Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 57

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 57 Stuttbuxurnar eru prjónaðar með áferðarmynstri úr DROPS Flora. Tilvalið verkefni á þau minnstu fyrir sumarið. Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: (40/44) 48/52 (56/62) 68/74 (80/86) 92 Garn: DROPS FLORA (fæst í Handverkskúnst) (50) 50 (100) 100 (100) 100 g litur 08, brúnn Prjónfesta: 24 lykkjur x 38 umferðir = 10x10 cm. Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 cm, nr 2,5og 3 Silkiborði: um 1,5 metrar ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5,25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um mitt að framan og mitt aftan á stuttbuxum): Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkjuna með prjónamerki eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. STUTTBUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna / sokkaprjóna, ofan frá og niður. Fitjið upp (84) 100 (112) 124 (132) 140 lykkjur á hringprjón nr 2,5. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 slétt, 1 brugðið). Þegar stroffið mælist 2½ cm, prjónið gataumferð fyrir silkiborða þannig: *1 slétt, 1 brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur brugðið saman*, prjónið frá *-* út umferðina (= (21) 25 (28) 31 (33) 35 göt í umferð). Prjónið áfram stroff eins og áður þar til stykkið mælist 4 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú upphækkun aftan á stuttbuxum eins og útskýrt er að neðan. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Til að buxurnar passi betur eru þær prjónaðar hærra að aftan en að framan. Þetta er gert með því að prjóna stuttar umferðir fram og til baka þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið frá réttu og prjónið 8 lykkjur stroff fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 16 lykkjur. Snúið, herðið á þræði og prjónið 24 lykkjur stroff, snúið, herðið á þræði og prjónið 32 lykkjur stroff. Snúið, herðið á þræði og prjónið 40 lykkjur stroff, snúið, herðið á þræði og prjónið 48 lykkjur stroff. Snúið, herðið á þræði og prjónið stroff til baka mitt að aftan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um (16) 20 (20) 24 (28) 28 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = (100) 120 (132) 148 (160) 168 lykkjur. STUTTBUXUR: Prjónið í hring eftir mynstri A.1 yfir allar lykkjurnar. Þegar stuttbuxurnar mælast (14) 16 (17) 20 (21) 22 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan er sett 1 prjónamerki mitt að framan og 1 prjónamerki mitt að aftan. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið út í annarri hverri umferð alls 6 sinnum = (124) 144 (156) 172 (184) 192 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (18) 20 (21) 24 (25) 26 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Nú skiptist stykkið fyrir skálmar við bæði prjónamerkin. Setjið helming af lykkjum á þráð eða hjálparprjón og prjónið skálmar yfir þær lykkjur sem eftir eru eins og útskýrt er að neðan. Héðan er nú mælt. SKÁLM: = (62) 72 (78) 86 (92) 96 lykkjur. Skiptið lykkjum á sokkaprjóna nr 3 og prjónið A.1 hringinn í (2) 2 (2) 2 (3) 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 slétt, 1 brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina skálmina alveg eins. Þræðið silkiborða upp og niður í gataumferð og hnýtið slaufu mitt að framan. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Bænda 18. júní Krúttlegar stuttbuxur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 8 3 5 4 9 1 4 2 3 8 5 9 1 6 1 8 7 5 2 8 2 6 5 1 4 2 3 1 8 7 8 3 7 2 9 6 4 8 3 5 7 4 2 6 Þyngst 4 8 2 5 1 5 7 7 2 9 3 5 1 2 3 8 7 3 4 9 1 4 6 8 2 1 6 9 7 8 2 1 5 9 4 6 5 4 8 8 9 6 3 2 3 7 1 6 9 8 5 9 7 9 3 2 4 6 3 1 9 5 4 3 5 7 6 4 6 8 6 2 4 8 2 1 1 8 3 7 8 4 6 1 3 2 Þegar Mikki refur settist hjá mér FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Gísli Frank er frumburður for- eldra sinna í þriggja drengja hópi. Þau búa á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Nafn: Gísli Frank Traustason. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Syðri-Hofdalir, Skagafirði. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Útivist og íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar. Uppáhaldsmatur: Tortilla pönnu- kökur með hakki. Uppáhaldshljómsveit: Álfta- gerðis bræður og Little Big. Uppáhaldskvikmynd: The sectret life of Pets. Fyrsta minning þín? Þegar ég fór að sjá Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og Mikki refur kom og settist við hliðina á mér, ég var 3 ára þegar þetta var. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fótbolta og körfu- bolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ljósmyndari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég held ég geri bara aldrei neitt klikkað. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Vera með fjölskyldunni og veiða. Næst » Gísli Frank skorar á Sigur- björgu Ingu Sigfúsdóttur að svara næst. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 21,9% fólks á höfuðborgarsvæðinu les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.