Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum: LESENDABÁS Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins „Aftur kemur vor í dal“ með sællegar kýr á beit. Þangað til er rétt að draga fram flag hefil­ inn, setja nýja möl og sand í kúagöturnar og undirbúa beitar­ tímabilið. Út í vorið Hvort sem valið er að fara randbeitar- leiðina eða með því að hafa hólfa- eða skiptibeit þarf að huga vel að skipulagi beitarinnar að vori. Tíðin er mjög misjöfn milli ára og sprettan eftir því. Best er að byrja að sýna kúnum út um miðjan maí, en treysta ekki á beit fyrr en í byrjun júní. Fyrsti hálfi mánuðurinn er því meiri útivist og tamning en nokkurn tíma fóðuröflunartímabil kúnna – nema menn hafi þeim mun meiri rúg fyrir kýrnar að bíta. Með beitinni er gott að gefa forþurrkaðan fyrri slátt sem stillir vambarjafnvægið aðeins af. Til að tryggja nægilega orku til mjólkurframleiðslu reynist ágætt að trappa kjarnfóðurgjöfina ekki mjög mikið niður í lausagöngufjósum heldur leyfa kúnum frekar að ráða hvort það séu beitargrösin eða kjarnfóðrið sem þær mjólka af. Í básafjósum má minnka kjarnfóðurgjöf aðeins, sér í lagi ef kýrnar eru látnar liggja úti þar sem erfitt er að koma í veg fyrir sýrustigssveiflur ef gefið er kjarnfóður í kringum mjaltir kvölds og morgna. Skipulag beitarhólfa Stilla þarf beitarframboð út frá gripafjölda og sprettu. Hólfabeit þar sem kýrnar fá nýtt hólf á hverjum degi reynist ágætlega. Miðað er við að friða hólfin í um það bil 14 dögum til að fá endurvöxt á stykkin. Beitargrös þurfa að hafa náð 10 cm hæð við upphaf beitartímabils (rétt upp fyrir ökkla) til að kýrnar geti nýtt sér það. Eftir hverja beitarlotu borgar sig að ruddaslá eða slóðadraga hólfin til að dreifa úr kúadellum og jafna grasvöxt. Séu grös orðin meira en 20 cm að hæð fúlsa kýrnar við þeim, enda eru grösin þá komin langt á leið hvað þroskann varðar. Þetta á þó ekki við um frumvöxt grænfóður s.s. rýgresis. Uppbygging rekstrarleiða Kýrnar lesa ekki vegpresta eða kort og því þurfa rekstrarleiðir að vera sem einfaldastar. Rekstrarleiðir fyrir mjaltaþjóna- fjós þurfa að vera a.m.k. 2 metra breiðar eigi kýrnar að geta mæst á leið til og frá fjósi. Séu flokkunarhlið eða brynningar á leiðinni þurfa göturnar að vera a.m.k. 3 metra breiðar. Eins borgar sig að koma í veg fyrir öll vegamót og stoppu- stöðvar á rekstrarganginum til að draga úr umferðaröngþveiti. Betra er að hafa brynninguna bæði úti á túni og inni í fjósi, frekar en í götunni, svo kýrnar sjái ekki ástæðu til að stoppa á leið sinni milli beitarhólfs og fjóss. Fyrir hvern lítra framleiddr- ar mjólkur þurfa kýrnar að drekka 2–3 lítra af vatni, svo það veitir ekki af nægu framboði af fersku vatni. Hvað efnisval í göturnar varðar þurfa þær að vera vel uppbyggðar og þola mikla umferð. Best er að hafa malarpúða undir til að fá burð í veginn, og eitthvað fínna og mýkra efni ofan á. Kýr hafa ekkert um grýtta götu að fara og besti mælikvarðinn á hvort göturnar séu nothæfar er að ganga þær sjálfur á slitnum gúmmítúttum eða ullarsokkum. Þar sem framfót kúnna ber niður lendir afturfótur einnig og með því að horfa eftir ganglagi kúnna á leið sinni í hagann er hægt að meta hvort vegagerðina mætti bæta eða hvort eitthvað annað sé ábótavant hjá kúnum. Röng fóðrun kemur niður á heilbrigði klaufbotns og gerir kýrnar sárfættar. Hrasa kýrnar, ganga þær í keng eða er skíturinn óþarflega þunnur? Kýr í mjaltaþjónafjósum þola sannarlega lakari götur en þær sem reknar eru til mjalta þar sem þær fara hægar yfir og á eigin forsendum, en engu að síður draga lélegar götur úr mætingu kúnna. Sannarlega er margt sem við mætti bæta, en lykilatriði í bættri nýtingu beitarinnar er að kýrnar komist klakklaust milli fjóss og beitar, nái að innbyrða orkuna sem við ætlum þeim og komi heilar og höldnu inn til mjalta aftur. Hugum að beitinni í tíma Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ráðunautur hjá RML jona@rml.is Stilla þarf beitarframboð út frá gripafjölda og sprettu. Beitargrös þurfa að hafa náð 10 cm hæð við upphaf beitartímabils (rétt upp fyrir ökkla) til að kýrnar geti nýtt sér það. Ef svarið er já að þá óskum við eftir þátttöku þinni í rekstrar­ verkefni sem Ráð gjafar miðstöð landbúnaðar ins er að fara af stað með. Þar er meginmark­ miðið að kúabú fái heildstæða greiningu á sínum rekstri og safna um leið ítarlegum hag­ rænum tölum í mjólkurfram­ leiðslu sem hafa verið óaðgengi­ legar um árabil. Rekstrarafkoma bús er lykil- þáttur í að bændur geti reiknað sér ásættanleg laun fyrir sína vinnu og um leið haft svigrúm til að byggja upp jarðirnar sínar. Markmiðið er að ná a.m.k. 100 búum inn í verkefnið eða um 20% af kúabúum landsins. Hvert bú mun fá skýrslu um sinn rekstur og sjá hvar það stendur í samanburði við önnur bú í verkefninu. Tengd verða saman rekstrar- og skýr- sluhaldsgögn búsins úr Huppu og Jörð sem mun bjóða upp á margvíslegan samanburð. Þar má t.d. nefna breytilegan kostn- að búsins en hann er sá kostnaður sem breytist með breyttu fram- leiðslumagni. Hann getur samt verið mjög misjafn á milli búa og eftir árum. Hver er breytilegi kostnaðurinn hjá þér á hvern inn- veginn lítra? Það er ljóst að eftir því sem kostnaðurinn er lægri því meira tækifæri er til viðhalds og framkvæmda en ekki síður til að reikna sér hærri laun. Eins mun búið þola meiri skuldsetningu og hafa þ.a.l. meiri möguleika til stærri fjárfestinga. Jafnframt er áhugavert fyrir bændur að skoða nánar vaxtakostnað sinna lána. Ertu að greiða hærri vexti en aðrir bændur að jafnaði? Eru þar sóknarfæri í bættum rekstri? Þannig mætti halda lengi áfram um atriði sem bændur munu geta skoðað sér til hagsbóta. Hér er einnig kjörið tækifæri til að fá það staðfest að búið sé einstak- lega vel rekið! Í þessu verkefni verða skoðuð rekstrargögn áranna 2017–2019. Þátttakendur munu því þurfa að skila rekstrargögnum fyrir þessi þrjú ár til okkar. Æskilegast er að fá lykluð gögn úr bókhalds- forritinu dkBúbót en einnig verður unnið úr landbúnaðar- framtölum séu sundurliðuð gögn ekki til staðar. Fyllsta trúnaðar verður gætt og skilyrði persónu- verndarlaga uppfyllt. Gagnasöfnun mun hefjast í júní og ná fram í miðjan sept- ember. Eftir það verða gögnin tekin saman og skýrsla afhent hverju búi. Búast má við því að sú skýrsla verði afhent þátttak- endum í verkefninu í nóvember. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrk úr þróunarsjóði nautgriparækt- arinnar sem mun standa undir hluta af kostnaði við verkefnið. Þátttökugjald verður því sem nemur 3 klst. vinnu eða 24.000 kr. án vsk. Það verður innheimt eftir að bú hefur fengið sína skýr- slu og greiningu. Þeir bændur sem hafa áhuga á að vera með í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við einhvern af neðan- greindum starfsmönnum verk- efnisins: Ert þú kúabóndi? • Runólfur Sigursveinsson sími: 516-5039 eða rs@rml.is • María Svanþrúður Jónsdóttir sími: 516-5036 eða msj@rml.is • Sigríður Ólafsdóttir sími: 516-5041 eða so@rml.is • Kristján Óttar Eymundsson sími: 516-5032 eða koe@rml.is • Guðfinna Harpa Árnadóttir sími: 516-5017 eða gha@rml.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 –Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.