Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202012 Ekkert tilboð barst í stækkun dreifikerfis og lagningu heimæða á Höfn og í dreifbýli á vegum Hitaveitu RARIK í Hornafirði en frestur til að skila inn tilboðum rann út nýlega. Því er ljóst að tafir verða á fyrirhugaðri stækkun innanbæjarkerfis hitaveitunnar á Höfn og er nú unnið að því að endurskipuleggja verkþætti og fyrri tímaáætlanir verksins. Framkvæmdir við lagningu 20 km stofnlagnar hitaveitunnar frá Hoffelli til Hafnar í Hornafirði ásamt byggingu dælustöðva og stjórnhúss er hins vegar í fullum gangi og er áætlað að hitaveitan taki til starfa síðar á þessu ári, að því gefnu að öll tilskilin leyfi fáist. Fyrst um sinn munu um 2/3 hlutar húsa á Höfn sem nú tengjast fjarvarmaveitu RARIK á Höfn tengjast hitaveitunni. Einnig er áætlað að íbúar í dreifbýli tengist á þessu ári. Gert var ráð fyrir að tenging nýrra notenda við hita- veituna á Höfn hæfist á þessu ári en nú er ljóst að það mun tefjast eitthvað. /MÞÞ FRÉTTIR Skagafjörður: Viljayfirlýsing um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju Skrifað hefur verið undir vilja­ yfir lýsingu um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um efl­ ingu nýfjár festingar í íslensku atvinnu lífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreif býlum svæð­ um líkt og á Norðurlandi vestra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp- unar ráðherra og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitar- félagsins Skagafjarðar, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Tryggja þarf raforkuöryggi Í henni kemur fram að stjórnvöld munu vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að innviðauppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að fá mannaflsfreka og umhverfis- væna fjárfestingu inn á svæðið. Liður í þeirri uppbyggingu er m.a. að tryggja raforkuöryggi á svæðinu með Sauðárkrókslínu 2 en framkvæmdir við lagningu hennar hófust í vor. Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við menntastofnanir og hagsmunaaðila á svæðinu hafa verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum og undirbúningi að uppbyggingu koltrefjaframleiðslu á Íslandi. Er það stefna Sveitarfélagsins Skagafjaðar að vera í fararbroddi á Íslandi á sviði trefjaframleiðslu og tengdrar starfsemi, segir í frétt á vef sveitarfélagsins. /MÞÞ Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Miklar áhyggjur af fjárhagsvanda sveitarfélaga eftir heimsfaraldurinn Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lýsir yfir mikl­ um áhyggjum af áhrifum COVID­ 19 faraldursins á fjár hagsstöðu sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna og þeim áhrifum á framlög úr Jöfnunar sjóði sveitar­ félaga sem ástandið mun hafa vegna versn andi stöðu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í bókun sem stjórn SSNV hefur sent Sigurði Inga Jóhanns syni samgöngu­ og sveitar stjórnar ráðherra. Ef litið er til nýlegrar grein- ingar Byggðastofnunar á áhrif- um faraldursins á sveitarfélög í landinu er ljóst að þau verða mikil. Lausafjárstaða og sjóðsstreymi sveitarfélaga mun breytast til hins verra. Tekjur munu dragast saman vegna breytts atvinnustigs með hruni ferðaþjónustunnar og afleiddra greina og þannig hafa áhrif á útsvarsstofn sveitarfélaga til lækkunar. Hafnargjöld munu víða dragast saman og gera má ráð fyrir auknum kostnaði við félags- aðstoð. Til viðbótar við framan- greint eru mörg sveitarfélög að bregðast við ástandinu með ýmiss konar átaksverkefnum og flýta framkvæmdum með tilheyrandi auknum kostnaði. Allt þetta mun óhjákvæmilega leiða til aukinnar skuldsetningar sveitarfélaganna segir í bókun stjórnar SSNV. Tekjur Jöfnunarsjóðs gætu dregist verulega saman Í áðurnefndri greiningu Byggða- stofnunar kemur jafnframt fram að verði 10% samdráttur í skatt- tekjum ríkisjóðs gætu tekjur Jöfnunarsjóðs dregist saman um 4–5 milljarða sem hefur veru- leg áhrif á rekstur sveitarfélaga í landinu. Sú skerðing til við- bótar við tekjuskerðingu vegna þeirra þátta sem nefndir voru hér að framan verður verulegt högg fyrir sveitarfélögin í landinu og til langs tíma leiða til þess að einhver sveitarfélög munu eiga í erfiðleikum með að halda úti lög- bundinni þjónustu. Mismikil áhrif á sveitarfélögin Það er ljóst að áhrif ástandsins á sveitarfélögin munu verða mismikil. Án efa munu fjárhagserfiðleikar einhverra sveitarfélaga kalla á sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Stjórn SSNV vill hins vegar benda á mikilvægi þess að gripið verði til almennra aðgerða vegna ástandsins sem klárlega hefur áhrif á öll sveitarfélögin í landinu. Að mati stjórnar SSNV er vænlegasta almenna aðgerðin að tryggja að ekki verði skerðing á framlögum úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaganna með því að veita viðbótarfjármagni til sjóðsins. Þannig verði tryggt að fyrirsjáanlegar sveiflur í tekjum sjóðsins vegna efnahagsástandsins muni ekki hafa áhrif á framlög til sveitarfélaganna. Sveitarfélög leika lykilhlutverk í endurreisnarstarfi Skorað er á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og ríkisstjórnina alla að grípa til þessarar almennu aðgerðar til að styðja sveitarfélög í landinu öllu í að rækja sitt mikilvæga hlutverk í að komast yfir þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi. Samkvæmt skýrslu OECD um svæðabundin áhrif COVID-19 far- aldursins munu sveitarstjórnir leika lykilhlutverk í því endur reisnar starfi sem mun þurfa að eiga sér stað á næstu misserum. Það er því gríðar- lega mikilvægt að sveitarfélögin hafi til þess fjárhagslega burði og þar eru framlög Jöfnunarsjóðs mik- ilvægur þáttur. Þau framlög mega ekki skerðast eigi sveitarfélögin að geta rækt hlutverk sitt í endur- reisninni og haldið úti nauðsynlegri þjónustu fyrir íbúa. /MÞÞ Hofsós. Sveitarstjórnir munu leika lykilhlutverk í því endurreisnarstarfi sem mun þurfa að eiga sér stað á næstu misserum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Stækkun hitaveitukerfis í Hornafirði: Engin tilboð og verkið tefst Kyndistöð RARIK á Höfn. Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyjólfur Guðmundsson. Mynd / HA Háskólinn á Akureyri: Samstarf um eflingu norðurslóðastarfs Háskólinn á Akureyri og utan­ ríkisráðuneytið hafa skrifað undir samning um samstarf um eflingu norðurslóðastarfs. Samningurinn felur háskólanum meðal annars að vinna að því að styrkja þekkingargrunn íslensks háskólasamfélags um málefni norðurslóða og efla ungmenni á norðurslóðum. Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu um þessar mundir. Samningurinn felur háskól- anum meðal annars að vinna að því að styrkja þekkingargrunn íslensks háskólasamfélags um málefni norð- urslóða og efla ungmenni á norður- slóðum. Markmið samningsins er enn fremur að styðja við leiðtoga- hlutverk Íslands hvað varðar vinnu sérfræðihóps Norðurskautsráðsins um heilsufar á norðurslóðum og ekki síst að auka skilning á störf- um ráðsins almennt. Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu um þessar mundir og gildir samningurinn á formennskutím- anum. Meðfylgjandi mynd er af Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, við undirritunina. /MHH Rangárþing ytra og Ásahreppur: Lán vegna vatnsveitumála Stjórn vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps hafa óskað eftir því við aðildarsveitarfélög vatnsveitunnar að þau ábyrgist lántöku Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Um er að ræða 110 milljónir króna sem teknar yrðu að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga, í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2020. Lýtur þetta að fjármögnun á framkvæmdum við stækkun Lækjarbotnaveitu, sem er hluti af endurnýjun veitukerfisins. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.