Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 17 Háskólinn á Hólum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Námið er einstaklingsmiðað 120 ECTS nám sem boðið er upp á í samstarfi Háskólans á Hólum, Háskólans á Akureyri, Nord háskólans í Bodö í Noregi og Háskólans í Gautaborg í Svíþjóð. Námið snýr að sjálfbærri framleiðslu og nýtingu sjávarafurða og er hugsað sem þverfagleg tenging milli fiskveiða, fiskeldis og annarrar lífrænnar matvælaframleiðslu í sjó eða ferskvatni, með sérstakri áherslu á nýsköpun og frumkvöðla. UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. JÚNÍ 2020 Kynntu þér málið nánar á www.holar.is w w w .h ol ar .is ný pr en t e hf . | 0 5 /2 0 2 0 MARBIO - samnorrænt meistaranám ÖFLUG VÖKVADRIFIN VERKFÆRI FRÁ HYCON DÖNSK GÆÐASMÍÐI OG ÁRATUGA REYNSLA Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is Brothamrar Kjarnaborvélar Steypusagir Vatnsdælur GlussadælurNiðurrekstarhamrar Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 TINDAR OG HNÍFAR GOTT ÚRVAL sjávarafurð sem seld er frá Íslandi miðað við verð á kíló. Dýrasta varan fer á sushi-markað og kostar nálægt 20 þúsund krónum kílóið, að því er fram kemur í nýlegu og áhugaverðu viðtali í páskablaði Fiskifrétta við forsvarsmenn Royal Iceland sem veiðir og vinnur ígulker. Konungur beitunnar Beitukóngur er skelfiskur með kuðungslaga skel. Fullvaxinn beitukóngur er um 7 til 10 sentímetrar. Við Ísland hefur beitukóngur verið veiddur til matar og til beitu og þaðan er nafnið komið. Á síðasta ári veiddust um 350 tonn af beitukóngi að aflaverðmæti rúmar 45 milljónir króna. Beitukóngur er veiddur í gildrur. Aðeins einn bátur stundaði veiðarnar á síðasta ári að einhverju marki. Tilraunaveiðar á beitukóngi hófust í Breiðafirði árið 1996 og var landað 500 tonnum það ár. Síðan hefur aflinn verið sveiflukenndur vegna markaðsaðstæðna. Mest fengust tæp 1.300 tonn árið 1997. Beitukóngur er soðinn í skelinni og seldur að stærstum hluta til Kína en markaðir eru víðar. Beitukóngur leggur sér ýmsar tegundir til munns, meðal annars hörpudisk. Þá sýnir hann einstök klókindi. Hann klifrar upp á aðra hlið skeljarinnar, bíður þar til hún opnast og stingur síðan kuðungnum inn í opið þannig að skelin getur ekki lokað sér. Síðan teygir beitukóngur rana sinn inn í skelina og étur skelfiskinn. Tindaskata bjargar Þorláksmessu Tindaskata er smágerð skötutegund, oftast um 40 til 70 sentímetrar að lengd. Annað nafn á henni og jafnvel algengara er tindabikkja. Um 885 tonn af tindaskötu bárust á land á síðasta ári að aflaverðmæti um 18,5 milljónir króna. Hún fæst mikið sem meðafli við línuveiðar og var lengi vel ekki kærkominn fengur. Henni var oft hent fyrir borð en síðan var farið að vinna hana. Nýting innanlands hefur svo aukist seinni árin vegna skorts á hefðbundinni skötu. Kæst tindaskata er nú algeng á borðum landsmanna á Þorláksmessu. Hún hefur einnig verið fryst til úflutnings, t.d. fyrir markað í Frakkalandi. Stinglax, meðafli við togveiðar Stinglax er þunnur og langvaxinn fiskur sem verður rúmlega 120 sentímetrar að lengd. Hann finnst víða í Atlantshafi og er meðal annars veiddur á línu við eyjuna Madeira og þykir ágætur matfiskur. Hér við land finnst hann aðallega djúpt suður af landinu og veiðist sem meðafli við togveiðar. Aflinn hér jókst nokkuð fyrir áratug eða svo þegar fáein frystiskip fóru að leggja sig lítillega eftir stinglaxi þegar þess gafst kostur. Aflinn fór mest í 365 tonn árið 2012. Síðustu ár hefur hann minnkað og aðeins veiddust 65 tonn árið 2019 að verðmæti tæpar 11 milljónir króna. Veiðar á skötu í skötulíki Við Ísland þekkjast í kringum 15 tegundir skötu. Ein þeirra og sú mikilvægasta gengur einfaldlega undir nafninu skata. Hún er oftast 100 til 150 sentímetrar að lengd. Skata var og er eftirsótt og náði afli hennar á Íslandsmiðum mest rúmum 2.500 tonnum árið 1951 þegar erlend skip voru hér að veiðum. Mestan afla fengu íslensk skip árið 1958, eða rúm 1.270 tonn. Erlendis svo sem í Frakklandi er skata etin fersk en Íslendingar vilja hana aðeins kæsta eða salta sem kunnugt er. Vegna ofveiði víða hefur skötustofninn dregist verulega saman og er talinn í útrýmingarhættu. Á síðasta ári veiddust aðeins 175 tonn af skötu við Ísland að verðmæti rúmar 9 milljónir króna. Eins og getið er hér að framan hleypur tindaskatan í skarðið þegar skötuna vantar. Hin eina og sanna skata er samofin ísleskri þjóðmenningu og fáir fiskar koma fyrir í jafnmörgum orðtökum og samlíkingum og skatan. Flest eru þau á einhvern hátt niðrandi. Sagt er að eitthvað sé í skötulíki þegar illa er að verki staðið. Pör sem ekki voru gift voru í eina tíð nefnd skötuhjú og þótti ekki fínt. Þegar eitthvað fer úrskeiðis er sagt að menn skripli á skötunni. Og er þá ekki hægt að segja í ljósi aðstæðna að veiðar á skötu séu nú í skötulíki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.