Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202022 Kynningarfundir um viðskipta­ hraðalinn Til sjávar og sveita – Aðstoð við matarfrumkvöðla að koma verkefnum sínum í framkvæmd Fyrsti kynningarfundur viðskipta hraðalsins Til sjávar og sveita var haldinn í Nettó Mjódd, Þönglabakka 1, þriðju- daginn 26. maí. Hraðallinn er hugsaður sem aðstoð fyrir matarfrumkvöðla, að koma ver- kefnum sínum hratt og örugg- lega í framkvæmd. Umsóknarfrestur um þátt töku í hraðlinum er til og með 15. júní næstkomandi en í viðskiptahraðl- inum, sem er í umsjón Icelandic Startups, er leitast við að draga fram nýjar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi með áherslu á fjöl- breytta nýtingu hráefna víðs vegar um landið, allan ársins hring. Allt að tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku í tíu vikna viðskipta- hraðal þar sem þau fá aðstoð frá reyndum frumkvöðlum, fjárfest- um og öðrum sérfræðingum við að þróa viðskiptahugmyndir sínar. Hvatt til nýsköpunar og aðstoð við nýtingu tækifæra Markmiðið er að hvetja til nýsköp- unar, aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrir- tækja og varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auð- linda á Íslandi. Viðskiptahraðallinn býður upp á metnaðarfullan vett- vang til vöruþróunar fyrir nýjar lausnir í matvælaiðnaði og tengdum greinum þar sem sérstök áhersla verður lögð á aukinn þátt hönnunar. Þá mun hraðallinn einnig verða vettvangur fyrir þróun tæknilausna á sviði smásölu. Viðskiptahraðlar eru öflugt tæki til að styrkja og bæta viðskiptahugmynd, efla tengslanet og jafnvel koma fyrirtækinu á kortið. Fundir á Ísafirði og Selfossi Fleiri kynningarfundir eru í kjöl- farið haldnir á lands byggðinni, á morgun, 5. júní, í Vestfjarðarstofu á Ísafirði frá 15 til 17 og 8. júní í Fjölheimum á Selfossi, einnig frá 15 til 17. Þegar hafa verið haldnir kynningarfundir á Hvanneyri, Egilsstöðum og Akureyri. Verkefnið er sem fyrr segir í umsjón Icelandic Startups, í sam- starfi við Íslenska sjávar klasann með stuðningi Matarauðs Íslands, Nettó, Landbúnaðar klasans og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins. /smh Hópurinn sem stóð að kynningarfundinum í Mjódd. Myndir / Til sjávar og sveita Gestir skoða umbúðirnar á Beef Jerky, sem framleitt er af fyrirtækinu Feed the Viking – sem fór í gegnum viðskiptahraðalinn á síðasta ári. Ísland aðili að norrænu samkomulagi um græna orku: Á að knýja endurreisn eftir COVID­19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra tók um miðja síðustu viku þátt í fjarfundi norrænu orkumálaráðherr- anna þar sem samþykkt var stefnumótun um að sjálf- bærar orkulausnir verði drifkraftur í endurreisn hagskerfisins eftir kórónu- veirufaraldurinn. Í tilkynningu úr atvinnu- vega- og nýsköpunarráðu- neytinu segir að ráðherrarnir hafi verið sammála um að orkugeirinn væri vel undirbú- inn undir þær áskoranir sem blasi við í kjölfar faraldursins. Norrænu ríkin séu í forystu á sviði sjálfbærrar orkutækni og orkugeirinn er meðal þeirra geira þar sem vaxtar- og útflutnings- möguleikar eru hvað mestir. Mikilvægi orkugeirans Ráðherrarnir lögðu áherslu á að orkugeirinn léki lykilhlutverk varðandi græna þróun í kjölfar COVID-19. Lagt er upp með að byggja eigi endurreisnaráætlunina á evrópska græna sjálfbærniverk- efninu Green Deal, sem snýst um það hvernig samþætta megi endur- nýjanlega orku yfir fleiri svið; sam- göngur, iðnað og hitun. Norrænn raforkumarkaður „Orkumálaráðherrarnir samþykktu á fundi sínum yfirlýsingu þar sem dregin er upp stefnumótun um norrænt raforkusamstarf til fram- tíðar og einnig má líta á sem verk- færi fyrir græna endurreisn eftir COVID-19. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á aukna aðlögun sjálfbærrar orku í öðrum geirum, eins og sam- göngum og iðnaði, aukið samstarf um vindorkuframleiðslu á hafi úti í Eystrasalti, náið samstarf um rannsóknir og nýsköpun ásamt gegnsærri nálgun á skipulagi og stækkun raforkunetsins á hverj- um stað fyrir sig,“ segir í tilkynn- ingu úr ráðuneytinu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að líkja megi ástandinu nú við tíma olíukreppunnar fyrir 50 árum – þegar hitaveituvæðing átti sér stað á Íslandi. „Það voru orku- skipti þess tíma. Sú ákvörðun færði þjóðinni efnahagslegan, umhverfislegan og samfélags- legan ábata og mun gera áfram. Í því uppbyggingarstarfi sem blasir við okkur í dag er ekki síður fullt af tækifærum á sviði grænnar orku og nýsköpunar. Framleiðsla rafelds- neytis frá glatvarma og koldíoxíð, og framleiðsla metanóls og vetnis frá afurðum jarðvarmavirkjana, eru gott dæmi um slík græn verkefni framtíðarinnar. Okkar endurnýjan- lega orka og nýsköpun henni tengd er, nú eins og áður, uppspretta nýrra tækifæra í endurreisninni sem er fram undan,“ segir hún. /smh LÍF&STARF Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Matvælaframleiðsla: Offramboð og verðhrun á kasjúhnetum Áhrif COVID-19 eru margvísleg og meðal þeirra er offramboð og verðlækkun á kasjúhnetum á heimsmarkaði. Verð á hnetunum er í sögulegu lágmarki. Undanfarnar vikur hafa safnast upp talsverðar birgðir af kasjú- hnetum hjá hnetubændum í Gana og Nígeríu vegna vandræða við að koma hnetunum á markað. Samdráttur í flutningum og hækk- að verð á frakt hefur leitt til þess að bændurnir sitja upp með hnet- urnar. Þá hafa hnetuvinnslustöðvar í Víetnam og á Indlandi víða lokað vegna COVID-19. Auk þess hafa Kína og Bandaríki Norður-Ameríku, sem neyta mikið af kasjúhnetum, sett hömlur á innflutning þeirra. /VH Heimsmarkaðsverð á kasjúhnetum er í sögulegu lágmarki. UTAN ÚR HEIMI NYTJAR HAFSINS Árið 2018 hóf Hafrannsókna- stofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina (GINR) að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi. Rannsóknir síðustu ára hafa skilað margs konar þekkingu um hrygningu hrognkelsa og far þeirra á grunnslóð en skortur er á upplýsingum um lífshætti þeirra áður en þau koma að ströndum Íslands til hrygningar. Nær samfleytt um allt Norðaustur-Atlantshaf Á vefsíðu Hafrannsókna stofn unar segir að í alþjóðlegum uppsjávar- rannsóknaleiðangri, sem beinist einkum að makríl, sýni yfirborðs- tog með flotvörpu að hrognkelsi er að finna samfleytt um nær allt Norðaustur-Atlantshaf, ef frá er skilið svæðið suður af Íslandi. Ekki er hins vegar vitað hvort hrognkelsi í Noregshafi hrygna við Ísland eða Noreg. Skoða far hrognkelsa Markmið merkinga er að greina far hrognkelsa, stofnsamsetningu, vaxtarhraða og hversu lengi þau halda sig á fæðuslóð áður en þau skila sér til hrygningar. Þá er mögulegt að merkingarnar og aðrar niðurstöður muni nýtast til að meta nýliðun og þannig gera kleift að spá fyrir um stærð næstu hrygningargöngu. Sýnir fæðuslóð Í heild voru 761 hrognkelsi merkt árin 2018 og 2019. Alls 7 fiskar hafa verið endurheimtir, 5 grásleppur og 2 rauðmagar. Eitt hrognkelsanna endurheimtist fjær merkingastað en áður hefur sést. Það var merkt í suðurhluta Irmingerhafs og endur- heimtist við Langanes, í 1.230 km fjarlægð. Fyrra metið var 587 km. Þessar frumniðurstöður sýna að fæðuslóð grásleppu sem hrygnir við Ísland er bæði í Irmingerhafi og Íslandshafi. Til að auka umfang þessara rannsókna er vonast til þess að Norðmenn taki þátt í þeim frá og með árinu 2021. 5.000 krónur fyrir merkið Rannsóknin byggir á því að sjó- menn skili inn merktum grásleppum. Þóknun upp á 5.000 krónur er veitt fyrir að skila inn heilum fiski með merki Hafrannsóknastofnunar eða Biopol. /VH Hafrannsóknastofnun: Endurheimtur á merktu hrognkelsi Merkingastaðir, rauðir hringir, og endurheimtustaðir, appelsínugulir hringir, sjö hrognkelsa frá merkingum 2018 og 2019. Mynd / Hafrannsóknastofnun Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.