Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202020 Fosfat, sem inniheldur frumefnið fosfór, er nauðsynlegt öllu lífi á jörðinni og er afar mikilvægt við matvælaframleiðslu. Hratt hefur hins vegar gengið á þekktar fosfatbirgðir jarðar. Í fyrra var varað við „fosfatkreppu“ sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu á matvælum í heiminum. Peningalegt virði fosfats á heimsmarkaði er áætlað tæplega 32,6 milljarðar dollara samkvæmt tölum á Market Study Report 27. mars síðastliðinn. Þar er talið að virði markaðarins muni vaxa um 3,8% á ári fram til 2026 og nemi þá rúmum 40,6 milljörðum dollara. Þótt allir helstu sérfræðingar á fos­ fatmarkaði standi á bak við þessa spá kann hún mögulega að sýna vanmat á stöðunni þegar upp verður staðið. Þann 18. maí síðastliðinn, var á Market Watch spáð góðu gengi í sölu á hráu fosfati (phosphorite) á þessu ári, enda vöxtur í sölu á áburði. Aðrir markaðssérfræðingar halda þétt að sér spilunum og gefa ekkert upp út fyrir sínar raðir. Í frétt í breska blaðinu The Guardian í september 2019 var haft eftir vísindamönnum að án fosfats gæti mannkynið aðeins framleitt um helming þeirrar fæðu sem nú er framleidd. Þar kom líka fram að helstu fosfatframleiðslulönd heims yrðu uppiskroppa með fosfat á næstu 22 til 35 árum. Vegna hratt aukinnar eftirspurnar kunni vinn­ anlegar birgðir jafnvel að klárast fyrir árið 2040. Augljóst er miðað við þessar tölur að markaðsverð á fosfati mun að óbreyttu hækka gríðarlega á komandi árum og þar með verð á áburði. Stærsti hluti framleiðslunnar fer í áburð Um 83% af fosfatframleiðslu heimsins fór á árinu 2019 í fram­ leiðslu á áburði sem að mestu er nýttur í ræktun nytjajurta. Fosfór er einnig notaður í sprengiefni, eldspýtur, flugelda, meindýraeitur, tannkrem og þvottaefni og ýmislegt fleira. Stöðugt aukin notkun leiðir til ófarnaðar Reynt hefur verið að auka mat­ vælaframleiðslu með stóraukinni notkun á fosfatáburði. Þannig reyna menn að kreista stöðugt meiri fram­ leiðslugetu út úr hverjum hektara jarðvegs og nytjaplantna með óheyrilegri áburðargjöf. Það hefur hins vegar haft þau áhrif að fosfat skolast út í læki, ár og stöðuvötn og valda þar skaða á lífríkinu. Í rannsókn sem birt var í The Journal Science 2015 var talað um þetta sem einn helsta mengunarvandann sem steðjaði að mannkyninu. Samkvæmt tölum vísindaskrif­ stofu bandarískra stjórnvalda, (United States Geological Survey), sem kynntar voru 2017, var áætlað að heimsbirgðir af fosfati (Rock Phosphate) hafi þá verið um 68 milljarðar tonna. Heimsframleiðslan 2016 var um 261 milljón tonn og fór ört vaxandi. Miðað við að engin framleiðsluaukning yrði hefðu fos­ fórnámur heimsins átt að duga í 260 ár. Gallinn er að framleiðslan hefur stigið með ógnarhraða frá 1946 og FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hratt hefur gengið á fosfatbirgðir heimsins vegna stóraukinnar notkunar tilbúins áburðar í ræktun: Skortur á fosfati gæti leitt til vandræða í matvælaframleiðslu á komandi áratugum – Vonir bundnar við að hægt sé að teygja lopann með vinnslu á fosfati sem finna má í mettuðum saltstöðuvötnum víða um heim Fosfór eða „phosphorus“ er eitt af frumefnum jarðar [P] og er númer 15 í lotukerfinu. Þetta efni uppgötvaðist fyrir hreina tilviljun árið 1669 af þýska efnafræðingnum og kaupmanninum Hennig Brand frá Hamborg. Efnið finnst ekki í hreinu ástandi á jörðinni, en er að finna á nokkrum stöðum í námum sem efnasambandið fosfat. Plöntur vinna fosfat úr jarðvegi í sínu lífsferli og því er nauðsynlegt að bæta fosfati í jarðveg til að ná fram skilvirkni við ræktun plantna. Fosfat má t.d. fá úr kúamykju, kindaskít og öðrum úrgangi dýra en er þar í mun veikara formi en í hreinum tilbúnum áburði sem bændur bera á tún. Fékk fosfór úr hlandinu en ekkert gull Henning Brand var í tilraunum sínum að reyna að ná einu af stóru markmiðum manna að búa til gull. Brand var sannfærður um að svarið væri mannlegt þvag, af tveimur góðum ástæðum. Í fyrsta lagi var gull og þvag svipað að lit. Í öðru lagi kom þvag úr mannslíkamanum, sem efnafræðingar litu almennt á sem fullkomnun sköpunarverksins. Gerði hann tilraunir við gullfram­ leiðsluna í garðskúr sínum þar sem hann gerjaði umtalsvert magn af hlandi. Síðan hitaði hann afurðirnar og framkvæmdi það sem kölluð er þurr eiming. Lyktin af vinnslunni þótti svo skelfileg að slíkt myndi örugglega ekki valda minni deilum í dag en matreiðsla á Þorláksmessuskötunni á Íslandi. Í stað þess að fá gull úr vinnslunni á þvaginu fékk hann frumefnið fosfór eða P15. Frumefnið fosfór uppgötvaðist fyrir tilviljun Þetta málverk Joseph Wright frá árinu 1795 sýnir efnafræðing vinna fosfór. Það gerði hann með því að gerja þvag manna. Síðan hitaði hann afurðirnar og framkvæmdi þurra eimingu, eins og myndin sýnir, en lyktin af vinnslunni þótti víst skelfileg. Magadi-vatn í Kenía er mjög karbónríkt en botn þess er myndaður af eldfjallahrauni. Vatnið er salt og mjög rikt af örverum og dregur að fjölmörg dýr eins og flamingóa og sebradýr. Um 83% af heimframleiðslunni á fosfati fór í framleiðslu á áburði á árinu 2019. Rautt fosfat. Makadi-vatn er mjög salt og þegar vatnsyfirborðið lækkar vegna þurrka myndast saltflekar sem inihalda m.a. rautt fosfat. Ljóst fosfat-grjót. (Phosphate Rock) Járnbrautarlest fullhlaðin af fos- fat-grjóti í Métlaoui í Túnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.