Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 20206 Síðustu daga hafa fulltrúar Bænda­ samtakanna, fjármálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis átt samtöl um skilgreiningar á tollum vegna innflutnings landbúnaðarafurða. Þar hefur komið fram að ekki er sami skilningur á tollum milli aðila og hvar ákveðnar vörur skulu skilgreindar í tollskrá. Dæmi eru um innflutning á svokölluðum jurtaosti sem ber engan toll þó innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur sem unninn er úr kúamjólk. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk. Það samsvarar til um 2% af mjólkurframleiðslu á Íslandi. Það er krafa Bændasamtakanna að tekinn verði af allur vafi um slíkar skilgreiningar svo landbúnaðurinn geti haft framtíðarsýn um framleiðslu og tækifæri í samkeppni við innfluttar afurðir. Bændur hafa löngum minnt á að tollvernd er órjúfanlegur hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins og nauðsynlegt að skýra hana til framtíðar litið. Það er óumdeilt að þróun tollverndar á síðustu árum hefur grafið undan innlendri framleiðslu. Stóraukinn innflutningur á búvörum og verðrýrnun magntolla hefur gert það að verkum að samkeppnin hefur harðnað til muna. Tilgangur tollverndar er fyrst og fremst að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu og þess vegna er hún mikilvægur þáttur í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Það er þó ánægjulegt að utanríkisráðuneytið hefur kallað til sín forsvarsmenn búgreinanna til að ræða um tækifæri í samningum við Breta vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þar verður farið yfir þær afurðir sem koma inn til landsins á grundvelli samninga við ESB en hlutur Bretlands er talsvert stór. Með það í huga þarf að endurskoða tollasamninginn við Evrópusambandið, ekki síst vegna þess að innflutningur hefur aukist talsvert umfram útflutning Íslands á landbúnaðarvörum til Evrópu. Bændur hafa rætt tollamál og milliríkja­ samninga í tengslum við endurskoðun á rammasamningi við samninganefnd ríkisins. Þar gefst tækifæri til að móta sameiginlegan skilning á þessum mikilvæga málaflokki. Landgræðslan tali beint við bændur Í síðustu viku kom fram í fjölmiðlum að landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár og einnig að endurskoða lög um veggirðingar. Í mínum huga finnst mér að landgræðslustjóri ætti að ræða þessi mál við bændur og leita leiða til að ná sáttum. Einnig var í þessu ágæta viðtali komið inn á veggirðingar með þjóðvegum. Stór hluti veggirðinga er í raun hólfaskipting bújarða þar sem vegir þvera eignarlönd bænda. Það er ljóst að ef ekki er girt með vegum, sem fara í gegnum einkalönd manna, mun Vegagerðin ekki fá heimild til að leggja vegi. Nauðsynlegt er að eiga samtal við bændur um þessi málefni og komast að skynsamlegri niðurstöðu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Félagskerfi bænda í mótun Stjórn Bændasamtakanna vinnur nú að breyt­ ingum á félagskerfi bænda sem grundvallaðar eru á tillögum félagskerfisnefndar sem kynntar voru á Búnaðarþingi í mars síðastliðnum. Á síðasta stjórnarfundi BÍ var samþykkt að boða til formanna­ og framkvæmdastjórafundar aðildarfélaga þann 10. júní næstkomandi til þess að reifa fyrstu hugmyndir að breyttu kerfi. Í framhaldinu yrði unnið með tillöguna á grundvelli athugasemda sem fram koma á fundinum. Hún yrði svo rædd seinnipartinn í sumar við bændur í sérstakri fundaferð um landið sem kynnt verður síðar. Ég bind miklar vonir við að bændur geti komið sér saman um einfaldara félagskerfi. Í mínum störfum frá því ég var kosinn formaður hafa vaknað margar spurningar af hverju við þurfum að hafa félagskerfið jafn flókið og raun ber vitni. Því þurfum við bændur að breyta í sameiningu. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Réttur borgara í lýðræðisríki og skil­ virkni í stjórnsýslu Íslands er fyrirbæri sem án efa er löngu kominn tími til að setja framar í goggunarröð kerfisstjórn­ enda á Íslandi. Ástæður þess að þetta er hér nefnt eru fjölmörg mál, þar sem kerfið virðist vera til kerfisins vegna, en ekki vegna fólksins sem það átti upphaflega að þjóna. Vandi er að spá í hvort þetta stafar af því að stjórnendur eru ráðnir þar inn á röngum forsendum eða eru ekki hæfir til verksins. Mun líklegri skýring er þó trúlega sú að lögin og regluverkið á bakvið stofn­ anirnar séu svo illa unnin og svo flókin að starfsfólkið skilur ekki til hvers er ætlast af því. Kannski er það líka meðvitað að gera kerfið svo flókið að það þurfi helst sérfræðinga í alþjóðalögum, sanskrít eða forn­egypsku á svimandi launum til að túlka hvað alþingismenn hafi raunverulega meint með lagasetningunni. Þetta á því miður ekki síst við stofnanir sem sérstaklega er ætlað að þjóna þeim viðkvæmustu á meðal vor, öldruðum og öryrkjum. Gildir þá einu þótt einstaklingar hafi dómsúrskurði upp á vasann um að hafa verið beittir misrétti af viðkomandi stofnun. Útkoman er sú að skjólstæðingar stofnananna upplifa það að kerfið vinni beinlínis gegn þeirra hagsmunum. Skerðing á bótum öryrkja sem sýna viðleitni til að afla sér aukatekna er ein birtingarmynd þessa. Þar hefur ríkisstofnun verið beitt af fullri hörku með svívirðilegri valdníðslu gagnvart þeim sem minnst mega sín. Lífeyrismál og misbeiting stofnana til að hafa af eldri borgurum áunnin lífeyrisréttindi er síðan stórmál af sama meiði. Það hefur nú leitt til þess að þrír félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, hafa að beiðni og fyrir hönd samtakanna höfðað mál á hendur Tryggingastofnun fyrir hönd íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Í stefnunni er það rakið að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á fót með kjarasamningum á árinu 1969, hafi verið ætlað að koma til viðbótar en ekki í stað almannatrygginga. Með núverandi skerðingum sé verulegur hluti þess ávinnings sem rekja má til lífeyrissjóðakerfisins hins vegar færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar fái sjálfir notið lífeyrissparnaðar síns eru réttindi þeirra í lífeyrissjóðunum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatrygginga. Um er að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðunum að mati Gráa hersins. Bent er á að þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun. Það er blóðugt að eldri borgarar og öryrkjar þessa lands þurfi að standa í stöðugu stappi við kjörna fulltrúa þjóðarinnar til að tryggja afkomu sína. Það er í hæsta máta undarlegt að þjónar fólksins á Alþingi Íslendinga skuli stilla sér þannig upp gegn þessum hluta þjóðarinnar. Að þeir semji lög og reglur sem eru túlkaðar á þann hátt að heimilt sé að beita stofnunum ríkisins beinlínis gegn þessum þjóðfélagshópum. Á sama tíma þykir ekkert tiltökumál að ríkið veiti stóreignamönnum heimild til að braska með helstu auðlindir þjóðarinnar, sem meta má á hundruð, ef ekki þúsundir milljarða króna, rétt eins og þeir eigi þær. – Er ekki mál að þessari svívirðu linni? /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun:Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Djúpidalur í Eyjafirði og virkjunarlón við bæinn Litladal. Myndin var tekin í júní 2010. Vatnið í lóninu kemur að mestu úr Djúpadalsá sem á upptök í Hvassafellsdal, hægra megin við Mælifellshnúk. Vinstra megin á myndinni er þá trúlega Hleiðargarðsfjall, þá Mælifellshnjúkur, síðan Kamb- fellsfjall og Litladalsfjall lengst til hægri. Miðvikudaginn 20. desember 2006 varð mikið vatnsflóð í Djúpadalsá í Eyjafirði, þegar skyndilega hljóp úr virkjunarlóni í Djúpadal við það að áin rauf yfirfallsmannvirki Djúpadalsvirkjunar II í kjölfar mikilla leysinga og vatnavaxta. Yfirfallsmannvirkið var þá nýlegt og gróf áin sér nýjan farveg í gegnum hóla í dalsmynninu. Mynd / Hörður Kristjánsson Til skammar Gruggugt tollaumhverfi skaðar innlendan landbúnað Dæmi eru um innflutning á svokölluðum jurtaosti sem ber engan toll þótt innihald sé að uppi- stöðu til hefðbundinn ostur sem unninn er úr kúamjólk. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.