun í Kína Frá 2018 hafa yfirvöld í Kína lagt áherslu á að tæknivæða svínabúskap í landinu á kostnað smábænda. Verð á svínakjöti hefur hækkað mikið og kínverski svínaframleiðandinn WH Group – Wens & Muyuan hagnast gríðarlega. Ýmislegt bendir einnig til að Kínverjar séu að sætta sig við flensuna og hættir að farga sýktum dýrum og setji afurðir þeirra líkt og afurðir heilbrigðra dýra á markað. Auk þess sem Kínverjar hafa flutt inn mikið af svínakjöti. /VH LÍF&STARF Paprikur, nammi namm. Ræktun til gagns og gamans: Paprikuplantan sem bætti sig Elín Árnadóttir var í leikskóla­ deild Krikaskóla þegar hún kom heim með paprikuplöntu fyrir þremur árum. Krakkarnir í hennar hreiðri gróðursettu fræ innan úr papriku í mold og var paprikuplantan sennilega orðin um tíu sentímetrar á hæð þegar þau tóku hana heim. Elín var í fyrstu mjög svartsýn um plöntuna sína enda sagðist hún hafa verið síðasti nemandinn að velja sér plöntu og fengið þá minnstu. „Ég hafði ekki mikla trú á plöntunni en mamma hughreysti mig og sagði mér að tala við hana og hvetja hana til að vaxa sem mér fannst reyndar mjög furðulegt en gerði það samt,“ segir Elín. Leitað upplýsinga Sigurveig Magnúsardóttir, móðir Elínar, segir að þrátt fyrir það hafi trú dótturinnar á plöntunni ekki aukist og var hún viss um að það væri eina plantan úr leikskólanum sem ekki myndi bera aldin. „Elín var reyndar fremur döpur yfir þessu og taldi að foreldrarnir stæðu sig ekki nógu vel í að aðstoða hana. Næsta skref var því að leita til garð- yrkjufræðings og fá upplýsingar um ræktunina. Okkur var bent á að setja plöntuna í stærri pott og gefa henni áburð. Einnig fengum við ráð- leggingar um frjóvgun plöntunnar með eyrnapinna, þ.e.a.s. að færa frjó á milli blómanna og gæta þess að það væri alltaf vatn í disknum undir blómapottinum. Í kjölfarið fóru hlutirnir að gerast og höfðum við varla undan að vökva blessaða plöntuna. Stundum þarf að vökva tvisvar sama daginn þar sem hún er mjög þyrst.“ Greinarnar svignuðu „Fljótlega fór plantan að mynda paprikur sem voru svo stórar að Plantan er núna búin að gefa svo margar paprikur að Elín hefur misst töluna á þeim. Svínum fargað vegna svínapestar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.