Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202040 TÆKNI&VÍSINDI Bio-Hybrid fjórhjól bætast í ökutækjaflóruna í Þýskalandi: Tvíorkuhjól knúin mannafli og rafmagni – Vonir bundnar við að vistvæn farartæki af svipuðum toga taki við um 23% af hlutverki hefðbundinna sendibíla Reiðhjól gætu mögulega verið að öðlast veigameiri sess sem flutningatæki ef hönnun Bio- Hybrid á tvinnhjóli, sem knúið er jöfnum höndum af mannafli og rafmagni, nær fótfestu. Bio-Hybrid hjólin fengu um - hverfis verðlaunin Green Concept Award 2020 í keppni um nátt- úruvæna framleiðslu, eða Green Product Award, sem stofnað var til í samstarfi við IKEA árið 2013. Henta vart til aksturs á þýskum hraðbrautum Þýsk umferðarmenning utan þétt- býlis er helst þekkt fyrir sína þjóð- vegi og hraðbrautir undir nafninu „Autobahn“. Tvíorkureiðhjól sem ganga fyrir mannafli og raforku verða seint talin heppilegur farar- skjóti á slíkum vegum. Enda kom- ast þau ekki nema á 25 kílómetra hraða. Þá vega þau vart meira en 80 kg fyrir utan ökumann svo flutningabíll eða rúta sem fram hjá þeim æki á þokkalegri ferð myndi auðveldlega geta feykt þeim út af veginum. Með 50 til 100 km drægni Bio-Hybrid hjólin eru í raun fjór- hjól og eru 85 sentímetrar að heildarbreidd og 2,1 metri að lengd, þ.e. hjól fyrir ökumann og einn farþega. Bio-Hybrid pall- hjólin eru með styttra húsi og að- eins með pláss þar fyrir ökumann. Ökudrægni hjólanna með hjálpar- afli mannsins er um 50–100 km. Þau eru á 24 tommu hjólum og hámarkshraði er 25 km á klukku- stund. Af reiðhjólum hafa þau þá sérstöðu að vera með bakkgír. Spáð 22,5% hlutdeild í flutningum Það sem eykur möguleika þessarar hönnunar eru mögulega breyttar umferðarreglur sem samþykktar voru í Bundesrat, efri deild þýska þingsins, í febrúar síðastliðnum. Reglurnar miða að því að gera um- ferðarlögin reiðhjólavænni en verið hefur. Er það sérstaklega talið hafa þýðingu fyrir hjól sem gerð eru fyrir flutninga á vörum. Þá verður þeim heimilt að leggja í vegköntum sem öðrum ökutækjum hefur ekki verið heimilt. Reiðhjólaflutningasamtök Þýskalands (German Bicycle Logistics Association - RLVD) hafa fagnað þessum breytingum. Er því nú spáð að 22,6% vöru- flutninga, sem áður fóru fram með hefðbundnum vélknúnum ökutækj- um, færist yfir í útblástursfrí flutn- ingahjól. Brautryðjandinn í Hveragerði Rafknúin farartæki á þremur hjól um hafa verið að ná fótfestu á Íslandi, samanber hjól pitsusendla og farartæki póstburðarfólks, sem eru orðin áberandi á götum höfuðborgar svæðisins. Þá hefur Svavar Kristinsson, sem rekið hefur fyrirtækið Rafhjól og fylgi- hluti í Hveragerði, verið mikill brautryðjandi í því að afla raf- hjólum vinsælda á Íslandi. Þar hefur einkum verið um að ræða þríhjól sem ekki síst eru hugsuð til að auka hreyfimöguleika fólks með skerta hreyfigetu sem og aldraðra. Sú viðleitni hefur reyndar smitast mjög út meðal almennings og þykja þau líka henta vel fyrir kylfinga á golfvöllum. Hjólin frá Rafhjólum og fylgihlutum eru hins vegar ein- göngu rafknúin og eru auk þess mun öflugri en þýsku Bio-Hybrid tvinnorkuhjólin. Þau eru til fastsett miðað við 25 km, en geta sum náð 45 og jafnvel allt að 70 km hraða, en eru þá skráningarskyld. Farþegaflutningar á rafreiðhjólum háðir lágmarksaldri ökumanns Nái lagabreytingin fram að ganga í Þýskalandi verða teknar upp sér- merkingar fyrir slík flutningatæki og reyndar reið Berlínarborg þar á vaðið strax árið 2019. Hjólunum er þó ekki eingöngu ætlað að flytja vörur því þau geta allt eins flutt farþega. Takmarkanir á því verða þó enn við lýði því ökumaður Bio- Hybrid reiðhjóls verður að vera minnst 16 ára að aldri til að mega flytja farþega. Reiðhjóla-hraðbrautir Lögin gera ráð fyrir að sett verði í umferðarlög sá möguleiki að leggja reiðhjóla-hraðbrautir á lengri leiðum við hlið akvega sem verði sérmerktar fyrir hrað- fara reiðhjól og kallist á þýsku „Radschnellweg“. Hvort Bio- Hybrid hjól með hámarkshraða upp á 25 km verði leyft að aka á slíkum brautum skal ósagt látið. /HKr. Tvíorku sendifjórhjól af gerðinni Bio-Hybrid sem gengur fyrir mannafli og raforku. Er því nú spáð að flutningatæki af svipuðum toga muni taka við um- talsverðu hlutfalli af flutningum í framtíðinni, allavega á léttri vöru í borgum. Myndir / Bio-Hybrid Bio-Hybrid vörubíll gæti verið sniðugur í bæjarsnatt. Sennilega hefðu slík ökutæki þó dugað skammt til að aka burt efni úr grunni nýja Landspítalans. Tveggja manna Bio-Hybrid. Ökumaður stígur pedala til að hjálpa upp á afl rafmótora. Ökumaður Bio-Hybrid við stýrið. Kínversk þríhjól sem ganga alfarið fyrir rafmagni frá Svavari Kristinssyni í Rafhjólum og fylgihlutum í Hveragerði. Hann er einn ötulasti hvatamaðurinn að innleiðingu rafhjólamenningar á Íslandi. Landbúnaður framtíðarinnar: Stóraukinni matvælaframleiðslu mætt með hátæknilausnum Samkvæmt spá Sameinuðu þjóð- anna munu jarðarbúar ná því að verða 7,9 milljarðar árið 2050. Til að fæða þennan fjölda telja SÞ að landbúnaðarframleiðsla heimsins þurfi að aukast um 69% frá því sem hún var 2010. Til að ná slíkum markmiðum eru þjón- ustufyrirtæki í æ ríkari mæli farin að veðja á margvíslagar hátækni- lausnir. Bændur eru þegar farnir að til- einka sér margvíslegar hátækni- lausnir og upplýsingatækni í sinni vinnu víða um heim. Notkun skynjara og tölvustýrðra skammtara er einn liður. Eftirlit með framgangi uppskeru og úðun akra með drónum er lausn sem verður líka sífellt meira áberandi. Tæknirisinn IBM hefur áætlað að hvert meðalbú í heiminum muni afla sífellt meiri upplýsinga með margvíslegri skynjaratækni. Þannig geti þessi bú í dag auðveldlega safnað upplýsingum af hálfri millj- ón mælipunkta á hverjum einasta degi. Þannig geti bóndinn stýrt öllum þáttum betur, eins og áburðargjöf og vökvun, til að ná fram hámarksupp- skeru og auka hagnað. Spáð gríðarlegri aukningu í nettengdri tækni Á vef Business Insider er m.a. fjallað um mikilvægi dróna í landbúnaði framtíðarinnar. Þeir geta ekki bara úðað eitri yfir akra, heldur má nýta þá til að úða áburði á mjög skilvirkan hátt og nákvæmlega eftir mælingum sem sýna hvar þörfin er mest hverju sinni. Þessi tækni er hluti af því sem kallað er Alnet hlutanna, eða „Internet of Things (IoT)“ Þessi IoT umhverfiskerfi er hægt að aðlaga að þörfum hvers bónda fyrir sig. Búist er við að þessi IoT tækni muni vaxa gríðarlega á næstu árum og að veltan í þessum geira muni aukast hröðum skrefum og verði komin í meira en 2,4 billjónir dollara á ári fyrir 2027. Bent er á að á síðasta ári hafi verið til um 8 milljarðar tækja sem skilgreind eru undir hugtakinu IoT umhverfiskerfi. Spáð er að þeim muni fjölga í 41 milljarð fyrir árið 2027. Þá er talið mjög líklegt að fyr- irtæki sem framleiða búnað fyrir IoT lausnir muni nýta 5G nettæknina í auknum mæli. /HKr. Bóndi stýrir mannlausrir dráttarvél við slátt með aðstoð dróna. Hátækni beitt í landbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.