Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 27 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur UTAN ÚR HEIMI Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum Þýski sláturhúsageirinn er nú kominn í kastljós fjölmiðla eftir að um fjórðungur starfsmanna hjá Müller Fleisch´s sláturhús- inu í Baden-Würtenber greindust smitaðir af kórónavírus. Greint var frá þessu á vefsíðu Global Meat í morgun (fimmtudag 14. maí), en þar kemur fram að svæðisstjórn í Enzkreis hafi upp- lýst að 400 af 1.100 starfsmönnum sláturhússins hafi greinst jákvæðir af COVID-19 eftir sýnatöku. Um 150 hafa náð sér að fullu og eru mættir aftur til starfa, en þurfa samt enn að lúta takmörkunum samkvæmt einangrun. Er þeim einungis heimilt að ferðast á milli heimilis og vinnu- staðar. Forsvarsmenn sláturhússins hafa samþykkt að taka upp skipulag samkvæmt faraldursviðbrögðum 2 nú fyrri vikulokin og innleiða það eins fljótt og auðið er. Smit hefur fundist víða Müller Fleisch´s eru ekki einu slát- urhúsin í Þýskalandi sem eru að glíma við smit, en mikið er um er- lenda farandverkamenn sem stoppa stutt í þessari grein. Stjórnsýsludómstóll í Münster gaf út skipun um að Westleisch kjötvinnslunni í Coesfeld yrði lokað eftir að hafnað var beiðni fyrir- tækisins um að opna að nýju eftir tímabundna lokun vegna COVID- 19. Gefin var skipun um að loka kjötvinnslunni í kjölfar þess að 171 starfsmaður greindist jákvæður fyrir smiti af völdum COVID-19. Búið er að taka sýni af 952 starfsmönn- um fyrirtækisins og hafa 461 reynst smitaður. Stjórnsýsludómstóll gerir athugasemdir Smittíðnin í þýskum slátur húsum hefur vakið umræður um aðbúnað starfsfólks í slátur húsum og kjöt- vinnslum. Stjórnsýslu dómstóllinn í Münster hefur gert athugasemdir við að sláturhúsin setji gróðasjónarmið ofar hagsmunum starfsmanna. Er vandinn meðal annars sagður liggja í því að mikið rót sé á starfsfólki og stöðugt verið að skipta út innfluttu verkafólki sem stoppi stutt. Vegna þess sé vaxandi hætta á nýjum far- aldri eftir sex mánuði. Haft er eftir Bastian Rosenau, héraðsstjóra í Enzkreis, að finna þyrfti langtímalausnir í starfsmanna- haldi sláturhúsanna til að minnka líkur á að faraldurinn blossi upp að nýju. „Við verðum að hugsa um sjálf- bærni og langtímaúrræði,“ sagði Rosenau. /HKr. COVID-19 smit meðal farandverkafólks sem starfar í þýskum sláturhúsum og kjötvinnslum hefur valdið vandræðum. Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskipta- vinur kjötvinnslunnar. Lokun svínakjötsvinnslunnar í Danmörku kemur í kjölfar lok- ana á fjölmörgum sláturhúsum og úrbeiningastöðvum í Þýskalandi þar sem fjöldi farandverkamanna hafi sýkst af COVID-19. Eitt þeirra fyrirtækja, þar sem fjöl- margir starfsmenn reyndust vera smitaðir var Westcrown, sem er sameignarfélag Danish Croen og German Westfleisch. Það fyrirtæki er í Dissen í Norður-Rín-Westphalia ríki þar sem ákveðið var að taka sýni hjá öllum starfsmönnum slát- urhúsa. Fyrir fjórum vikum hafði sýni verið tekið hjá 280 starfsmönnum Westcrown og reyndust 90 þeirra vera smitaðir af COVID-19. Var fyr- irtækinu lokað í kjölfarið og vegna mikilla viðskipta þess við Danish Crown í Skærbæk í Danmörku var ákveðið að loka þar líka þótt þar væri ekki vitað um smit. Reyndu forsvarsmenn danska fyrirtækisins að leita eftir nýjum viðskiptavinum vegna lokunar hjá þeim þýska. /HKr. Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi. Mynd /Danish Crown Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Frostagata 2a • 600 Akureyri • www.claas.is VERKIN TALA F R U M - w w w .f ru m .is Þetta snýst allt um þig… Nýja CLAAS – ARION 400 vélin er alveg eins og þú vilt hafa hana. Hver dagur færir þér ný verkefni og það ert þú sem þarft að takast á við þau. Þegar þú kaupir dráttarvél þá þarf hún að vera alveg eins og þú vilt hafa hana. Þú vilt dráttarvél sem gerir einmitt það sem þú vilt að hún geri og að hún uppfylli allar þínar kröfur og væntingar. Hvorki meira og örugglega ekki minna. Þess vegna vilt þú ekki bara næstu dráttarvél sem er til á lager. Þú færð nýju ARION 400 dráttarvélina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana ARION 460 / 450 / 440 / 430 / 420 / 410 66–103 kW (90–140 hö). www.arion400.claas.com Hefur þú brennandi áhuga á vélum og vilt vinna í lifandi og skemm� legu umhverfi ? Vélfang leitar að öfl ugum og ábyrgum iðger amanni í fullt starf á vélaverkstæðið okkar. Nánari upplýsingar veita Eyjólfur 8400 820 Umsóknir sendist á eyjolfur@velfang.is Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaði l i á sviði v innu- og landbúnaðarvéla. Vélfang ehf. var val ið Framúrskarandi fyr i rtæki 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Hjá Vélfangi starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Hæfniskröfur: • Reynsla af vélaviðgerðum nauðsynleg. • Menntun við hæfi kostur. • Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Gott með að vinna í teymi. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem allra fyrst. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • velfang.is Óseyri 8 • 603 Akureyri • velfang@velfang.is -VERKIN TALA Viðgerðarmaður á vélaverkstæði Vélfangs á Akureyri • Góð kjör í boði fyrir réttan aðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.