Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202058 Á áttunda áratug liðinnar aldar óx svonefndum vistkven­ frelsunar fræðum fiskur um hrygg. „Vistkvenfrelsun er það svið kvenfrelsunar, þar sem litið er til umhverfishyggju (environ­ mentalism) og tengsla kvenna við jörðina sem grundvöll greiningar og starfs.“ (Wikipedia) Kjötneysla er í brennidepli: „Kjötneysla er í eðli sínu kynbundin aðgerð, sem er nátengd kerfisbundinni hlutgervingu kvenna og (annarra) dýra,“ segir norður-ameríski heimspekingurinn, Christina van Dyke, í bókarkafla sínum; „Karlmannlegt kjöt og kynbundið át“ (Í safnritinu: Heim- spekin er komin til kvöldverðar: rökræður um siðferði átsins. (Philosophy Comes to Dinner: Argument About the Esthics of Eating (2016)). Grundvallarkennisetning vist- kvenfrelsunar eins og annarra sviða kvenfrelsunarfræða, er sótt til frumherjans, Elizabeth Cady Stanton (1815-1902) árið 1868, tuttugu árum, eftir að hún færði í letur frelsisyfirlýsingu kvenna í Seneca Falls. Kennisetningin hljómar svo: „Karlinn er þrunginn tortímingu; harðneskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinningi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum veraldlega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.“ Franskir kvenfrelsarar með heimspekijöfurinn,Simone de Beauvoir (1918-1986) í broddi fylkingar, plægðu fyrstar þann akur, sem nú er kallaður kvenvistfræði (eco-feminism) upp úr miðri nítjándu öldinni. Í verki sínu, „Síðra kyninu“ (eða „hinu“ kyninu; Le Deuxiéme Sexe), gaf hún tóninn í anda fræðamóður sinnar frá Norður- Ameríku: „Hvarvetna og á öllum skeiðum sögunnar hafa karlar notið þess blygðunarlaust að vera herrar sköpunarverksins.“ Náttúra og kona eru lögð að jöfnu sem kúgunarviðfang karlsins. Næst kveður sér hljóðs á frönsku vígstöðvunum, Francoise d‘Eaubonne (1920-2005) í bókinni, „Kvenfrelsun eða dauðinn ella“ (Féminisme ou la Mort), sem útkom árið 1974. Þar heldur hún því fram, að feðraveldið hafi kúgað og drottnað yfir konum, litskinnum, börnum, fátæklingum og náttúrunni, og hafi þegar valdið óbætanlegum skaða. Nú tóku norður-amerískir kvenfrelsarar við keflinu, m.a. Mary Daly (1928-2010) með bók sinni „Kynvistfræði. Grundvallarsiðferði róttækrar kvenfrelsunar“ (Gyn/ Ecology: The Metaethics of Radical Feminism).“ Bókin kom út árið 1978. Samkvæmt Mary sagði Francoise d‘Eaubonne, að „engin „bylting“ undir forystu karlmanna myndi spyrna við hryllingi offjölgunar mannkyns og eyðileggingar auðlinda. Ég geri þessa forsendu að minni, en nálgun mín og áhersla er önnur. Enda þótt mér séu hugleikin allra handa tilbrigði mengunar í reðurtæknisamfélagi [voru], er í bók þessari, „ K y n v i s t f r æ ð i “ ( G y n E c o l o g y – „kvenlækningar!“) einkum fjallað um hug/anda/líkams- mengun, sem átt hefur sér stað við goðsagnir og tungumál feðraveldisins á öllum stigum.“ Árið 1990 gaf nemandi Mary, Carol J. Adams (f. 1951), út afar merka bók, „Kynjastjórmál kjötsins: Gagnrýnin kenning á grundvelli grænkerakvenfrelsunar“ (The Sexual Politics of Meat: A Feminst- Vegetarian Critical Theory (1990). Fjórtán árum síðar fylgdi hún bókinni eftir með verkinu, „Kjötklámi“ (The Pornography of Meat). Í hnotskurn er boðskapur höfund- ar sá, að snar þáttur menningar vorrar sé að smætta dýr í neysluvöru. Kjötið og neysla þess sé athöfn, sem tákni drottnun karla á konum. Rauði þráðurinn í bókinni er limlesting karla á dýrum, sem minnir á misnotkun karla á konum, hvernig þeir notfæra sér og niðurlægja konukroppinn. Dýrið er beitt ofbeldi, segir Carol: „Þegar dýrum er slátrað, verða þau fjarstödd viðmið. Dýrið og nafnið og líkaminn er firrtur til að dýr megi verða að kjöti. Líf dýra er forsenda ... tilurðar kjötsins. Lifandi dýr gætu ekki verið kjöt. Þannig kemur dauður líkami í stað lifandi dýrs. Kjötát ætti sér ekki stað án dýra. Engu að síður eru þau fjarstödd við átið, því þeim hefur verið umbreytt í fæðu.“ Karlar virðast ekki vilja gangast við dýraofbeldinu: „Tungumálið varpar hulu á raunveruleika kjötátsins og styrkir þannig táknræna merkingu þess, [þ.e.] að það sé eðlislægt feðraveldinu og körlum. Kjötát verður að tákni þess, sem sjónum er hulið, en ævinlega til staðar – drottnun feðraveldisins yfir dýrum og tungumáli.“ ... „Að sumu leyti eru allir meðvitaðir um kjöt og kynjastjórnmál. Þegar við hugsum sem svo, að karlmenn – sérstaklega karlíþrótta menn – hafi þurft fyrir kjöt eða þegar eiginkonur, sem gefið hafa kjöt upp á bátinn, elda það fyrir karla sína, koma í ljós tengsl kjötáts og þróttmikils karls.“ Konur eru annars flokks borgarar, hið síðra kyn Simone de Beauvoir: „Konur, annars flokks borgarar, leggja sér fremur til munns það, sem álitið er vera annars flokks fæða í feðraveldis menningunni; græn meti, ávexti og korn, í stað kjöt. Með kyn- fólskunni, sem í kjötsnæðingnum er fólgin, er endurtekin stéttaaðgrein- ingin [milli kvenna og karla] með viðauka; þeirri goðsögn, sem tekur sér bólfestu í öllum stéttum manna, að kjöt sé karlmennafæða og að hvoma í sig kjöti sé karlmannlegur gjörningur.“ Kjötát karla felur í sér ofbeldi gegn dýrum á sama hátt og gegn konum: „Á sama hátt og kven frelsarar lýstu því yfir, að „nauðgun“ væri ofbeldi, en ekki kynlíf, stendur hugur grænkera til þess að tala um ofbeldi kjötátsins.“ ... „Karlar sem berja konur [sínar] nota oft og tíðum kjötleysi sem afsökun fyrir ofbeldi gegn þeim.“ Því snýst kvenfrelsun ekki ein- vörðungu um konur: „Fremur er um að ræða víðtæk- ari kúgunargreiningu, sem felur í sér frelsunarhugsjón langt út yfir mörk frjálslyndisjafnréttis, og tekur til annars konar lífs handan þess mannlega.“... „Það er trú okkar, að kven- frelsunar fræði sé umbreytingar- heimspeki, sem miði að umbótum á öllu lífi jarðar, öllum tilbrigðum þess, öllum náttúrulegum einingum þess. Það trú okkar, að kúgun í öllum myndum sé samtengd. Frelsi einnar lífveru er hjóm, þar til tekst að frelsa allar frá misnotkun, niðurlægingu, rányrkju, mengun og viðskiptum.“ (Carol J. Adams og Josephine Donovan: Animals and Women: Feminist Theoretical Explorations) Persónuleg yfirlýsing Carol hljómar svo: „Ég er grænkera kvenfrelsari, þar eð ég er eitt dýr meðal margra og ég óska þess ekki, að þetta samband einkennist af neyslustigveldi.“ Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi og uppgjafarbóndi m.m. Þýðingar eru hans. HEIMSPEKI – MENNING&SAGA Kjöt og kynjastjórnmál Arnar Sverrisson. Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni ViðskiptablaðiðMannlíf H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2019. 50% 40% 30% 20% 10% Stundin DV Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Bændablaðið / Bændahöllin við Hagatorg / Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins: 41,9% 21,9%19% 5,8% 9,1% 5,2%2,2% 41,9% 21,9% 29,2% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu landsmanna lesa Bændablaðið BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Er kroppurinn í lagi? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.