Bændablaðið - 04.06.2020, Side 14

Bændablaðið - 04.06.2020, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202014 Sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd heldur úti strandvöktun samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR, sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur- Atlantshafsins. Þetta er þriðja árið sem Biopol tekur þátt í verkefninu og vaktar ströndina á Víkum á Skaga. Ströndin er ein af sex OSPAR ströndum hér á landi. Tilgangurinn með vöktuninni er að draga úr skaðsemi vegna mengunar á hafi og ströndum með því að finna út hvaðan rusl á ströndunum kemur, hversu hratt það safnast upp á ströndunum og fleira. Á ströndinni í Víkum er tals­ vert af rekaviði og er hún því söfn­ unarsvæði fyrir rusl sem flýtur á haffletinum. Mest af ruslinu sem finnst þar er plast sem fylgir sjó­ mennsku en plast er almennt í yfir­ gnæfandi meirihluta alls rusls sem finnst í íslenskum fjörum, að því er segir á vef Biopol. /MÞÞ FRÉTTIR Biopol vaktar ströndina á Víkum á Skaga: Dregið úr skaðsemi mengunar Mikið rusl var tínt upp á þessum 100 metra kafla í fjörunni sem var hreinsuð síðasta haust. Mynd / Biopol Lambhaga leyft að nota ólöglegar umbúðir á meðan birgðir endast: „Bio“-merkingunni ætlað að vekja athygli á lífrænum vörnum Lambhagi hefur um nokkurt skeið notast við merkingar á Lambhagasalati sínu sem telj- ast ekki samræmast reglugerð- um. Óheimilt er að nota „Bio“- merkingu á vörum nema þær hafi verið vottaðar lífrænar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert athugasemd við þess- ar merkingar hjá Lambhaga og gefið leyfi fyrir því að þær verði notaðar á meðan birgðirnar með þessum umbúðum endast. Í Bændablaðinu 23. apríl síðast­ liðinn segir Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að breyting á lögum um lífræna landbúnað­ arframleiðslu hafi verið gerð í desember 2019 til að tryggja heil­ brigðisnefndum lagastoð til að sinna eftirliti með merkingum sem tengj­ ast lífrænum framleiðsluaðferðum á markaði. Í kjölfarið sé auðveldara fyrir eftirlitsaðila að taka á þessum málum. „Orðin lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynningar vöru nema hún hafi verið vottuð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Ingibjörg. Átti að vekja athygli á lífrænum vörnum Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðis­ fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að haft hafi verið samband við Lambhaga vegna þessara merkinga og rekstraraðili upplýst þá um að hann sé hættur við að nota þessa merkingu. Hún segir að hann hafi ætlað að koma þeim upplýsingum á framfæri að hann notaði lífrænar varnir í ræktuninni, en Lambhagi uppfylli ekki skilyrði til notkunar á „bio“ eða „eko“­ merkingum. „Nýjar umbúðir eru í prentun og mun notkun á þeim hefjast um leið og þær berast. Því verður merkingin „bio“ eitthvað áfram á umbúðum, bæði plastpokum og kössum fyrir­ tækisins, en ætti að hverfa í sumar,“ bætir Anna við. /smh Leyft verður að nota þessar ólöglegu umbúðamerkingar Lambhaga á meðan birgðir endast. Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi. Myndir / HKr. Nýjustu leikvellirnir fyrir börn vekja athygli: Glæsileg hönnun en hefur reynst býflugum banvæn Útlit og notagildi skiptir ekki síður máli í hönnun leiksvæða en annarra mannvirkja. Leiksvæði á Álftanesi á vegum Garðabæjar hefur vakið athygli fyrir mikinn glæsileika en það eru þó fleiri en mannfólkið sem hrífst af leik- vellinum. Það gera býflugur nefnilega líka með alvarlegum afleiðingum fyrir þær. Umrætt leiksvæði er á milli Vesturtúns og Norðurtúns á Álftanesi og er afskaplega litríkt og skemmtilega hannað. Jarðvegurinn er þakinn með gervigrasi sem er ýmist skærgult eða skærblátt. Þetta gervigras grípur sannarlega augu þeirra sem framhjá fara, en það á ekki bara við mannfólk af öllum stærðum, heldur líka býfl­ ugur. Þær sækja greinilega í þessa miklu litadýrð og telja ugglaust að um veglegt matarborð sé að ræða. Býflugur eru frekar klunna­ lega byggðar og ættu í raun vart að geta flogið, en gera það samt af mikilli snilld. Þegar þær lenda hins vegar í gervigrasi eins og er á leikvellinum á Álftanesi eiga þær erfitt með að fóta sig. Oftar en ekki verða þær afvelta og komast ekki á loft að nýju og drepast. Þegar spurst var fyrir um málið hjá Garðabæ var greinilegt að hönnuðir höfðu ekki áttað sig á þeim neikvæða eiginleika gervigrassins að laða til sín býflugur. Það virðist því vera verðugt verkefni fyrir arkitekta og hönnuði efna sem notuð eru á leikvelli að fara í rannsókn á þessum áhrifum, ekki síður en að rannsaka fallöryggi á slíkum svæðum. Allavega verðum við mannfólkið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir býflugnadauða ef þess er nokkur kostur. Býflugnadauði vegna eiturefna­ notkunar í landbúnaði er orðið stórvandamál víða um lönd þó það eigi kannski ekki við á Íslandi. Samt ber okkur skylda til að verja býflugurnar fyrir áföllum, því án býflugna á jörðinni tímgast nytja­ jurtir ekki frekar en falleg blóm. Án þeirra myndi mannkynið lík­ lega heldur ekki lifa ýkja lengi á jörðinni. /HKr. Bjargarlaus býfluga í fallegu gervigrasi á leikvellinum á Álftanesi. Þessi var þó heppin og var bjargað úr prísundinni af ljósmyndaranum. Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna ákvörðunar um að aflýsa Gásahátíð í ár. Hún verður á sínum stað að ári, þriðju helgina í júlí árið 2021. Engir Miðaldadagar á Gásum í ár Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðum að aflýsa Miðaldadögum á Gásum í ár. Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna þessarar ákvörðunar en fyrir marga þeirra, ekki síst þá yngstu, er þetta hápunktur sum- arsins. Síðustu ár hafa um 2.000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim. Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð. Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.– 17. júlí 2021, segir í tilkynningu frá stjórn Gásakaupstaðar. /MÞÞ Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.