Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 33 Díana Jóhannsdóttir, sviðs stjóri atvinnusviðs hjá Vestfjarða stofu, segir mikinn hug í ferðaþjónustu- aðilum á Vest fjörðum varðandi móttöku ferðamanna í sumar. Hún segir stöðuna þó nokkuð sérstaka þar sem litlar líkur séu á að erlendir ferðamenn skili sér til landsins í sumar. Margir eru að skoða hvaða möguleika sé hægt að setja saman fyrir innanlandsmarkað. Sum þjón- usta hentar betur fyrir Íslendinga en útlendinga. Samt er töluverð jákvæðni í fólki varðandi erlendu ferðamennina þar sem það hafa verið að berast töluverður fjöldi af fyrirspurnum. Fólk er að reyna að fresta ferðum sínum lengra inn í sumarið. Margt fólk bindur enn vonir við að geta haldið sig við fyr- irhugaða Íslandsferð.“ Skemmtiferðaskip halda enn inni bókunum fyrir ágúst Hún nefnir sem dæmi að skemmtiferðaskipin, sem hafi verið mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustu- fyrirtækin á Vestfjörðum undanfar- in ár, haldi enn opnum bókunum til Vestfjarða í ágúst. Hún telur þó ekki mjög raunsætt að reikna með þeim þar sem erfiðlega gangi að bóka í skipin vegna neikvæðrar reynslu fólks sem upplifa þurfti kyrrsetningu um borð í mörgum skipum vegna COVID-19. Veðrið hefur oft úrslitaáhrif – Nú virðist vera töluverður áhugi á meðal Íslendinga um að ferðast til Vestfjarða, er sá áhugi ekki að skila sér til ykkar? „Jú, en það verður mjög hörð samkeppni um þessa ferðamenn úti um allt land. Á endanum held ég að það verði veðrið sem stýrir því mjög mikið hvert Íslendingarnir eru tilbún- ir að fara.“ Gott veður síðustu tvö sumur Díana segir að síðustu tvö sumur hafi veður verið mjög gott til ferðalaga á Vestfjörðum og vonast hún til að lukkan verði líka með þeim þetta sumarið. Reyndar er veður oft mjög breyti- legt innan Vestfjarða og þó veður- stofukortið sýni ekkert sérstakt veður, þá getur verið glampandi sól og logn víða inni á fjörðum. Oft hefur verið kvartað yfir opinberum hitamæling- um á mæli eins og í Bolungarvík, sem er oft í norðaustlægum áttum að sýna nokkrum gráðum lægra hita- stig en raunin er, t.d. inni á Ísafirði (Skutulsfirði) eða innar í Djúpinu og í fjörðum þar fyrir vestan. Margt að skoða Margvísleg upplifun stendur til boða á Vestfjörðum, eins og góðar sund- laugar, áhugaverð söfn, fjölbreyttar skoðunarferðir, gönguferðir og sigl- ingar. Það má t.d. nefna Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar á Ísafirði, sem flytja fólk á stórum og öfl- ugum bátum m.a. í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi og í hina mjög ein- stöku ferðaparadís í friðlandinu á Hornströndum. Sjávarþorpin í hverjum firði heilla líka marga og auk fuglabjarga á Hornströndum er hægt að aka alla leið að Látrabjargi á sunnanverðum Vestfjörðum. Það sem hrífur marga Íslendinga sem ferðast á það svæði eru hvítu sandarnir sem þar eru í hverri vík og engu líkara en að fólk sé komið á strendur við Miðjarðarhaf eða á Kanarí. /HKr. Allt til girðingarvinnu STAURAR STRAUMGJAFAR NET HLIÐ GADDAVÍR ÞANVÍR VÍRATENGI STREKKJARAR EINANGRARAR o.m.fl. REYKJAVÍK LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 LÍFLAND SÖLUDEILD BRÚARVOGI 1-3 SÍMI: 540 1100 lifland@lifland.is AKUREYRI ÓSEYRI 1 SÍMI: 540 1150 BORGARNESI BORGARBRAUT 55 SÍMI: 540 1154 BLÖNDUÓSI EFSTUBRAUT 1 SÍMI: 540 1155 HVOLSVELLI ORMSVELLI 5 SÍMI: 487 8888 Kíktu á vefverslun okkar og skoðaðu úrvalið eða hafðu samband við söluráðgjafa í síma 540 1100 til þess að fá tilboð í þína girðingu. Myrkholt · Bláskógarbyggð Sími 486 8757 gljasteinn@gljasteinn.is · www.gljasteinn.is Gíslaskáli Árbúðir Fremstaver Skálinn Áningastaðir á Kili ÍSLAND ER LAND ÞITT Ferðasumarið 2020: Bjartsýni og jákvæðni ríkir á Vestfjörðum Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Mynd / HKr. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hljóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Gerðu kröfur — hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 eða sendu línu á gma@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Loftpressur í hæsta gæðaflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.