Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 21 sérstaklega mikið síðastliðin 15 ár eða svo. Þess vegna gengur enn hraðar á fosfatbirgðir en áður. Marokkó og Vestur-Sahara með mestu birgðirnar en óörugga vinnslu Áætlað er að í Marokkó og í Vestur- Sahara séu langmestu birgðir af fosfati í jörðu í heiminum, eða um 50 milljarðar tonna. Gallinn er bara að vinnslugeta á því svæði er ekki næg, auk þess sem pólitískt ástand er talið trufla námuvinnsl- una. Næstmest er af fosfati í Kína, eða 3,2 milljarðar tonna. Þá kemur Alsír í þriðja sæti með 2,2 millj- arða, Sýrland í fjórða sæti með 1,8 milljarða og Brasilía í fimmta sæti með 1,7 milljarða tonna. Mest fosfatframleiðsla hefur verið í Kína Þótt stærstu fosfatnámurnar séu í Marokkó og Vestur-Sahara, eða um 70% af heimsbirgðunum, þá hefur mesta námuvinnslan verið í Kína undanfarin ár. Framleiðslan í Kína dróst þó saman árið 2018, eða úr 144 millj- ónum tonna í 140 milljónir tonna. Miðað við þá framleiðslu duga fosfatbirgðir sem Kínverja eiga í jörðu í 20 til 23 ár. Með stöðugt aukinni eftirspurn styttist sá tími til mikilla muna Marokkó og Vestur-Sahara komu svo í öðru sæti samanlagt með um 30 milljóna tonna framleiðslu árið 2018. Minnkandi framleiðsla í Bandaríkjunum Þriðja stærsta námuvinnslulandið 2018 voru Bandaríkin með 27 millj- ónir tonna og hafði framleiðslan þá fallið þar í landi um 900.000 tonn á milli ára. Innan Norður-Ameríku er mestu útfellingarnar á fosfati að finna á Bone Valley-svæðinu í Flórída, Soda Springs-svæðinu í suðausturhluta Idaho og við strönd Norður-Karólínu. Minni námur eru staðsettar í Montana, Tennessee, Georgíu og Suður-Karólínu. Talið er að fosfatbirgðir Banda- ríkjamanna með núverandi vinnslu muni vart duga lengur en í 36 ár til viðbótar. Litla eyjaríkið Nauru og nágranni hennar, Banaba-eyjar, voru þekkt fyrir gríðarlegan fos- fatsforða af bestu gæðum. Þar er fosfatið nú nær uppurið. Bergfosfat er þó einnig að finna í Egyptalandi, Ísrael, Vestur- Sahara, Navassa-eyju, Túnis, Tógó og Jórdaníu. Krafa um minna kadmíum- innihald talið Rússum í hag Þótt Rússland hafi einungis átt um 600 milljóna tonna birgðir af fosfati í jörðu árið 2018, þá var það eigi að síður fjórði stærsti framleiðandinn á fosfati með 12,5 milljónir tonna það ár. Hertar reglur, ekki síst í ríkjum Evrópusambandsins, um að dregið verði úr innihaldi kadmíums í fosfati sem notað er í áburð virðist hafa komið rússneskum framleið- endum til góða, að því er segir á vefsíðu Phosphate Investing News. Í fimmta sæti í vinnslu á fos- fati úr jörðu er Jórdanía með 8,8 milljónir tonna á árinu 2018. Síðan kom Brasilía með 5,4 milljónir tonna, Sádi-Arabía með 5,2 millj- ónir, Egyptaland með 4,6 millj- ónir, Ísrael með 3,9 milljónir og samanlagt voru Víetnam og Túnis svo með 3,3 milljónir tonna á árinu 2018. Kannski er glæta í myrkrinu Kannski er þó ljóstíru að finna í myrkri þverrandi fosfatbirgðum heimsins í nýlegri rannsókn jarð- og geimvísindadeildar Washington- háskóla. Lausnin gæti falist í nýt- ingu risastórra uppþornaðra og hálfuppþornaðra saltvatna sem finna má í öllum sjö heimsálfunum. Þau eru reyndar líka stundum kölluð sódavötn, en í þeim hópi er líka mikill fjöldi vatna sem eru mjög mettuð af karbóni og seltu- stigið allt að 35%. Greint var frá þessum rann- sóknum á heimasíðu Washington- háskóla þann 30. desember síðast- liðinn. Rannsóknir náðu til Mono Lake-vatnsins í Kaliforníu, Lake Magadi í Kenía og Lonar Lake á Indlandi. Þessi karbónatríku vötn styðja líf allt frá örverum til flamingóa. Þessar lifandi verur hafa síðan áhrif á efnafræði vatnanna og við þetta samspil fellur til fos- fór. Vísindamennirnir rannsökuðu fosfórmagn í þessum karbónatríku vötnum. Þó að nákvæmar mælingar ráðist af árstíðum þegar sýnum var safnað, komust vísindamennirnir þó að því að vötnin hafi um það bil 50.000 sinnum meira fosfórmagn en það sem finnst í sjó eða ám. Í rannsókninni segir líka að fos- fatmagn gæti orðið enn meira, eða í allt að milljónföldum styrkleika þess sem hægt er að finna í sjó. Það gerist þegar vatn gufar upp í þurrum árstíðum. Þetta á sér oft stað meðfram ströndum eða í einangr- uðum pollum sem eru aðskildir frá meginhluta vatna. Sjá fleiri gerðir á www.landsbjorg.is/vefverslun Einnig má senda tölvupóst á sjukrakassi@landsbjorg.is HEIMILIÐ SUMARBÚSTAÐINN VINNUSTAÐINN ÖKUTÆKIÐ ER SJÚKRAKASSINN Í LAGI Í ÞÍNU UMHVERFI? Við eigum vandaða sjúkrakassa af öllum stærðum og gerðum. Bjóðum einnig frábæra þjónustu á yfirferð á eldri kössum. SKJÓÐA: Er góð í traktorinn, fjórhjólið, sleðann og bílinn. VÍS: Hentar vel á heimilið, minni vinnustaði og sumarbústaðinn. Fosfór er í öllum lifandi frumum en ekki í hreinu formi í náttúr­ unni. Hann er mjög hvarfgjarn, á sér margar birtingarmyndir og er nauðsynlegur öllum lífverum. Fosfór gefur frá sér dauft ljós er hann binst við súrefni. Orðið fosfór er komið úr grísku, og þýðir í raun ljósberi og er samsett úr orðunum phôs sem þýðir „ljós“, og phoros sem þýðir „sá sem ber, - þ.e.a.s. ljósberi. Forn-Grikkir kölluðu reikistjörnuna Venus fosforos. Ríflega 80% af fosfór, eða öllu heldur fosfati, fer í framleiðslu á áburði sem að mestu er nýttur í ræktun nytjajurta og í dýrafóður. Fosfór er einnig notaður í sprengi efni, eldspýtur, flugelda, meindýraeitur, tannkrem og þvottaefni. Hvítur fosfór er vaxkennt efni við herbergishita sem glóir í myrkri. Snerting við húð getur valdið alvarlegum brunasárum. Brúna fosfathimnan á eldspýtu stokkunum inniheldur fosfór. Þegar eldspýtu með brennistein á endanum er strokið við fosfórhimnuna kviknar eldur. Fosfórsprengjur hafa þann eiginleika að mynda gríðarlegan hita og eld sem ekki er hægt að slökkva með vatni eða öðrum slökkviefnum. Fosfóráburður er oft notaður sem sprengiefni, líka til góðra verka meðal annars við jarðgangagerð til að drýgja dínamít. Fosfat er líka notað í margvíslega aðra iðnaðarframleiðslu eins og undraefnið „Black phosohrus“ til að betrumbæta ljóstækni í tölvum. Fosfór í öllum lifandi frumum Fosfór er ekki bara notaður til góðs, heldur líka til djöfullegra verka. Hér er verið að sprengja fosfórsprengjur yfir Mósúlborg í Írak. Fosfórsprengjur hafa þann eiginleika að mynda gríðarlegan hita og eld sem ekki er hægt að slökkva með vatni eða öðrum slökkviefnum. Afleiðingarnar fyrir fólk sem fær slíkt á sig eru skelfilegar. Brúna röndin á eldspýtustokkum er úr fosfór og ef brennisteini er strokið yfir hana kviknar eldur. Fosfatnáma í Georgíuríki í Bandaríkjunum. STARFSKRAFTUR VIÐ SKÓLABÚ HÁSKÓLANS Laust er til umsóknar fullt starf aðstoðarmanns á skólabúi við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamn- inga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli. STARFSSVIÐ Umhirða hesta og bústörf. Almennt viðhald. MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR Reynsla af umhirðu hesta og almennum bústörfum æskileg. Aukin ökuréttindi og iðnmenntun kostur. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamn- ingi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttar- félags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur um starfið er til 19. júní 2020 og er æski- legt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og stað- festingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is, merkt skólabú. Nánari upplýsingar veita Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 861 1128 og Eysteinn Steingrímsson bústjóri í síma 898 6648. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Bænda 18. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.