Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 41 UTAN ÚR HEIMI „European Green Deal” er tillaga að nýrri stefnu Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum: Hugmyndin að gera ESB fremst í heimi í sjálfbærum landbúnaði Mörg samtök bænda og smáframleiðenda óttast að þetta muni auka framleiðslukostnað verulega og draga úr samkeppnishæfni Framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins hefur lagt fram til­ lögur að nýrri stefnu, European Green Deal, um hollari og sjálf­ bærari matvæli innan sam­ bandsins og stefna með því að landbúnaðarbyltingu. Hér eru lagðar línur með að sambandið leggi sitt af mörkum til að upp­ fylla Parísar­samninginn um loftslagsmál, sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóð­ leg markmið um líffræðilega fjölbreytni. Hin nýja stefna sambandsins og liður innan hennar, sem kallast Farm to Fork, er mikilvæg til að ná þessum markmiðum. Stefnan felur í sér allt matvælakerfið frá jörðu til hafs og á matarborðið á evrópsk- um heimilum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að mat- vælaframleiðsla í sambandinu setji staðla fyrir alþjóðleg sjálfbær matvæli. Drifkraftar þeirra mark- miða sem eru leiðarstef í stefn- unni eru án efa frekari auðlegð og störf. Framkvæmdastjórnin telur uppbyggingu á hagkerfinu eftir heimsfaraldurinn liggja í grænni endurskipulagningu og að styrkja eigi matvælaiðnaðinn með því að verða best í heiminum í sjálfbærni. Betrumbættur landbúnaður Íslenskur landbúnaður er sterkur á mörgum sviðum þegar kemur að sjálfbærni, eins og gott dýraheil- brigði og góð dýravelferð, lítil notkun á sýklalyfjum og skor- dýraeitri og lágt kolefnisfótspor. Þessa þætti á að leggja enn frekari áherslu á í Farm to Fork-lið stefn- unnar. Um 40% af fjárhagsáætlun landbúnaðar verður eyrnamerkt loftslagsmálefnum í stefnunni. Einnig verður stefnt að því að minnka notkun á kemískum varnarefnum um 50% og kemískum áburði um 20% innan ársins 2030. Notkun á sýklalyfjum í húsdýraframleiðslu á að minnka um 50% og yfirvöld vilja endurskoða regluverk um dýravelferð. Framkvæmdastjórnin mælir með að húsdýrahald innan sambandsins verði kynnt sem sjálfbærast og loftslagsvænast. Árlega notar Evrópusambandið um þrjátíu milljarða króna íslenskar til að auglýsa og auka sölu á eigin landbúnaðarvörum. Ný áætlun varðandi merkingar á matvælum getur orðið snúin fyrir kjötframleiðendur en stefn- an inniheldur ráðstafanir sem eiga að leggja það af mörkum að neytendur velji holl matvæli sem framleidd eru á sjálfbæran hátt. Framkvæmdastjórnin mun koma með uppástungu að lögboðinni næringarmerkingu ásamt því að fá inn möguleika á sjálfbærni- merkingum sem innihalda meðal annars kolefnisfótspor. Í stefnunni eru gjöld einnig nefnd sem mikil- vægar aðgerðir til að örva sjálfbæra framleiðslu og hollt mataræði fólks. Líffræðileg fjölbreytni og lögvernduð svæði Á sama tíma og liðurinn From Farm to Fork var kynntur birti framkvæmdastjórnin einnig stefnu sína í að viðhalda líffræðilegri fjöl- breytni. Þar kemur fram að heildar- stærð lands þar sem lífræn ræktun er stunduð eigi að auka um 25% fram til ársins 2030. Stungið er upp á gríðarlega mikilli plöntun trjáa, eða þriggja milljarða nýrra trjáa, um leið og styrkja á verndun náttúrusvæða. Stefnt er á að 30% af öllum náttúrusvæðum verði lögvernduð og að 10% muni njóta strangrar lögverndunar gegn inn- gripi mannfólks. Mörg samtök bænda og smáframleiðenda eru gagnrýnin á stefnuna Mörg bændasamtök og félög smá- framleiðenda innan sambands ins eru gagnrýnin á þætti í stefnunni og óttast að metnaður hennar og strangar reglur muni auka kostnað verulega sem muni hafa samkeppn- isókosti við erlend matvæli í för með sér. Í Farm to Fork er sér- staklega nefnt að matvæli sem koma inn í sambandið erlendis frá verði að uppfylla skilyrði og reglur Evrópusambandsins. Sérstakar tillögur og ráðstafanir í matvælastefnunni og stefnunni um líffræðilegan fjölbreytileika verða meðhöndlaðar af meðlimalöndum Evrópusambandsins og Evrópu- þinginu, svo það er alls óljóst enn hvort Framkvæmdastjórnin nái öllum sínum markmiðum í gegn. /ehg-landbruk.noMeld Vélar, bátar, bílar, gámar eða vörur í lausu Það skiptir ekki máli hvað þú þarft að flytja, við getum flutt það fyrir þig landshorna á milli. Reglulegar ferðir á flesta staði á landinu. Hafðu samband og við finnum lausnina með þér. fraktlausnir@fraktlausnir.is Sími 519-2150 eða 773-1630 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Bænda 18. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.