Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 45 ir í grafhýsi Tutankhamun faraó, frá 1350 fyrir Krist, í Egyptalandi. Rótinni hafði verið komið fyrir meðal gimsteina í gröfinni en ekki matar og ekki er vitað af hverju. Samkvæmt kínverskri lækn­ ingabók, Pen tsh‘ao, frá um 2700 fyrir upphaf okkar tímatals er sætrót góð við kvillum á öndunarvegi og eins konar töfrajurt sem gerði ung­ linga úr skakklappa gamalmennum. Gríski sagnfræðingurinn Heródótus, uppi 484 til 425 fyrir Krist, var um tíma í útlegð við Svartahaf á mörkum veldis Skýtha á sléttum Asíu sem var á hápunkti sínum frá 650 til 339 fyrir Krist og hafði um tíma tögl og halgdir með verslun um Silkiveginn. Heródótus dáðist mjög að herkænsku og hesta­ mennsku Skýtha og sagði þá þola langar útiverur án vatns með því að tyggja sætrót og drekka meramjólk og lagði til að Grikkir tækju þá sér til fyrirmyndar. Grikkinn Theóprhadus, uppi 371 til 287 fyrir Krist, sem er stund­ um kallaður faðir grasafræðinnar, segir í riti sínu Historia Plantarum að sætrót sé góð við astma og öðrum öndunarerfiðleikum. Auk þess sem hann segir að gott sé að blanda saman lakkrís og hunangi og nota sem græðandi fyrir sár á húð og í maga. Gríski læknirinn og grasa­ fræðing urinn Pedanius Dioscorides, uppi 40 til 90 fyrir Krist, mun vera sá sem gaf plöntunni gríska heitið sætrót. Dioscorides er höfundur De materia medica sem fjallaði um lækningamátt plantna og var grunn­ rit í þeim fræðum í 1.500 ár. Hann segir rótina góða við meinsemd­ um í brjósti, sárum í munni, maga, pruritus ani og gyllinæð. Á tímum krossfaranna, 1095 til 1272 eftir Krist, þegar kristnir menn ætluðu að frelsa Landið helga undan yfirráðum múslima, voru munkar ósjaldan með í för. Algengt var að nota lakkrís í drykki í Mið­ Austurlöndum og naut drykkurinn talsverðra vinsælda meðal þeirra sem virtu áfengisbann. Munkar af reglu klúníak­bræðra, sem tilheyrðu Benediktusar­ reglunni sem var afsprengi endur­ bóta innan miðaldakirkjunnar, eru sagðir hafa flutt með sér afleggjara að sætrót til höfuðklausturs síns í Macon í Norður­Frakklandi eftir eina krossferðina. Benediktusar­ reglan var á blómaskeiði sínu, 950 til 1130 eftir Krist, ein sú öflugasta í Evrópu og hafði mikil trúarleg áhrif og meðal stuðningsmanna hennar var Urban fyrsti páfi, uppi 1035 til 1099, og höfuð kirkjunnar frá 1088 til 1099. Við lok tólftu aldar voru um 300 klaustur í Evrópu og á Bretlandseyjum sem tilheyrðu Benediktusar­reglunni og í flest­ um þeirra var ræktuð sætrót til að bragðbæta mjöð. Ensku herbalistarnir John Gerald, uppi 1545 til 1612, og Nicholas Culpeper, uppi 1616 til 1654, skrifuðu báðir bækur um lækningar og jurtir. Í báðum bókum Gerald og Culpeper, Generall Historie of Plantes og Complete Herbal, segir að sætrót sé nyt­ samleg lækningaplanta og nytjar hennar sagðar vera þær sömu og hjá Dioscorides rúmum 1.500 árum áður. Danski læknirinn og náttúru­ fræðingurinn Simon Paulli, uppi 1603 til 1680, sem var meðal annars hirðlæknir Friðriks þriðja Danakonungs og höfundur bókar­ innar Quadripartitum Botanicum um lækningar með plöntum mælti með því að tyggja sætrót gegn nýrna­ og þvagfærasýkingum. Ræktun Sætrót dafnar best á milli 30 og 45° norðlægrar breiddar. Plantan kýs kalkríkan, næringarríkan, vel fram­ ræstan, lausan og djúpan jarðveg og beina sól. Plantan þolir frost og þarf í raun frostakafla yfir veturinn til að fá hvíld. Auðvelt er að fjölga sætrót með rótargræðlingum og í ræktun nær hún yfirleitt fullri stærð til nytja á þremur árum. Nytjar Á Indlandi er hefð á áttunda degi áttunda mánaðarins, afmælisdegi Búdda, að færa Búddalíkneskjum skál með lakkrísrót sem fórn. Sætrót er enn í dag vinsæl meðal herbalista og jurtalækna auk þess sem lakkrís er mikið notaður í sæl­ gæti og bæði munn­ og reyktóbak, tyggigúmmí og tannkrem, enda rótin 30 til 50 sinnum sætari en sykur í sama magni. Efnasamsetning sætróta er flók­ in en sætuefni hennar kemur úr efni sem kallast glycyrrhhizin­sýra og hækkar blóðþrýsting við neyslu og því er í dag ekki mælt með því að borða mikið af henni í einu. Glycyrrhhizin­sýra er ólíkt sykri að uppbyggingu og endist betur. Í rótinni finnst einnig efnasam­ band sem kallast phytoestrogen eða plöntuestrógen og líkist kyn­ hormóninu estrógen sem stjórnar tíðahring kvenna og getur dregið úr myndun karlhormóna. Englendingar í Yorkskíri voru fyrstir til að blanda saman lakkrís úr sætrót og sykri og framleiða úr því lakkríssælgæti eins og við þekkjum það í dag. Við lestur á innihaldslýsingu á umbúðum utan af lakkrís sést að hann er búinn til úr sykri, hveiti, arabísku gúmmíi, gelatíni og bragð­ efnum, þar á meðal lítils háttar af lakkrísrót. Einnig er algengt að sæl­ gæti með lakkrís í sé blandað með salmíaki, svo er allt þetta húðað með einhvers konar vaxi til þess að gefa fallega áferð. Það sem kallað er lakkrís í dag á því ekkert skylt við sætvið. Lakkrís sem sælgæti nýtur mik­ illa vinsælda í Evrópu, Ástralíu, Nýja­Sjálandi og á Íslandi. Á Spáni, Ítalíu og Frakklandi er hægt að fá ferska sætrót hjá götusölum sem grafa ræturn­ ar upp, skola þær og selja til að draga úr andremmu. Í Sýrlandi og Egyptalandi eru drykkir með lakk­ rísbragði eða lakkríste vinsæl. Samkvæmt kínverskum jurta­ lækningum kallast sætrót gancao, eða sætgras og sagt stemmandi í lyfjablöndur. Rótin þekkist einnig í indverskum Ayurveda­lækningum. Lauf plöntunnar eru notuð til að búa til svartan lit og í Mongólíu eru laufblöð plöntunnar þurrkuð og notuð í te. Rótin er einnig notuð til að bragðbæta skyndimat eins og núðlur. Óæskilegur í stórum skömmtum Lakkrís er óæskilegur í stórum skömmtum og samkvæmt Matvæla­ og lyfjastofnum Bandaríkjanna á ekki að neyta meira en 70 til 150 gramma af lakkrís á dag. Lakkríssælgæti er ekki sagt gott fyrir barnshafandi konur og fólk sem þjáist af hjarta­ eða nýrnasjúk­ dómum. Meðal fylgiáhrifa mikillar lakkrísneyslu geta verið óregluleg hormónastarfsemi, bjúgmyndun, aukinn blóðþrýstingur, hjartsláttar­ truflanir, andnauð, höfuðverkur, þyngdaraukning og máttleysi. Lakkrís a Íslandi Í 8. tölublaði Heilbrigðistíðinda frá 1871 segir að hundaveiki hafi lagst á hunda landsmanna undan­ farin ár og að einkenni veikinnar séu hósti og hryglur, heitt og þurrt trýni og að gröftur renni úr nösum og augum hundanna. „Opt fylgir veiki þessari megn höfuðverkur, svo hundurinn verður sem óður, hleypur fram og aptur, snýst í hringi og vill stundum bía allt, sem fyrir honum verður. […] Eins ber það líka opt við, að hundurinn verður líkt sem hálf­truflaður eptir veik­ ina, ef höfuðverkurinn hefur verið mjög megn. Sjónleysi eða sjón­ depra fylgir líka þráfaldlega veiki þessari.“ Síðar í greininni segir: „Mörg meðul er brúkið við veiki þessari, en hjer skal einungis getið hinna beztu. Í byrjun veikinnar má gefa „Terpentin­Emulsjon“ (terpentínu­ olía 2 kvint, gúmm­kvoða 2 kvint, vatn 16 lóð) eða seyði af enúlu­ rót með salmíaki og lakkrís­safa í (Inf. rad. enulæ 16 lóð, succ, liquiri. sal. ammonac af báðum 1 kvnt). af hvoru þessu gefist ein matskeið tvisvar til þrisvar daglega.“ Um aldamótin 1900 er farið að auglýsa lakkrís í blöðum sem sæl­ gæti og þrjá gerðir í boði; calabria lakkrís sem mun vera ítalskur og kostaði einn eyri, franskur lakkrís á 10 aura og enskur lakkrís sem kostar líka 10 aura. Í dag er lakkrís að finna í margs konar sælgæti hér á landi, meðal annars í súkkulaði og ís og ef ég man rétt er lakkrís eitt af bragðefn­ unum í maltöli. Lakkrísrót ræktuð og safnað við Aleppó í Sýrlandi skömmu eftir aldamótin 1900. Sætviður er fjölær runni sem nær rúmlegs eins metra hæð. Ofan­ jarðarhlutinn vex upp af trékenndri og greindri, djúpri og ilmsterkri stólparót. Blómin um einn sentímetri að lengd, fjólublá yfir í að vera bláhvít, nokkur saman í axi. Aldinið ílangur, flatur og eilítið hærður belgur, 2 til 3 sentímetrar að lengd með 2 til 8 fræjum. Laufblöðin samsett með 9 til 17 egg­ eða lensulaga smáblöðum sem eru 7 til 15 sentímetrar að lengd. Smáblöðin 1,5 til 4 sentímetrar að lengd og 0,8 til 2 að breidd. Sætrót í geymslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.