Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202034 ÍSLAND ER LAND ÞITT Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið Útilegukortið ehf. gefið út sam- nefnt aðgangskort að tjaldstæð- um á Íslandi sem það hefur gert samninga við. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hafa mörg verka- lýðsfélög niðurgreitt slík kort til sinna félagsmanna. Markmiðið með stofnun Útilegu­ kortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um landið. Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2020 en þó ekki lengur en til 15. september. Útilegukortið kostar fullu verði aðeins 19.900 krónur. Niðurgreiðslur verkalýðsfélaga eru misjafnar en nema í sumum tilfellum fast að helmingi þessa gjalds. Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Að vísu þurfa gestir að greiða sérstaklega gistináttagjald og fyrir rafmagn á tjaldstæðum ef það er notað. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Útilegukortið eykur viðskipti í viðkomandi sveitarfélagi Útilegukortið hefur greinilega haft mikil áhrif á ferðir fólks um landið. Greinilegt er að þau tjaldstæði sem eru skráð á Útilegukortið eru oft ásetnari en önnur. Því fjær höfuð­ borginni sem tjaldsvæðin eru því mikilvægara virðist vera að þau bjóði fólki upp á að það geti þar nýtt Útilegukortið. Það dregur að fólk sem annars kæmi síður eða alls ekki. Sveitarfélög sem oft reka þessi tjaldstæði sjá því augljósan hag í að taka þátt í þessu, jafnvel þótt beinar tekjur fyrir leigu á hverju tjaldstæði kunni að vera minni fyrir hvern einstakling en ella. Ástæðan er einföld. Aukin aðsókn að tjald­ stæðum dregur fólk að þeim þéttbýl­ iskjörnum sem þar eru í nágrenninu. Ferðafólk sem kemur á þessi tjald­ stæði er að sækjast eftir upplifun og það þarf líka að nærast. Koma þess á tjaldstæðin skapar því umtalsverða veltu í þeim samfélögum þar sem þau eru. Þetta hafa sveitarfélög í auknum mæli verið að átta sig á og má greinilega sjá þess merki víða um land. /HKr. Útilegukortið • Þórisstaðir • Varmaland • Traðir, á Eyrunum • Grundarfjörður VESTURLAND • Grettislaug á Reykhólum • Drangsnes • Flókalundur • Patreksfjörður • Tungudalur (Ísafjörður) • Bolungarvík VESTFIRÐIR • Hvammstangi • Skagaströnd • Sauðárkrókur • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Lónsá • Heiðarbær • Kópasker • Raufarhöfn • Þórshöfn • Möðrudalur – Fjalladýrð NORÐURLAND • Seyðisfjörður • Reyðarfjörður • Eskifjörður • Norðfjörður • Fáskrúðsfjörður • Stöðvarfjörður AUSTURLAND • Kleifarmörk • Langbrók • Álfaskeið • Skjól • Hella Gaddstaðaflatir • Stokkseyri • Þorlákshöfn • Grindavík • Sandgerði SUÐURLAND Ísafjörður. Tjaldstæðið í Tungudal í Skutulsfirði. Mynd / HKr. Útilífsmiðstöð skáta við Hamra á Akureyri: Brýnt að hraða framkvæmdum við nýjar tjaldflatir – Fjölgun ferðamanna og breyttur ferðamáti skapar álag á tjaldflatir Fjölgun ferðamanna, breyttur ferðamáti og ferðatími tjaldgesta sem og mikið álag á tjaldflatir á útilífsmiðstöðinni að Hömrum við Akureyri, ásamt lokun tjald- svæðis við Þórunnarstræti, leiðir til þess að mjög mikilvægt er að framkvæmdum við tvær nýjar tjaldflatir norðan Hamra verði hraðað sem kostur er. Aðalfundur Hamra, útilífsmið­ stöðvar skáta á Akureyri, var haldinn á dögunum og þar var ítrekuð beiðni við Akureyrarbæ um að hraða vinnu við stækkun svæðisins á Hömrum til norð­ urs. Skorað er á bæjaryfirvöld að tryggja fjármagn til verksins í ár og næstu ár eftir því sem fram­ kvæmdum miðar áfram. Þá var á fundinum einnig rætt um samning um uppbyggingu og eignarhald. Í greinargerð segir að í tilefni af því að liðin séu 20 ár frá því að formleg starfsemi útilífs miðstöðvarinnar að Hömr­ um hófst sé skorað enn og aftur á bæjaryfirvöld að ganga til samninga við skátahreyfinguna um uppbyggingu útilífsmiðstöðvar. Starfsemin eykst ár frá ári og vonast eftir nýjum samningi Árið 1998 var gerður rekstrar­ samningur á milli skáta félagsins Klakks og Akureyrar bæjar um rekstur tjaldsvæðis Akureyrar. Í samningnum er m.a. tekið fram að litið sé á samninginn sem fyrsta skrefið að samningi milli félagsins og bæjarins um uppbyggingu nýrra tjaldsvæða að Hömrum. Svæðið að Hömrum hafi verið formlega opnað árið 2000 og hafi starfsemin aukist ár frá ári og er tjaldsvæðið nú eitt af fjölsóttustu og vinsælustu tjaldsvæðum landsins með fyrirmyndar aðstöðu og þjónustu, sem er í boði allt árið. Árið 2008 var gerður nýr rekstrar samningur um tjaldsvæðin þar sem m.a. var kveðið á um að samningurinn væri skref í átt að frekari samningi um uppbyggingu, rekstur og eignarhald framkvæmda á svæðinu. Samningur þessi var til 5 ára og hefur verið endurnýjaður óbreyttur síðan til tveggja ára í senn. Við gerð rekstrar samningsins 2008 var endanlegri samningagerð um uppbyggingu og eignarhald slegið á frest. „Það er von okkar að nú verði gengið til samninga að nýju og þeim lokið með undirritun heildarsamnings,“ segir í tillög­ unni. /MÞÞ Svæðið að Hömrum Í Eyjafirði var formlega opnað árið 2000 og hefur starf- semin aukist ár frá ári. Nú er tjaldsvæðið eitt af fjölsóttustu og vinsælustu tjaldsvæðum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.